Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 66

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 66
„Þessi línulega hugsun í málfræðinni heillaði mig“ Viðtal við Sigríði Sigurjónsdóttur Á fallegu vetrarkvöldi, ekki alls fyrir löngu, hitt- umst við: Hugrún Hrönn Ólafsdóttir, Álfheiður Ingimarsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir og átt- um saman notalega stund. Sigríður hefur lokið doktorsgráðu í máltökufrœðum og okkur Álfheiði lék forvitni á að kynnast henni og hugðarefnum hennar ofurlítið nánar. Fátt er líka skemmtilegra en að dreypa á bjór og spjalla um frœðin. Sigríður sagði okkurfrá náminu, rannsóknunum og ástinni sem býr hinum megin við hafið. Hvaðan kemurðu? „Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og eftir landspróf hóf ég nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð á náttúrusviði. Ég stundaði nám þar á árunum 1976-1979. Að loknu stúdentsprófi bauðst mér starf hjá Rannsóknarstofnun landbún- aðarins og ég vann þar í eitt ár en áttaði mig fljótlega á að náttúruvísindin voru ekki fyrir mig. Ég sá mig ekki alveg sem sloppa- eða stígvélalíf- fræðing ævina á enda. Ég skráði mig því í íslensku haustið 1980. Ári seinna byrj- aði ég í almennum málvísind- um því bókmenntafræðin höfð- aði ekki til mín. Mér hefur alltaf þótt stærðfræðin skemmtileg og þessi línulega hugsun í málfræðinni heillaði mig. Ég kláraði B.A.-próf í al- mennum málvísindum með ís- lensku sem aukagrein. B.A.- ritgerðin mín nefnist: Aðblást- ur: Útbreiðsla og upptök, skrifuð hjá Jóni Gunnarssyni. Þetta var mjög skemmtilegt viðfangsefni og í rauninni var ég að rekja fornu siglingaleið- irnar, því aðblásturinn virðist hafa fylgt víkingunum. Hann kemur fyrir í mállýskum í Suð- vestur-Noregi, en þaðan komu víkingarnir eins og allir vita. Eins er aðblástur ríkjandi í hljóðkerfi bæði færeyskunnar og íslensk- unnar. Aðblástur kemur líka fyrir í skosk-gelísku mállýskunum sem talaðar eru á Suðureyjum og norðvesturhluta Skotlands þar sem víkingarnir höfðu viðdvöl og tóku sér þræla.“ Hvað vakti áhuga þinn á máltökufræðum? „Þegar ég var á mínu fyrsta ári í almennum málvísindum 1981, var Randa Mulford komin hingað til lands. Með komu hennar varð vakning meðal málfræðinga um máltökurannsóknir. Randa hafði lokið doktorsprófi frá Stanford há- skóla í sálfræðilegum málvísindum, með máltöku barna sem sérgrein. Hún þekkti Höskuld, og Siggu konuna hans, og fékk styrk til að koma hingað og skoða máltöku íslenskra barna og kenndi auk þess við Háskólann í tvö ár. Nokkru áður, árið 1978, hófust fræðilegar rannsóknir á máli barna hér á landi með Indriða Gíslasyni og Jóni Gunnarssyni sem þá hófu undirbúning að 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.