Mímir - 01.06.1996, Side 15

Mímir - 01.06.1996, Side 15
Örn Úlfar Sævarsson Gula hættan Það er útbreidd þjóðtrú í vísindum að ef allir Kínverjar mundu stökkva samtímis ofan af eins metra háu borði mundi jörðin hrökkva af spor- baug sínum um sólina. Að vísu benda sumir út- reikningar til þess að þetta mundi aðeins hafa það í för með sér að geysileg flóðbylgja gengi yfir öll Bandaríkin. Þegar ég var ungur stóð mér alls ekki á sama um þetta. Ég sá fyrir mér hvernig litlir rauðgulir kommúnistaplottnefndafulltrúar gætu fengið Maó formann til að láta boð út ganga um alla Kína- byggð að hún skyldi að morgni 4. júlí koma sér fyrir uppi á húsgögnum og bíða eftir því að Maó formaður segði HÓ! í útvarpið. Þá mundu allir hoppa niður í einu. Kínverjum fer ört fjölgandi og þótt aðrar þjóðir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að kínverskar fjölskyldur geti keypt sér út- varp telja margir Kínverja enn vera mestu ógn- valda samfélagsins hér vestan megin við Elliða- árnar. Belgískt kvæði Þú hlýtur að skilja það kæri lesandi að ég þarf að fá kvittun fyrir þessu ljóði.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.