Mímir - 01.06.1996, Síða 54

Mímir - 01.06.1996, Síða 54
Mér þóttu háar og brattar klettahlíðar hlæja um allan Noreg meðan Ólafur lifði, fyrrum sást ég á skipum; nú þykir mér hlíðir miku óblíðari síðan; minn harmur er sá; ég hlaut alla hylli konungs.7 Bersöglivísur eru hvað merkastar af verkum Sighvats. Kvæðið er ort til að telja um fyrir ungum Magnúsi lagabæti er hann hugði á hefndir eftir föður sinn Hákon. Kristið hugarfar virðist skína í gegn í kvæðinu þar sem Sighvatur varar konung við ofríki og leggur áherslu á jafnan rétt allra þegna. Hann minnist hollustu sinnar við föður Magnúsar jafnframt því að láta í Ijós vilja sinn til að vera hjá Magnúsi, en segja skal það sem segja verður. Sighvatur var ekki síðri fyrirmynd annarra yngri skálda en Hallfreður vandræðaskáld og er þeim báðum að þakka að dróttkvæðin lognuðust ekki út af strax við kristnitöku. Ferill Sighvats var glæstur þar ytra og nokkrir fylgdu hans fordæmi; menn eins og Arnór jarlaskáld, Þjóðólfur Arnórs- son og Markús Skeggjason, en nánar verður kom- ið að Sighvati í umfjöllun um ferðavísur hér á eftir. Arnór jarlaskáld fékk nafn sitt af því að yrkja um þá Orkneyjajarla: Rögnvald Brúsason og Þorfinn Sigurðarson. Einnig orti Arnór um Magn- ús góða og Harald harðráða. Hrynhenda er merk- ust verka Arnórs og mun hún vera um Magnús. Kvæðið er ort undir hrynhendum hætti en „með því að yrkja konungi lofkvæði undir þessum hætti stígur Arnór nýtt skref í endurnýjun dróttkvæða- gerðarinnar og aðlögun að breyttri menningu í kjölfar kristnitöku."8 Skáldið er meðvitað um mátt kvæðisins og lýsir siglingum með glæstum líkingum þar sem flota konungs er líkt við „skíða- menn og englafylkingar.“9 Þjóðólfur Arnórsson var við hirð Haralds harð- ráða og Sexstefja er hans frægasta drápa. Markús Skeggjason var víðförull og orti fyrir danska og sænska konunga. Siglingavísa er frægust verka hans þar sem flókin orðaröð og samfelld nýgerv- ing eru meðal helstu eiginleika kvæðisins. Eitt var það í verkahring skáldanna sem hefur ábyggilega verið hvað mest áríðandi, það var að halda uppi minningu mikilla verka og þá er um að ræða þessi hefðbundnu þemu: einvígi, sjóferðir, dauði í orrustu, gjafmildi konungs o.þ.h. Helsti vettvangur fyrir slíkt var þá auðvitað erfikvæði þar sem skáldin tjáðu oft sorg sína yfir missi kon- ungs, eins og sjá má af kvæði Sighvats Þórðarson- ar hér að framan. Skáldið er eins og á milli náttúru og sjálfs þar sem það notar náttúruna til að tjá afstöðu sína. Kvæði um ferðir konunganna og mikla sigra á fjarlægum slóðum eru einnig vinsæl eins og komið verður inn á hér síðar. Ekki var bara um tómt lof að ræða og þegar sló í brýnu milli manna var oft gripið til þess að yrkja níð. Þá var yfirleitt reynt að hæfa menn þar sem þeir voru veikastir fyrir. Ort var um vangetu, kynvillu eða hverskonar ókarlmennsku. Þetta voru náttúrulega beittar árásir og þar sem orðspor var nokkurn veginn það dýrmætasta sem menn áttu var iðja þessi bönnuð með lögum. Roberta bendir á eina af frægari níðvísum hins dróttkvæða stíls sem er að finna í 56. kafla Egilssögu; þar sem Egill bölvar kristnum ráðamönnum Noregs, þeim Eiríki og Gunnhildi. Egill ávarpar þar landálf einn og ásakar Eirík um að láta stjórnast af drottningu sinni. Stríðslýsingar, ferðabækur og ást í bundnu máli Eins og lítillega hefur verið komið inn á eru styrj- aldir og víkingaferðirnar algengt yrkisefni hirð- skáldanna. Hvað stríðskveðskapinn varðar er hann iðulega í nánum tengslum við hið goðsögu- lega; eins og goðatrúin sjálf var nátengd helstu dyggð fornmanna: bardaganum. Roberta Frank lýsir afstöðu fornmanna á þessa leið: The vision of reality enshrined in the mytholog- ical poetry of the North is generally grim: tales of suffering, divine irresponsibility, cunning, deceit, dark denunciations, shot through with flashes of wild, barbaric comedy.10 Roberta segir jafnframt eitt sameiginlegt með fornbókmenntum Grikkja, Kelta og Germana að í þeim megi finna einskonar stríðsmannaaðal (e. warrior aristocracy). Þarna er auðvitað um upp- hafningu stríðsmanna að ræða. Sagnir af mikil- mennum sem dóu með gamanmál á vörum voru nokkuð algengar: mönnum hlotnaðist ódauðleg frægð í stríðinu og dauðinn var hin endanlega prófraun manna.11 Roberta tekur það sem dæmi þegar frá því segir í Ólafs sögu helga er hann tekur með sér þrjú skáld til orrustu sem eiga að vera fær um að segja sögu atburðanna og yrkja um þá kvæði. Orrustan sem hér um ræðir er Stiklastaða- orrusta og er skemmst frá því að segja að ekkert þessara skálda lifði til frásagnar.12 í stríðslýsingum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.