Mímir - 01.06.1996, Page 68
matsprófinu heyra börnin hins vegar sömu próf-
setninguna þrisvar sinnum á eftir þremur mismun-
andi sviðsetningum. Á eftir hverri sviðsetningu
heyrir barnið sömu setninguna og þarf að dæma
hvort prófsetningin getur haft þessa tilteknu
merkingu. Þar sem allar hinar þrjár mismunandi
túlkanir á prófsetningunni eru sviðsettar fyrir
framan barnið þá gefur þetta próf barninu færi á
að segja til um hvaða túlkanir á prófsetningunni
því finnast tækar og hverjar því finnast ótækar.
Þetta próf fer annars þannig fram að einn rann-
sóknarmaður heldur á handbrúðu sem kann ís-
lensku ekki nógu vel og er að reyna að læra meira.
Handbrúðan segir stundum eitthvað vitlaust og
stundum eitthvað rétt og verkefni barnsins er að
segja handbrúðunni hvenær hún segir eitthvað vit-
laust og hvenær hún segir eitthvað rétt. Annar
rannsóknarmaður segir handbrúðunni og barninu
sögu og sviðsetur söguna með litlum brúðum og
dóti fyrir framan handbrúðuna og barnið. Þegar
sögunni er lokið lýsir handbrúðan því sem gerðist
með prófsetningunni og barnið á að dæma hvort
setning handbrúðunnar sé tæk eða ótæk lýsing á
því sem gerðist í sögunni. Setningin var alltaf
sönn, en það var spurning um hvort endurvísarnir
’sjálfan sig’ og ’sig’ og persónufornöfnin ’hann’ og
’hún’ gætu haft tiltekinn undanfara eða ekki. Mat-
sprófið hefur það því fram yfir aðgerðarprófið að
barninu er gefið færi á að segja til um hvaða túlk-
un eða túlkanir á prófsetningunni eru málfræði-
lega réttar að mati þess og hvaða túlkun eða túlk-
anir eru ótækar. Þetta er sérstaklega mikilvægt
þegar verið er að prófa skilning barna á aftur-
beygða fornafninu ’sig’ og persónufornöfnum þar
sem oft koma fleiri en einn möguleiki til greina því
að prófsetningarnar eru oft tvíræðar. Matsprófið
gefur því mun betri mynd af málhæfni barnsins en
aðgerðarprófið. Við hittum hvert barn sex sinnum
og tilraunin gekk mjög vel. Ég hafði í upphafi
töluverðar áhyggjur af því hvernig börnin myndu
taka mér, en þau lifðu sig inn í sögurnar og höfðu
mikinn áhuga á að fá að leika við okkur. Ég fór á
barnaheimilin með brúðurnar og setti upp hálf-
gert brúðuleikhús. Ég var með aðstoðarmann-
eskju á launum af styrk sem ég fékk frá Vísinda-
ráði Bandaríkjanna og hún sá um að segja söguna
með litlu brúðunum og ég lék handbrúðuna.“
Komu niðurstöður doktorsrannsóknar þinnar á
óvart eða voru þær eitthvað í líkingu við það sem
þú bjóst við?
„Það kom í ljós að íslensk börn, alveg eins og
börn sem prófuð hafa verið erlendis, eru haldin
svokallaðri fornafnatregðu. í hefðbundnu bindi-
kenningunni, sem Chomsky kom fram með 1981,
er gert ráð fyrir Bindilögmáli A og Bindilögmáli
B. Bindilögmál A segir að endurvísar eins og
’sjálfan sig’ verði að vísa í næsta frumlag, þeir eru
bundnir innan setningarinnar. Bindilögmál B seg-
ir hins vegar að þriðju persónufornöfn geti ekki
haft undanfara innan setningarinnar heldur verða
þau að vísa út fyrir setninguna sem þau koma fyrir
í. Samsetti endurvísirinn ’sjálfan sig’ og þriðju
persónufornöfn eru sem sé í fyllidreifingu. Ef
þessi bindilögmál eru hluti af þessum abstrakt
málfræðilögmálum sem fólki eru ásköpuð við fæð-
ingu, eins og Chomsky gerir ráð fyrir, þá myndi
maður búast við að börn stæðu sig jafnvel í setn-
ingum sem ’sjálfan sig’ kemur fyrir í og í setning-
um sem þriðju persónufornöfn koma fyrir í. Það
hefur hins vegar sýnt sig allsstaðar þar sem þetta
hefur verið rannsakað að tlest börn vita að sam-
settir endurvísar verða að vísa í næsta frumlag, en
á sama tíma leyfa mörg þessara sömu barna þriðju
persónufornöfnum að vísa í frumlag innan sömu
setningar, og brjóta þannig Bindilögmál B. Þau
66