Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 41

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 41
svolítið skrýtið að ég orti heilmikið í menntaskóla en þegar ég kom til Moskvu steinhætti ég, þá bara kom ekkert. Og þau ár sem ég var í Moskvu orti ég nánast ekki neitt. Það var ekki fyrr en ég kom suður til Kúbu að ég byrjaði aftur. Það var náttúrulega kúltúrsjokk að koma til Moskvu sem tók langan tíma að jafna sig á. Að koma úr MR og setjast á skólabekk í Moskvuháskóla með fólki frá öllum heims- álfum og búa í þessari borg sem var gjörsamlega yfir- þyrmandi, svo stór og mikil á alla enda og kanta. Ég var komin inn í einhvern menningarheim sem ég hafði í raun engar for- sendur til að skilja, þrátt fyrir þrjúbíó í MÍR á sunnudögum frá blautu barnsbeini, þrátt fyrir les- hringi Æskulýðsfylkingarinnar um marxismann, þrátt fyrir Önnu Karenínu, Stríð og frið, Móður- ina og sjálfsævisögu Maxíms Gorkís. Mér finnst eins og ég hafi gengið um með opinn munn og starandi augu fyrsta árið mitt í Moskvu. Mann- fjöldinn á götunum var ógurlegur — mig dreymdi á hverri nóttu að hann væri að troða mig undir. Tungumálið var líka vandamál, það var varla hægt að lýsa þessu umhverfi á íslensku, og varð æ erfið- ara eftir því sem ég komst betur inn í rússneskuna. Og það var líka snúið að yrkja, tjá einhverjar tilfinningar, við þessar aðstæður. Ég orti reyndar um Moskvu löngu seinna, í bók sem heitir Nú eru aðrir tímar, en ég held að fram að því hafi ég ekkert fengist við hana, einhvern veginn bara ýtt henni frá mér. Þetta voru náttúrulega að mörgu leyti skemmtileg og gefandi ár í Moskvu en þau voru líka ansi erfið. Það er líka erfiðara að þýða rússnesk ljóð en önnur, það er eins og allt þetta rússneska sé svona, hvað á maður að segja, lokað og óaðgengilegt. Kúba var allt öðruvísi, kannski af því að hún er eyja, á stærð við Island. Sjór allt í kring. Að vísu volgur, en sjór samt. Að koma þangað var annað menningarsjokk, en mun mildara. Þetta með- fædda íslenska stórmennskubrjálæði gerði mér kleift að líta á Kúbani sem smáþjóð. Þeir eru ekki nema fjörutíu sinnum fleiri en við, eða þar um bil. Þetta eftirmælaljóð varð til á Kúbu og allt í lagi með yrkingarnar á þeim tíma. Þetta var engin yfirlýsing um það að ég væri að deyja sem skáld. í ÚTLEGÐ Þú sérð mig ganga um borgina og heldur þá kannski að ég eigi hér heima eða sé að minnsta kosti sátt við þessi pálmatré samt hlýturðu að sjá að í göngulag mitt vantar trumbusláttinn. Til skamms tíma hélt ég að ekki skipti máli hvar ég svæfi í nótt því skip mitt lægi ferðbúið við bryggju. Nú eru bryggjustaurarnir fúnir og langt síðan blásið var til síðustu ferðar. Miðvikudagar lífs míns skreppa saman í langan hitabeltisdag með skúrum uppúr hádeginu og snöggu sólarlagi að kvöldi. Borgin er full af fólki. (Orðspor daganna) Sú kenning hefur komið fram að Islendingasög- urnar hafi sprottið af heimþrá útlagans í ttýju landi. Heldurðu aðferðalög þín og dvölin erlendis séu kveikja skáldskaparins hjá þér? Ekki kannski svo mikið ferðalögin heldur frek- ar dvöl einhvers staðar langt í burtu. Þegar ég kom loksins heim frá Kúbu eftir að Þangað vil ég fljúga 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.