Mímir - 01.06.1996, Síða 44

Mímir - 01.06.1996, Síða 44
Ljóðið Höfuð konunnar í nýjustu bókinni þinni er frábrugðið flestu sem þú hefur ort áður, Ijóða- bálkur með sterkar vísanir útfyrir sig, m.a. ífrœgt Ijóð Sigfúsar Daðasonar. Geturðu sagt mér hvernig það varð til? Ja, það er erfitt. Þetta var eitthvað sem kom allt í einu, ég var dálítið hissa sjálf. Svo fór ég bara að leika mér með þessar myndir. Þetta er meiri leikur en oft áður og mér fannst mjög gaman að yrkja þessi ljóð. Það fylgdi því einhver gleði. Sumir hafa sagt að í ljóðinu sé einhver súrrealismi og það getur vel verið. Það er eitthvað svolítið kærulaust og kátt en það var bara eitthvert ástand sem ég var í. Þetta höfuð hans Sigfúsar sem var svo þungt... mér fannst eiginlega kominn tími til að storka því aðeins. Stríða kannski svolítið öllum körlunum með þungu hausana sína. Hvernig yrkirðu? Liggurðu yfir Ijóðunum eða koma þau fullbúin? Eg ligg kannski ekki lengi yfir ljóðunum en hugmyndirnar eru svolítið lengi í hausnum á mér. Ég fæ kannski einhverja hugmynd sem ég nenni ekki að hugsa um, annað hvort set ég hana á blað og geymi þá einhvers staðar eða bara hætti að hugsa um hana. En svo kemur hún til mín aftur, einhvern tíma löngu seinna, kannski árum seinna, það hefur gerst. Allt í einu man ég eftir þessu sem ég hafði einu sinni hugsað og þá er kannski til eitthvert blað einhvers staðar sem ég fer að krota í og svo verður kannski ljóð úr því. Stundum koma ljóðin nánast fullmótuð eftir svolítið langan gerj- unartíma. En ég veit í rauninni ekki af hverju ég fæ þessar hugmyndir, ég stjórna þessu voða lítið. Aðferðin hefur ekki breyst svo mikið í gegnum tíðina. Það getur verið að ég vinni ljóðin meira núna. Og ég hugsa líka kannski meira um formið. Það eru líka ógurlega misjöfn tímabil. Stundum dettur mér ekkert í hug mánuðum saman og svo kemur kannski eitt Ijóð á dag í einhvern tíma. Það er misjafnt. SUMARFRÍ Það var angan úr döggvotu kjarri og ilmur af dimmgrænu barri og sólin hún skein en ég var þar ein því þú varst mér auðvitað fjarri. (Höfuö konunnar) lHöfði konunnar fer að bera á stílbrögðum eins og rími sem ég held að þú hafir ekki beitt áður. Heldurðu að rímið eigi nú afturkvœmt inn í ís- lenska Ijóðlist eftir þœr miklu deilur sem um það stóðu? Já, ég gæti alveg trúað því. Ég hef að minnsta kosti svolítið gaman af því. Ég finn líka á fólki sem er að yrkja í kringum mig að það eru margir að spekúlera í einhverjum sonnettum og svona. Þetta er eitthvað sem þekktist ekki fyrir nokkrum árum. Það er kannski komin meiri þörf fyrir, ég segi ekki gamla stranga ljóðformið sem var drepið þarna einhvern tíma í kringum fimmtíu, en kannski þörf fyrir að vinna meira með formið, að láta það skipta meira máli. Þetta er eitthvað sem er í tím- anum. Það getur náttúrulega vel verið vegna þess að fólk hefur ekki eins mikið að segja og reynir að punta það litla sem ... Ég veit það ekki, nei. Er það ekki bara vegna þess að nú er rímið hætt að vera þetta hitamál sem það var? Að yrkja rímað eða órímað skipti fólki upp í andstæðar fylkingar, en það er náttúrulega búið. Hjá mér er þetta þörf fyrir að hafa formið svolítið ákveðnara, leika mér meira með það og sjá hvað ég get í því. LANDAMÆRI í huga mér leita hælis út smogin orð Biðjast griða Þykjast eiga undir högg að sækja Vilja vera (Höfuð konunnar) Pað vekur athygli hvað þú kemst upp með að nota stutt ogyfirlœtislaus orð íflóknum og djúpum Ijóðum og svo býrðu líka til orð eða gefur þeim nýja merkingu; úthverfir dagar í Ijóðinu og út- hverfinu Breiðholti, svo dœmi sé tekið. Já, ef orð eru ekki til verður að búa þau til. Ef þú ert að yrkja Ijóð um úthverfi, ljóð sem heitir Breiðholt sérðu að orðið úthverfi tengist úthverf- ur og andstæðunni; innhverfur. Það eru svona leikir sem fara af stað og þarna notaði ég það að dagarnir væru úthverfir en draumarnir innhverfir, 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.