Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 45

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 45
raunveruleiki úthverfisins er andstæða þessarar innhverfu konu sem lætur sig dreyma. Það passar mér ekki að nota upphafið mál eða torskilin sjaldgæf orð. Það bara er ekki minn stíll. Eg veit ekki hvort það er nokkuð meðvitaðra heldur en það. Ljóðin sem þú hefur valið til að þýða eru ífljótu bragði frekar ólík þínum eigin Ijóðum, er skýring á því? Það er alveg satt, þau eru mjög ólík mínum eigin ljóðum. I bókinni Orðspor daganna er svo- lítið af ljóðum frá Suður-Ameríku og ég fattaði það eiginlega ekki fyrr en eftir á hvað þau ljóð voru öll opin og pólitísk. Einmitt þess konar ljóð átti ég svo erfitt með að yrkja en hafði samt þörf fyrir á þessum tíma. Kannski hef ég vaiið þessi ljóð af því að þau voru pólitísk. Fyrst ég gat ekki ort þau sjálf þá gat ég allavega þýtt þau. Mér hefur svona dottið það í hug. Gjörólfkt þeim er hins vegar Ljóðið um enda- lokin eftir hana Marínu Tsvetajevu sem ég þýddi í Höfði konunnar, en einnig það er gjörólíkt mín- um stíl, þungt og torskilið. Samt talaði það rosa- lega sterkt til mín. Eg bara varð að þýða það, ekkert annað var hægt. Það tók ansi langan tíma, ég gæti trúað að þrjú ár væri ekki fjarri lagi, þ.e. frá því að ég byrjaði að þýða í bríaríi og þangað til ég var orðin nokkurn veginn sátt við þýðinguna. Nokkrum sinnum á þessu tímabili gafst ég upp og snerti ekki verkið vikum saman, en byrjaði alltaf aftur. Ég var auðvitað að þýða allt mögulegt ann- að á sama tíma. Marína var eins konar hobbý, eða kannski þráhyggja. Það liggja eftir þig stórvirki í þýðingum, Ijóð, leikrit og skáldsögur. Hver er munurinn á prósa- og Ijóðaþýðingum og hafa þýðingarnar áhrif á þinn eigin skáldskap? Allt hefur auðvitað áhrif en það er ekkert sem er augljóst. Þýðingarnar eiga náttúrulega eitthvert pláss í höfði konunnar en hvernig það vinnur úr þeim áhrifum, ég veit það ekki. Það er auðvitað talsvert ólíkt að þýða skáldsög- ur og ljóð, munurinn er kannski helst fólginn í því að ljóðformið er alltaf knappara og bundnara en prósinn, hversu frjálst sem það annars kann að vera. Þýðandinn verður að ná músíkinni í textan- um og öllum tilfinningunum sem liggja í ljóðinu, misvel faldar. Ljóðið um endalokin gekk talsvert nærri mér, það höfðaði mjög sterkt til mín og mér fannst ég kynnast Marínu eins og hún væri bráðlif- andi. Auðvitað er samt aldrei hægt að þýða ljóð alveg, eitthvað verður eftir og kemst aldrei til skila, enda eru ljóðaþýðingar Iist hins ómögulega. Þess vegna er svona gaman að fást við þær! Skáldsögur eru öðruvísi, þótt maður þurfi oft að liggja lengi yfir einstökum orðum og setning- um. Þar er kannski meiri fjarlægð milli þýðandans og höfundarins, þótt hún megi helst ekki vera mikil. Þýðandinn verður alltaf að lifa sig inn í stíl verksins, og til þess þarf hann að þekkja höfund- inn nokkuð vel. Nú ertu formaður Rithöfundasambands ís- lands, hvernig fer það starf saman við skáldskap- inn? Það fer náttúrulega ekkert vel saman, allavega ekki svona til að byrja með, þetta er ekki mjög ljóðrænt starf. Það tekur drjúgan tíma að komast inn í það, maður þarf að setja sig inn í flókin mál sem eru ekki beint á augljósustu áhugasviðum manns en samt mál sem maður hugsar um. A meðan yrkir maður ekki mikið. Framtíð Ijóðsins, lifir það inn í 21. öldina? Stundum fær maður á tilfinninguna að það séu allir að yrkja og hver og einn lesi bara sín eigin ljóð. En það er sennilega ekki rétt. Ég verð öðru hverju vör við lesendur mína. Það kemur fyrir að bláókunnugt fólk stoppar mig á götu til að þakka mér fyrir ljóðin. Það er ágætt, sýnir manni að einhverjir lesa ljóð, hvað sem öllu svartagallsraus- inu líður. Það er alltaf verið að tala um að ljóða- bækur seljist illa, en ég er hrædd um að okkur vanti samanburð. Ég er ekkert viss um að Ijóða- bækur hafi einhvern tímann selst miklu betur en nú. Sumar bækur seljast þokkalega, aðrar verr, eins og gengur. Líklega seljast fáar ljóðabækur í þúsundum eintaka, ætli það séu nema kyrfilega steindauð þjóðskáld í gjafaútgáfum. Ég hef ekki stórar áhyggjur af framtíð ljóðsins. Við eigum mörg frambærileg ungskáld og það verður alltaf þörf fyrir ljóð, held ég. En ég er alveg ákveðin í að láta ekkert uppi urn framtíðaráform mín. Ég hef farið flatt á því að vera að blaðra í ótíma um eitthvað sem ekkert varð svo úr! Viðtalið tók Sigþrúður Gunnarsdóttir. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.