Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 87

Mímir - 01.06.1996, Blaðsíða 87
gátu staðið eina eða hálfa aðra stund eftir atvikum. Annað hvert skipti, það er einu sinni í mánuði eða sex sinnum á vetri, snæddu menn síðan saman óbr- otinn kvöldverð og áttu kost á því að fá sér staup með matn- um. Þær æfingar sem þessi eft- irleikur fylgdi skýrðu stúdentar votæfingar en hinar þuræfing- ar. Mér er samt óhætt að full- yrða að vætan var svo í hófi höfð að þeir menn sem báru ríkissjóð sérstaklega fyrir brjósti áttu önnur miklu betri tækifæri en þarna gáfust til þess að efla hans hag. Hinu skal ekki neita að þess- ir litlu Heiðrúnardropar stuðl- uðu að fljótari kynnum og eðli- legri félagsskap. Þessar æfingar, þurrar sem votar, sóttu auk stúdentanna venjulega allir kennararnir og flestir eldri nemendur í íslenskum fræðum, kan- dídatar, meistarar og doktorar, og er ég þess full- viss að þær samvistir urðu okkur öllum mikils virði, engu síðurhinum eldri en hinum yngri. Og ef þær verða nú teknar upp að nýju vona ég að þar megi jafnan ríkja sami fræðilegur áhugi, félagsandi og prúðmennska sem best gerðist áður. Hvergi hefur því verið betur lýst hvers virði góður félagsskapur er bæði til andlegrar örvunar og heilbrigðrar sjálfsþekkingar en í þessari vísu í Hávamálum: Brandur af brandi brennur uns brunninn er. Funi kveikist af funa. Maður af manni verður af máli kunnur en til dælskur af dul. Hún mætti gjarnan vera kjörorð fyrir þessar rann- sóknaræfingar. Haustið 1951 var Sigurður Nordal skipaður sendi- herra Islands í Kaupmannahöfn og samtímis veitt leyfi frá að gegna prófessorsembætti. Síðan hafa rannsóknaræfingar ekki staðið í kennsluskrá. Til þess er nokkur saga sem þó er fyrir löngu tekin að gangast í munni og naumast seinna vænna að reyna koma henni nokkurnveginn óbrjálaðri til skila. Þrátt fyrir varfærnisleg orð Sigurðar Nordals hér að framan ber flestum sem enn muna saman um að drykkjuskapur á „votum“ æfingum þótti færast í aukana eftir að kom fram á stríðsárin á fimmta áratugnum, þegar Há- skólinn flutti úr Alþingishúsinu upp í nýbygginguna á Melunum, nemendum fjölgaði að mun og menn höfðu meira skotsilfur handa milli en á kreppuárunum. Æfingarnar voru um skeið haldnar á kennarastofu nýja hússins og Húsmæðrakennara- skólinn sá um veitingar eftir að hann fékk inni í norðurkjallara byggingarinnar haustið 1942. Háskólayfirvöld bönnuðu hins- vegar þetta samkomuhald eftir að stúdent nokkur braut gler- hurð á ganginum. Á næstu árum voru votu æfingarnar haldnar á ýmsum stöðum utan háskólans svo sem Félagsheimili verslunarmanna í Vonar- stræti 4, þar sem umhverfisráðuneytið er nú til húsa, Oddfellowhúsinu, Café Höll í Austurstræti, þar sem nú er Búnaðarbankinn, en undir lokin einnig á Gamla garði. Einn vandinn á þessum árum var nefnilega að finna húsnæði þar sem mönnum væri unnt að sjá sjálfir um veitingar svo ekki þyrfti að kaupa áfengi á veitingahúsaverði. Annað vandamál var að sumir stúdentar tóku smám saman að gera sér nokkuð dælt við prófess- ora og aðra virðulega eldri menn, gleymdu að þéra þá og höfðu jafnvel í frammi gagnrýni á kennsluaðferðir. Einkum voru margir stúdentar ósáttir við „uppskriftirnar". Þeir vildu ekki þurfa að sitja í hverjum fyrirlestri og skrifa upp sérhvert orð sem fram gekk af munni prófessorsins. Þeim fannst að prófessorar gætu að minnsta kosti dreift fjölrituðu yfirliti. Þessi gagnrýni beindist ekki síst að fyrrnefndum Steingrími J. Þorsteinssyni pró- fessor í íslenskri bókmenntasögu síðari alda, en sá góði maður var afar viðkvæmur fyrir þessari áreitni. Upp úr sauð á desemberæfingu árið 1950 sem haldin var á Café Höll. Um hana hafa orðið til þjóðsögur og er örðugt að henda nákvæmar reiður á því sem gerðist. Ljóst er þó að einn þeirra stúd- enta sem voru mjög ósáttir við uppskriftirnar lét Steingrím og fleiri heyra það með heldur ógæti- lega völdum orðum. Hann mun í reynd hafa sagt eitthvað á þá leið að með þessu fyrirkomulagi sætu stúdentar eins og diktafónar sem prófessorar læsu inn á. Þetta var án efa í ætt við það sem margir hugsuðu. Aðrir þóttust hafa heyrt hann 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.