Mímir - 01.06.1996, Síða 23

Mímir - 01.06.1996, Síða 23
Hún er allt um það dæmd til að rífa sjálfa sig niður í menningu sem lítur á náttúruna sem hervöll og stríðsfeng. Við slík skilyrði getur náttúrufar manna orðið að því sem meiðir, nauðgar og myrðir; kátt og brútalt manneðlið verður að síhungruðum blóð- drekk sem í skugga krosstrésins tvístrar sjálfum sér og umhverfi sínu; því máttur táknsins afmáist ekki þótt því sé snúið við eða hafnað með orðum. Þegar svo er komið hafa mörk barnsvinar og barnsmorðingja horfið innan ímyndar sem minnir með ömurlegum hætti á stelpu eina úr Skagafirði, Guðrúnu frá Syðsta-Vatni, sem flæktist vestur um Laxárdal á tímum móðuharðinda. Er sagt að hún hafi steikt hvolp nýgotinn á Mörk og etið en áður var hún svo matvönd og tærilát að ekki var gjört til hæfis; var hún kölluð Tófu-Gunna. Stelpa þessi fékk gisting á bæ einum í Refasveit þar sem barns- lík lá í útikofa og urðu menn þess varir að hún gekk úr bóli sínu um nóttina sem þá var björt. Þegar komið var að henni var hún tekin að skera vöðva úr líkinu og vildi éta en var hindruð. A öðrum bæ ætlaði hún að skera barn lifandi á háls en móðir þess kom að og var hún þá rekin út í illviðrið. Það er seinast frá Guðrúnu sagt að hún dó á eyðibýli í sveitinni og lögðust hundar á hræ hennar. Grein þessi er að hluta byggð á erindi sem flutt var í fundaröðinni „Forboðnir ávextir" á vegum SHI 2. nóvember 1993. Heimildir um hellismálverkið í Lascaux og Gilles de Rais eru fengnar úr eftirtöldum ritum Georges Bataille: Lascaux or the Birth ofArt. Þýð. Austryn Weinhouse. Genf 1955; Les larmes d’Eros. París 1961; Le Procés de Gilles de Rais. París 1965. Sagan um Tófu-Gunnu er sótt fyrir ábendingu Jóns Torfasonar í Húnvetningasögu eftir Jón Espólín og Gísla Konráðsson (Lbs. 2244, 4to). LEIKFÉLAG 2i<» BORGflRLEIKHÚSIO REYKJAVÍKUR Vp Sími: 568 8000 Samkeppni um leikhúsverk í tilefni aflOO ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur 11. janúar 1997 efnir félagið til samkeppni um leikhúsverk. Höfundar leikhúsverka sem áhuga hafa á að taka þátt í keppninni sendi inn: A) Nýtt frumsamið leikrit. eða B) Handrit að leiksýningu. Með handriti að Ieiksýningu er átt við fullbúið handrit, eins og kostur er, að leiksýningu (mögu- leiki er á t.d. að rithöfundur, leikmyndateiknari og leikstjóri sendi inn saman handrit). Um getur verið að ræða leikgerð af öðru verki, frumsamið leikrit o. s.frv. Ekki er átt við óperu eða ballettverk í venju- legum skilningi. Þriggja manna dómnefnd mun fjalla um leikverkin og er hún skipuð leikhússtjóra LR, fulltrúa til- nefndum af Rithöfundasambandi íslands og full- trúa tilnefndum af félögum í Leikfélagi Reykjavík- ur. Dómnefnd getur veitt þrenn verðlaun: 1. verðlaun að upphæð 500.000 kr., 2. verðlaun að upphæð 300.000 kr. og 3. verðlaun að upphæð 200.000 kr. Það verk sem kann að hljóta 1. verðlaun verður tekið til sýninga í lok afmælisárs LR. Niðurstöður dómnefndar verða kynntar á 100 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur 11. janúar 1997. Skilafrestur er til 11. nóvember 1996 og skulu handrit merkt dulnefni en rétt nafn höfunda(r) fylgja í lokuðu umslagi og skulu þau send: Leikfélag Reykjavíkur Samkeppni um leikhúsverk Pósthólf 3390 123 Reykjavík. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.