Mímir - 01.06.1996, Page 7

Mímir - 01.06.1996, Page 7
Útgáfumál Árið 1962 kemur tímaritið Mímir fyrst út. í rit- nefnd fyrsta blaðsins voru: Aðalsteinn Davíðsson, Davíð Erlingsson og Páll Bjarnason. Aðalsteinn Davíðsson segir: „það var þungur róður að koma fótum undir blað í deild, þar sem enginn þorði lengur að segja orð sökum hins „hyp- erkritíska anda“, sem sveifþar yfirvötnum.“ Þeir félagar náðu þó nægu efni í ritið og varð það veglegur vísir að vísindariti sem síðan hefur vaxið og dafnað. Útgáfuþorsta félagsins var ekki að fullu svalað og árið 1973 kom út ljóða- og lagabókin sívinsæla: Tumma Kukka. í henni geymist bóksagnarfestur kveðskapar sem ættaður er frá Huldu jafnt sem Bítlunum og Höskuldi Þráinssyni. Tumma hefur náð nokkurri útbreiðslu og verið gefin út þremur eða fjórum sinnum á þeim liðlega tuttugu árum sem liðin eru frá frumútgáfunni. Þarsem höfuðrit félagsins var svo intelektúelt og hávísindalegt varð eitthvert annað málgagn að koma fyrir slúður og röfl. Það varð fyrst hlutverk Mímimú árið 1981 en Ratatoskur tók síðan við árið 1984. Það er enn starfandi og hefur á að skipa hágæðastarfsliði með stjörnublaðamanninn Gunnar gosa í fararbroddi. Kynjamál Kynjahlutfall í íslenskuskor hefur breyst nokkuð frá 1946 og má vel merkja það á ábyrgðarstöðum félagsins. Það er ekki fyrr en árið 1974 að kona er valin formaður Mímis. Kona er aftur kjörin árið eftir en síðan ríkir karlaveldið til ársins 1984. Á allra síðustu árum hafa konur borið höfuð og herðar yfir okkur karlana þótt starfsárið 1994-5 hafi karlmaður náð að verma fílsleður formanns- sætisins. Menntir Mímir hefur í gegnum árin staðið fyrir bók- menntakynningum og ráðstefnum sem varða hag stúdenta. Árið 1988 var haldin mikil ráðstefna í Brekkuskógi. Rætt var um markmið B.A.- náms og leiðir að því markmiði. Ráðstefnan stóð yfir helgi og var síðan fram haldið árið eftir. Segja má að þessi fundahöld hafi mótað það námsskipulag sem nú er við lýði í íslenskuskor og sýnir það hve mikil áhrif stúdentar geta haft á nám sitt. Á heljarþröm Þeir tímar hafa verið þegar hrikt hefur í annars styrkum stoðum Mímis. Árið 1975 gerðist sá ógn- vænlegi atburður að sagnfræðinemar stofnuðu sitt eigið félag og klufu sig að miklu leyti frá Mími. Þessi þríhöfða þurs íslenskra bókmennta, mál- fræði og sagnfræði hafði misst eitt af fögrum höfð- um sínum. Bar Mímir ugg í brjósti er hann horfði fátækum fjórum augum fram á veginn. Aðskilnað- urinn hafði þó hvorki ígerð né dauða í för með sér heldur hafa Mímir og Félag sagnfræðinema, nú Fróði, átt ágæt samskipti. Árið 1981 var borin upp sú tímamótatillaga að breyta nafni Mímis. Og hvað átti barnið að heita? Það átti að heita Varði í höfuðið á þáverandi formanni Guðvarði Má Gunnlaugssyni. Sem bet- ur fer (með fullri virðingu fyrir G.M.G.) náði mannanafnanefnd að koma í veg fyrir þessa breyt- ingu. Guð(varður) má vita hvaða örlög hefðu beðið Varða, félags stúdenta í íslenskum fræðum, ef þessi breytingartillaga hefði verið samþykkt. Hafi mönnum brugðið þegar Darwin bætti ömmu Górillu inní ættartréð á sínum tíma, varð áfallið ekki minna þegar þorrablóti Mímis var breytt í árshátíð árið 1996. Smásmuguleg rök- semdafærsla stjórnarmanna vegna þessarar breyt- ingar byggðist að mestu leyti á því að þorrablótið 5

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.