Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 57

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 57
Skúli Björn Gunnarsson Hið íslenska hirðfífl Um fíflsku Sneglu-Halla og Hreiðars heimska1 í Eddu Snorra Sturlu- sonar segir frá því er Óðinn stal göróttum miði frá Suttungi jötni. Mjöðurinn bjó yfir þeirri náttúru að hver sá sem drakk hann varð skáld eða fræðamaður. Sagan segir að Óðinn hafi drukkið mjöðinn og brugðið sér síðan í arnarham til að kom- ast heim í Asgarð. En Suttungur varð hans var og elti þjófinn sem annar örn. Hann hafði nærri náð honum þegar komið var að Ásgarði en þá spjó Óðinn miðinum í keröld sem sett höfðu verið út á jörðu niðri. í keröldin fór allur mjöðurinn nema fáeinir dropar er hrutu þar sem hver og einn gat náð til. Þá dropa af Suttungamiði kallar Snorri skáldfíflahlut. Vera kann að Snorri Sturluson hafi einungis talið skáldfífl vera leirskáld síns tíma. Hann getur þess hvergi hver skáldfíflin eru en orð hans leiða hugann að þeim persónum íslenskra fornbók- mennta sem á einn eða annan hátt haga sér fífls- lega. Suttungamiði fylgdi ekki bara skáldgáfa heldur einnig viska eða vit og þegar saman fara vitleysi og skortur á skáldgáfu hjá einni og sömu persónu hlýtur að mega líta á hana sem einskonar skáldfífl. Allavega eru slíkar persónur ekki þess verðar að gegna starfi hirðskáldsins í íslenskum sögum af konungum eins og þeim er Snorri skráði. Slíkum persónum hæfir betur annað starf sem minna hefur farið fyrir í umfjöllun um íslenskar fornbókmenntir, starf hirðfíflsins.2 Ritun konungasagna hér á landi er talin hefjast um miðja tólftu öld og ná hámarki með því riti Snorra sem nefnt hefur verið Heimskringla. I sög- unum er fjallað um ævi norrænna þjóðhöfðingja og fer þá mest fyrir lýsingum á örlagaríkum at- burðum eins og deilum, orrustum og hverskyns drápum. Minna er um frásagnir af hversdagsverk- um höfðingjanna og hirðlífi því sem óhjákvæmi- lega hlýtur að hafa tíðkast í höllum norrænna konunga á elleftu og tólftu öld.3 Til að finna frásagnir af hinum þýðingarminni atburðum í lífi konunga og fá upplýsingar um hirðlíf þurfum við að skoða samsteypurit á borð við Morkinskinnu, Hrokkinskinnu og Flateyjar- bók. í þeim ritum eru frásagnir sem menn hafa allt frá síðustu aldamótum litið á sem sjálfstæðar sög- ur, íslendingaþættir. Ég kýs hér að líta á þær sem hluta konungasagna enda gefa þessar frásagnir okkur örlitla innsýn í daglegt líf konunga.4 I augum nútímamannsins einkennist hirðlífið á miðöldum af drykkju, áti, leik og söng. Slíkar hugmyndir höfum við til að mynda úr kvikmynd- um en kvikmyndir eru gjarna byggðar á fornum heimildum eða bókmenntum. Hver kannast ekki við myndir byggðar á leikritum Shakespeares eða enn eldri verkum eins og sögum af Karlamagnúsi Frakklandskonungi. Öll veislugleðin á sér því stoð í kunnum ritverkum en vera má að slík gleði hafi fremur tíðkast á fjórtándu til sextándu öld við hirðir í Suður-Evrópu en á Norðurlöndum á þeirri elleftu og tólftu. Þrátt fyrir að konungasögurnar dragi upp heldur óljósa mynd af hirðlífinu er þó óhætt að fullyrða að það sem snertir hirðlíf í kon- ungasögum tengist að jafnaði veislum eða að minnsta kosti borðhaldi og drykkjum.5 Á slíkum stundum er brugðið á leik og jafnvel konungurinn sjálfur leyfir sér að brosa. Aðalatriðið virðist vera að næra bæði sál og líkama. Hlátrinum er hleypt upp á yfirborðið. En hverjir sjá um að skemmta fólkinu? í „Ynglingasögu" Heimskringlu segir um Hug- leik konung: Hugleikr konungr var engi hermaðr ok sat hann at lQndum í kyrrsæti; hann var auðigr 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.