Mímir - 01.06.1996, Page 8

Mímir - 01.06.1996, Page 8
lega nýju ljósi á menningararf, ekki bara íslend- inga, heldur Hollendinga líka. Að lokum Mímir er nauðsynlegur fyrir stúdenta í íslensku- skor. Hann er vettvangur fyrir fræðilega og félags- lega (eða fræðilega félagslega, jafnvel félagsfræði- lega) starfsemi. Félagið leiðir saman ólíka ein- staklinga sem allir vilja kynnast íslenskri menningu í fortíð og nútíð. Hlutverk Mímis er einnig að verja hagsmuni stúdenta og hafa áhrif í stjórnkerfi skorarinnar. En til að Mímir lifi góðu lífi þurfa stúdentar að taka virkan þátt í lífinu í skorinni og gleyma ekki fórnfúsu starfi sem unnið hefur verið í gegnum tíðina til að halda hjarta Mímis gangandi. Hann er hress og kátur í dag en, einsog segir í kvæðinu: A morgun er kominn nýr dagur. Það er ekki hægt að hugsa sér viðfangsefni sem er meira lifandi en tungan og menningin. Það þurfum við að nýta okkur til að styrkja stöðu tungunnar, menningarinnar og okkar sjálfra. Því skulum við takast í hendur og svífa í faðmi fræð- anna inní nýja sögu sem við sköpum. Líf og list Ólíkt mörgum öðrum félögum hefur Mímir náð að blanda mjög saman fræðalífi og lífslífi. Menn hafa á gleðistundum rætt um kvæði Jónasar Hall- grímssonar og greinar Eiríks Rögnvaldssonar. Enginn aðskilnaður hefur verið milli skynsemi og sturlunar einsog svo glöggt má sjá á frásögnum úr ferðalögum og frá skemmtunum á fyrri árum. Ónefndur prófessor, Kristján Árnason, fer handahlaup í sælgætisverslun 24. október 1987. Annar ónefndur prófessor, Höskuldur Þráinsson, étur yfir sig af hrútspungum árið 1968 og svo mætti lengi telja. Á kraftakvöldum hafa sprottið upp nýjar stjörn- ur sem flutt hafa stjörnuleikverk og sungið stjörnutónverk. Má þar nefna til fjögurra manna kór norrænudeildar árið 1985, íbsenskar tragedíur einsog Appolló þrettánda, Jens og Mons og síðast en ekki síst þá félaga Ármann Jakobsson og Al- freð önd. Þeir tveir síðastnefndu standa án nokk- urs efa uppúr flóru skemmtanaiðnaðarins. Túlkun Ármanns á þessu forna kvæði hefur varpað algjör- væri aldrei haldið á þorranum. Það þarf nú fleiri og betri rök fyrir svona breytingum til að slíkri fásinnu verði fram haldið. 6

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.