Mímir - 01.06.1996, Side 11

Mímir - 01.06.1996, Side 11
mjög rækilegir fyrirlestrar einkum í bókmennta- sögu og Islandssögunni. I málfræðinni var þetta öðruvísi, mest hljóðfræði í þessu fyrrihluta námi hjá Birni Guðfinnssyni. Alexander Jóhannesson var aðalmálfræðikennarinn og kom mjög víða við. Meðal annars fjallaði hann um uppruna tungu- mála og langaði til að halda fyrirlestra yfir okkur um það efni. Ég man að við Árni Böðvarsson sóttum hjá honum þessa fyrirlestra. Hann var að sýna fram á vissan skyldleika tungumála, ákveðin hljóðasambönd hefðu vissa merkingu og gætu komið fram í sömu merkingu í tungumálum sem talin voru alls óskyld. Hann tók pólýnesísku og grænlensku sem dæmi um þetta. Einu sinni þegar Alexander kom í tíma þá var ég þar einn fyrir, Árni var ekki kominn, þá sagði Alexander; „ja, það gerir ekkert til við förum þá bara í grænlensk- una.“ Svo skrifaði hann upp á töflu mörg dæmi til staðfestingar þessari kenningu sinni. H — Hefurðu fylgst eitthvað með félaginu í gegnum árin? F — Já, aðallega í blaðinu, Mími. En ég hef ekki náð að fylgjast með breytingum á kennslu- fyrirkomulagi og því öllu. H — Hvernig hefur þér fundist til takast með blaðið? F — Pað hefur verið mjög fróðlegt að fylgjast með því og ég hef fengið það alveg frá upphafi. Ég get sagt eins og gamall landi á tíræðisaldri sagði við mig vestur í Winnipeg á sjötta tugnum. En þegar farið var að gefa út vikublaðið Heims- kringlu 1886 þá hafði hann gerst áskrifandi og ég spurði hann hvort hann hefði fengið það síðan og þá svaraði sá gamli; „já ég hef fengið það, og borg- að það.“ Það má segja það sama um mig og Mími ég hef fengið hann og borgað hann. H — Var engin útgáfustarfsemi fyrstu árin? F — Nei en kannski má segja að það hafi verið vísir að einhverju slíku. Þeir menn sem voru allra duglegastir að skrifa, einn þeirra var til dæmis Jón Guðmundsson menntaskólakennari, hann kunni hraðritun og hann var nú farinn að kenna og sótti ekki svo stöðugt kennslustundir. En hann kom til dæmis þegar Jón Jóhannesson sem þá var dósent í sögu flutti þarna góða fyrirlestra og braust áfram yfir langt tímabil allt fram til um 1800. Þetta var mjög gott yfirlit og góður stofn í sögunni. Jón kom og hraðritaði þetta og fór svo heim og vélritaði það. Svo áður en við vissum af þá gátum við allir fengið þetta hjá honum. En mér skilst að seinna hafi félagið staðið fyrir því um tíma að gefa út einhverja fyrirlestra og hafi átt eitthvert upplag af þessu og annast sölu á því. Þannig að þetta var smávísir að útgáfu. H — Snúum okkur aðeins að félagslífinu. Hvernig samkomum stóðuð þið helst fyrir? F — Þetta voru aðallega umræðufundir af ýmsu tagi, rólegheitasamkomur. H — Þið hafið ekki lagt land undir fót líkt og við gerum nú bæði í haust- og vorferðum? F — Við lögðumst ekki í ferðalög á mínum tíma. En rannsóknaræfingar voru í gangi og síðar í samvinnu við Félag íslenskra fræða. H — Það eru langlífar samkomur, eru haldnar enn og ágætlega sóttar. F — En þið eruð væntanlega með ýmisskonar samkomur núna? H — Já og við gerðum reyndar nýlega tilraun til að blása lífi í gamlan sið sem virtist nánast horfinn, en það er að nemendur komi saman og lesi upp úr verkum sínum. Þetta mæltist mjög vel fyrir og kom í ljós að margir voru að skrifa. Við vonum bara að það verði framhald á þessu. Hvernig var samgangur við aðrar deildir? Nú eru reglulega haldin stór Háskólaböll. Voruð þið með einhverj- ar sameiginlegar samkomur? F — Eittvað var það já en ekki mikið, stúd- entaböll voru haldin á Gamla garði og kölluð Garðsböll og svo voru haldnir stórir áramótadans- leikir í anddyri Háskólabyggingarinnar, glæsiböll. H — Þá er þetta bara nokkuð svipað og nú er, það er frekar að hagsmunamálin séu sameinuð svona í gegnum Stúdentaráð, við stundum „þver- faglegt“ skemmtanalíf ekki ýkja mikið. Hagnýti náms er námsmönnum nú mjög ofar- lega í huga og fólk veltir því töluvert fyrir sér hvaða möguleika það komi til með að hafa eftir námið. Lágu þessi mál mjög þungt á ykkur, eða var ungra íslenskumenntaðra manna beðið með óþreyju? F — Við fórum flestir í kennslu og fræðistörf, dreifðumst nokkuð. Ég held að við höfum nú ekki haft miklar áhyggjur af starfsmöguleikunum á okkar dögum. Það má kannski segja að við höfum verið uppi á hentugum tíma, okkur hefur allavega reitt nokkuð vel af. Þess má geta að veturinn sem Finnbogi stofnaði Mími, ásamt félögum sínum, kenndi hann latínu í 5. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík. H — Hvernig bar það til að þú fórst að kenna samhliða náminu í Háskólanum? F — Þetta var nú reyndar ekki fastráðning 9

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.