Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 83

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 83
lund inní ódauðlegan kveðskap . Þannig áttu hirð- skáldin að tryggja arfsögnina. Þau tóku við hlut- verki söngskáldanna í sagnakvæðum Hómers. Forn hetjuskáldskapur íslenzkur minnir þannig mjög á skáldskap hómerskvæða, t.a.m. söngva Demodókusar í Odysseifskviðu, en þar segir m.a.: „... en þeim óförum hafa guðirnir valdið, og látið mönnum það tjón að hendi bera, svo slíkt gæti orðið að yrkisefni fyrir ókomna menn“, eins- og Alkinóus kemst að orði við Odysseif undir lok 8. þáttar kviðunnar. Það er þannig enginn leyndardómur hvar rætur íslendinga sagna liggja. Og af þessum rótum vex enn mikill skáldskapur. 6. Það er í andörlög sín sem íslenzka þjóðin, fátæk, forsmáð og fámenn, sótti það stolt og þá reisn sem hún taldi sér sæma og þessi örlög birtust henni í fornum sagnaskáldskap þar sem hún leitaði sér skjóls í grimmri og veðrasamri veröld. Þar voru hetjur hennar sem minntu á fyrirheitin miklu og þær bjuggu ekki í neinum torfkofum, heldur leit- uðu sér frægðar og frama með konungum. Og það var í list hetjunnar, skáldskapnum, fremur en vopnaburði og vígaferlum sem orðstír hennar lifði. Þeir sem gátu tryggt frægð konunga, og þar með ódauðlegan orðstír sjálfra sín, voru sú fyrir- mynd sem íslendingar tóku ástfóstri við öðrum fremur. í þeim upplifði fólkið þau eftirsóknar- verðu verðmæti sem mölur og ryð fá ekki grand- að. List andörlaganna einsog hún birtist í Egils sögu, þegar skáldhetjan yrkir jafnvel frá sér þung- bærustu sorg sína, var það vinarhús sem fátæk þjóð gat leitað til á hverju sem gekk. Þar gat hún upplifað þau verðmæti sem voru henni í blóð bor- in þrátt fyrir allt. Og þannig gat hún varðveitt arf sinn sem var öllu öðru dýrmætari og minnt á sig einsog stolt hennar og saga stóðu til. 7. Mér er til efs að ljóðið gegni lengur neinu sérstöku hlutverki einsog áðurfyr. Við lifum ekki á ljóð- rænum tímum ef svo mætti segja. Við erum fædd inní plast. Og umbúðirnar um líf okkar eru úr gerviefni. Fyrr á öldum nærðist fólk á goðsöguleg- um dæmisögum einsog við sjáum í hómerskviðum og biblíunni og ljóðlistin var í órofatengslum við þessa klassísku menningu sem birtist svo með sér- stæðum hætti í eddukvæðum og dróttkvæðum vís- um og konungakvæðum síðar. Konungakvæða- hefðin átti sér ekki sízt rætur í þeirri áráttu að konungar vildu láta mæra sig og í skáldskap átti nafn þeirra og orðstír að lifa. Við sjáum þetta einnig í hómerskviðum þar sem hetjurnar vildu láta syngja um sig í kvæðum og takmark þeirra var ekki sízt að eignast nafn einsog fyrr getur, en þessi árátta var ein helzta hvötin að íslenzkum miðalda- kvæðum þar sem konungarnir voru dýrkaðir, þótt ekki væri það með sama hætti og hómershetjur sem urðu helzt að vera guðlegar verur, eða að minnsta kosti af guðlegu ætterni. í kristinni menn- ingu var slík dýrkun einungis ætluð frelsaranum og fjölskyldu hans og svo helztu dýrlingum. En yngstu konungakvæðin studdust ekki síður en annar miðaldakveðskapur við goðsöguleg heiti og kenningar sem voru merkingarlaus ef menn skildu ekki goðsagnir ásatrúarmanna. Arfleifð þeirra hefur því lifað góðu lífi langt fram yfir kristnitöku einsog kristinn skáldskapur ber vott um, ef að er gætt. En þó má ætla að almenningur hafi verið vaxinn frá öllum slíkum vísunum þegar Islendinga sögur voru skrifaðar á 13. öld. En það leiftrar samt enn á þessi vörðubrot í skáldskap og vísunum sem lærðir rithöfundar kunna auðvitað skil á eitthvað fram eftir miðöldum. En þá mætti spyrja, voru þessi skáldverk ekki skrifuð fyrir almenning? Voru þetta einhverjar lærðra manna þrautir? Sjálfur hygg ég að þessar fornu skáldsögur hafi verið ætlaðar leikum jafnt sem lærðum, rétt eins og Innansveitarkronika. En það er augljóst mál að lesendur, óvanir táknlegum skáldskap, geta notið hennar ágætlega þótt þeim detti aldrei í hug að hún sé allegoría, eða táknsaga um það almættis- verk, að guð byggði kirkju í Mosfellsdal. Og mér er til efs að Halldór Laxness hafi ætlað henni annað hlutverk en það sem var honum takmark og leiðarljós í skáldverkum — að segja sögu eins vel og honum var frekast unnt. í samtölum okkar lagði hann enga áherzlu á táknlegt ætlunarverk Innansveitarkroniku, sagði þvert á móti að bók- menntafræðingar og gagnrýnendur væru alltaf að lesa út úr verkum sínum það sem þar stæði ekki. Það er svo annað mál að hver og einn hefur leyfi til að lesa út úr textanum það sem honum sýnist. En Kronikan fjallar fyrst og síðast um mannlífið í Mosfellsdal og innansveitarsagnir sem skáldið hlaut í arf; fjallræðufólk og hversdagshetjur. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.