Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 79

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 79
og að málfarsráðunautar ynnu ekki í kjötborðum stórmarkaða. Fólkið í sveitinni var klætt hvítum kyrtlum ofn- um úr fiðri hænsnfugla. Þau voru öll með sítt hár og stjörnur festar í það. Og svo þessar stóru bás- únur. Ég furðaði mig á því hvað konurnar voru sterkar að geta haldið þessum brassorgvélum á lofti allan þennan tíma, lag eftir lag. Þegar komið var að síðasta lagi fyrir hlé steig kona í silfruðum kjól til altaris. Hún var með glimmer í hárinu og það sló birtu af henni eins og tungli þar sem hún stóð gegnt sterkum ljóskastara. Hún sagðist ætla að lesa ljóðið Tilbrigði við sálm og að lúðrasveitin léki undir tónverk, inspírerað af ljóðinu. Hún gaf lúðrasveitinni merki. Sveitin upphóf lágværan og göldróttan seið. Og hún las: þegar guðlegri forsjón ferst að fylgja börnum sínum nema þá helst til grafar hlýtur að hafa liðið yfir guð að minnsta kosti ef þú horfir á okkur að ofan kristur eða einhver úr hinni helgu familíu sendu okkur þá eitthvað annað en eilífar hörmungar þegar þú kristur situr við hægri hönd pabba þíns (sem er í raun þú sjálfur) og lest ukeblad hlýtur þú að sjá neyðina kannski ertu of upptekinn af vídeóinu eða hangirðu í tölvuleikjum við finnum fyrir því hvað þú ert raunveruleikafirrtur þegar þú drepur börnin okkar þegar þú drepur foreldra okkar þegar þú drepur okkur sjálf er það satt kristur, að þú hafir hengt þig í rúmfötunum þínum þegar þú varst lokaður inni á Kleppi er það satt kristur, að þú hafir nagað á þér úlnliðina og látið þér blæða út þegar þú varst lokaður inni á kleppi eða var það einhver annar við uppgötvum svikin þegar maðkarnir sem hafa grafið sér leið inn í kistuna okkar veita okkur ekki guðlega fullnægingu með því að éta innyfli okkar ó heilagi guð, faðir þú ert örugglega farinn að rotna hafirðu einhverntíma verið til. Þegar lestrinum lauk steig hún aftur niður af altarinu en lúðrasveitin lék áfram og tónlistin varð sífellt háværari og óreiðukenndari. Háværari og háværari og leysist upp í allsherjarkaós sem end- aði snögglega. Mér dauðbrá þegar lagið endaði en þegar ég hafði náð mér og ætlaði að standa upp og ganga til sjoppunnar, sá ég að maðurinn sem var við hliðina á mér var ekki lengur afi minn heldur tómar umbúðir. Gráar, tómar, vistvænar umbúðir sem hægt væri að fleygja í ruslið. Ég tók umbúð- irnar í fang mér og bar þær út. Ég ætla ekki að lýsa því nákvæmlega hvernig mér leið en tilfinningar mínar voru blanda af smán og lítilsvirðingu. Nokkrum dögum seinna setti ég manninn sem hafði einu sinni verið afi minn í kassa og gróf hann við hlið konunnar sem hafði einu sinni verið amma mín. Það mætti enginn til gróðursetningar- innar nema ég og einfættur snjótittlingur. Þegar ég fór í afahúsið aftur var það aðeins tóm, fullt af minningum. Prjónarnir hans lágu við hlið- ina á bóndastólnum og ég tók þá upp og velti á milli fingra mér. Ég hafði látið húfuna sem afi hafði prjónað handa mér á höfuð hans. Hann gæti gripið hana með sér þegar hann ætti leið hjá. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.