Mímir - 01.06.1996, Page 74

Mímir - 01.06.1996, Page 74
konar æði samfara því að þau yfirgefa samfélag manna og taka sér bólfestu í fjallinu. Sama frá- sagnaratriði finnum við í ýmsum þjóðsögum síðari tíma. Um það er sagan af Jóru í Jórukleif gott dæmi. Hún var viðstödd hestaatið og fleiri konur, en er atið byrjaði sá hún að hestur föðurs síns fór heldur halloka fyrir. Varð Jórunn svo æf við það og tryllt að hún óð að hestinum og reif undan honum lærið; hljóp hún þegar með það svo ekki festi hönd á henni upp að Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána og kastaði því nálega út á miðja á .. ,22 Prjú þeirra dæma sem birt eru hér að ofan tengj- ast galdri á einhvern hátt líkt og orðið trölldómur en hins vegar eru tvö orðatengsl sem krefjast nán- ari skýringa. Lítum á finnska orðið turilas sem merkir aldinborri. Við fyrstu sýn virðast tengsl orðsins við tröll nánast fjarstæðukennd. Aldin- borri er: „Skordýr sem lifir á laufi og blómum trjáa; fer um í rökkri með miklum vængjadrun- um.“23 Sennilega má rekja merkingartengsl orð- anna tveggja til hávaða og bægslagangs sem fylgir bæði flugi skordýranna og stórkarlalegum hreyf- ingum tröllanna. Hér má líka benda á ítölsku sögnina trillare24 sem er tökuorð úr germönsku og stendur fyrir það listbragð í söng að láta röddina titra, íslenskun þeirrar sagnar er að finna í orðinu trillur, sbr. að syngja trillur. Athyglisvert er einnig að aldinborri er skordýr sem einkum er á ferli að næturlagi, á sama hátt heyra tröllin myrkrinu til. Með miðháþýska orðinu triille er líklegast verið að vísa til orðsins kobold (svartálfur) sem De Vries nefnir sem einn anga merkingar í orðsifja- umfjöllun sinni.25 Nokkuð er á huldu hvaða verur falla nákvæmlega hér undir, De Vries útskýrir orðið ekkert nánar. Hjá Schade26 finnum við hins vegar eftirfarandi skýringu: „lacherliche aus Holz oder Wachs gebildete Figur eines neckiBchen Hausgei6tes“. Orðið kobold virðist því vísa til hrekkjóttra vera úr timbri eða vaxi. Líklegast eru þetta sömu verur og Gísli Oddsson nefnir í Is- landsumfjöllun sinni undir nöfnunum Kobaloi (meðal Grikkja) eða Koboloos (meðal Þjóð- verja). En hann telur þær verur eiga margt sam- eiginlegt með íslenska huldufólkinu, sem hann segir að sé: „einhver blendingstegund milli anda og dýra, eða þá, sem sennilegra er, djöfullegar blekkingar og sjónhverfingar".27 Miðháþýska orðið triille virðist vísa til annarra vera en trölla. Vissulega eru báðar tegundir ná- tengdar náttúrunni. En við getum þó bent á að tröllin virðast fremur vera holdgervingar bergsins hér á landi því ísland hefur líklegast alla tíð verið lítt skógi vaxið.28 Þess má þó geta að trjáaátrúnað- ur á sér fornar rætur meðal germanskra þjóða og á Norðurlöndum. Sá átrúnaður hélst langt yfir kristnitöku.29 í Svíþjóð tíðkaðist m.a. á sumum bæjum að heimilistré stæði sem birtingarmynd fyrir afkomu heimilismeðlimanna. I því mátti sjá vöxt og viðgang lífsins.30 Ekki er ólíklegt að trölls- lega stór tré erlendis kveiki sömu hugmyndir með- al fólks og bergið gerir hér á landi. Nú kemur þetta ekki heim og saman við þá mynd sem við höfum dregið af tröllum. Þau eru fremur verur sem standa fyrir dauða og ógn en vöxt og viðgang lífs. Eitt eiga verurnar þó sameig- inlegt en það atriði liggur í lífgæðingu náttúrunn- ar, í því sem nefnt hefur verið lífheildarhyggja (e. animism). Á meðan svartálfurinn virðist vera tré sem fær líf í limi sína á sér ákveðinn viðsnúningur stað í tilfelli tröllanna, þau tapa mætti sínum og verða að steini. Þar sem drepið hefur verið á mörgu í þessum kafla er nauðsynlegt að draga fram helstu hug- myndir til að gefa heildaryfirlit. Orðin jötunn, tröll og þurs hafa staðið fyrir sömu veruna en þau tvö síðastnefndu hafa fengið neikvæðari merk- ingu, líklegast fyrir kristnitöku á Islandi. Þannig virðist orðið þurs hafa falið í sér tilvísun til ein- hvers konar „ósiðlegra“ kynlífsathafna. Tröll vís- ar hins vegar, á ritunartíma Islendingasagna, til galdra með ýmsu móti. Þannig voru líkamar manna er reistir voru upp frá dauðum nefndir tröll en sú merking er í síðari tíma þjóðsögum bundin við drauga. Draugsmerkingin kemur einnig fram í Glóserum Páls Vídalíns. Orðið trölldómur virðist hafa verið samheiti orðsins fjölkynngi sem var refsivert athæfi samkvæmt lagasafni Grágásar og orsakasögnin trylla myndaði brú yfir í þessa and- samfélagslegu stöðu. Uppruni orðsins Ef litið er á uppruna orðsins tröll eru tvær skýring- ar öðrum líklegri. Annars vegar að orðið sé komið af <*truðla sem er skylt orðinu troða, samanber einnig orðin mara og martröð en hins vegar, sem mörgum þykir líklegra,31 að orðið tröll sé komið af <*truzla og er þá fjarskylt orðinu troða. Bæði orðin *truðla og *truzla eru hins vegar talin runnin 72

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.