Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 6

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 6
Sigtryggur Magnason Alvara og skaup í sögu Mímis Það er oft furðulegt til þess að hugsa að þeir prófessorar, dósentar og lektorar sem við horfum nú upp til með óttablandinni virðingu hafi einhvurjusinni verið í sömu sporum og við; tekið þátt í svipuð- um skemmtunum og jafnvel í svipuðu ásig- komulagi. Það er þó svo að þetta fólk hefur í fæstum tilfellum fallið af himnum ofan, heldur skriðið upp sömu stigana með sama sandinn í munnvikjunum. „Möl er mikils vísir“ segir hið fornkveðna og hafa Mímisliðar svo sannarlega sýnt það og sannað að þeir geta komist í góðar stöður allsstaðar í þjóðfélaginu. í upphafí ... Dagurinn ellefti desember markar ekki aðeins spor í íslandssöguna vegna verkfallsins í Garna- hreinsunarstöð Sambands íslenskra samvinnufé- laga árið 1930. Nei, merkari atburður átti sér stað réttum sextán árum síðar í setustofu Nýjagarðs klukkan hálfníu um kvöldið. Tilefnið var stofnun félags sem átti að gæta hagsmuna stúdenta í ís- lenskum fræðum. Viðstaddir voru sautján stúd- entar. Forsaga stofnunarinnar var sú að síðla í nóv- ember sama ár höfðu nítján stúdentar komið sam- an og kosið sér nefnd til að undirbúa stofnun félags. I nefndinni voru: Finnbogi Guðmundsson, Gunnar Finnbogason, Gestur Magnússon, Gísli Jónsson og Árni Böðvarsson. Þessi nefnd hafði einnig það hlutverk að búa til lög fyrir félagið og voru þau borin upp á fyrsta fundinum og samþykkt, að loknum umræðum, svotil óbreytt. Nafn félagsins var Mímir og fyrstu stjórn þess skipuðu: Finnbogi Guðmundsson, for- maður, Gunnar Finnbogason, ritari og Hermann Pálsson, gjaldkeri. Þrátt fyrir alvarleika tilefnisins héldu menn ekki heim að loknum venjulegum aðalfundarstörfum; miðvikudagar hvort sem er Bráðavaktar- og Melróspleislausir og að litlu að hverfa. í stað þess flutti Jónas Kristjánsson „laus- lega þýdda smásögu“ og var þessi hefð, að hafa skemmtiefni að loknum fundum, höfð í heiðri allt fram til 1954. Veturinn 1950-1 endar ein fundar- gerðin svo: „Jónatan Skagan gekkst fyrir söng fundarmanna og lék á slaghörpu, sungu menn Hreðavatnsvalsinn og fleiri falleg lög.“ Uppúr 1950 fer samt að dofna yfir félagsskapn- um og í aðalfundargerð árið 1953 segir um stjórn- arkjör: „Kjörin voru í hefndarskyni fyrir að mæta ekki á fundinum: ...“ Fundur sjötta apríl 1954: „Að góðum og göml- um sið var hann bæði fámennur og fáskiptinn um merkilega hluti.“ Á þessu áhugaleysi var gerð nokkur bragarbót þegar fundir hófust í Naustinu en í fundargerð segir að fundurinn hafi verið haldinn „einhvern þann dag haustið 1954, sem ritari man hvorki nafn né númer á ...“ Menn virðast hafa skemmt sér hið besta því ýmislegt er óráðið við þennan fund: „Ritari leyfir sér að stinga upp á því, að Sigurður Friðþjófsson og Baldur Jónsson hafi verið kosnir endurskoðendur.“ Síðasti Naustsfundurinn var haldinn árið 1955 og lýkur fundargerðinni á þess- um orðum: „Önnur mál fóru á víð og dreif, og var hverjum manni ofviða að henda reiður á þeim til frásagnar.“ Rannsóknaræfingar hófust aftur árið 1959 og greinir Árni Björnsson frá því í grein hér í blaðinu. Það fór líka að færast líf í Mími uppúr 1960 og virðist það ekki síst vera blessaðri pólitíkinni að þakka. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.