Mímir - 01.06.1996, Page 88

Mímir - 01.06.1996, Page 88
segja að prófessorarnir væru sjálfir eins og dikta- fónar sem læsu stúdentum fyrir. Svæsnasta útgáf- an var samt sú að hann átti að hafa sagt við Stein- grím: „Þú ert nú ekkert annað en diktafónninn hans Sigga Nordal!“ Að lokinni þessari æfingu bauð Kristján Eldjárn þjóðminjavörður nokkrum viðstaddra heim til sín, en hann var þá nýfluttur í rúmgott húsnæði á jarðhæð hinnar nýju byggingar Þjóðminjasafns- ins. Meðal gesta Kristjáns voru helstu aðiljar þessa máls, Steingrímur, Sigurður Nordal og fyrr- nefndur stúdent. Sennilega hefur Kristján ætlað að reyna að sætta menn. Þar héldu samt einhverj- ar orðahnippingar áfram, en að því kom að stúd- entinn bar fram vissa afsökunarbeiðni við hina tvo. Þá á Steingrímur að hafa svarað efnislega og með ólítilli þykkju: „Það þýðir nú líklega ekki mikið að biðja diktafón afsökunar!“ Þar með var málið komið í hnút. — Þess má geta að Þórarinn Eldjárn var rúmlega ársgamall þegar þetta gerðist á heimili hans en hann skrifaði seinna þekkta smásögu sem heitir einmitt „Síðasta rannsóknar- æfingin“. Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum við Háskóla íslands, reyndi á næstu árum þrásinnis að fá rannsóknaræfingar teknar upp að nýju, en eng- inn prófessor treysti sér til að standa fyrir þeim eftir allt sem á undan var gengið. Menn höfðu við orð að „Nordal hefði borið gæfu“ til að stýra þeim en slíkt væri ekki á margra færi. Fyrir kom samt einu sinni eða tvisvar á þessu árabili að stúdentar og kennarar ásamt öðrum eldri mönnum úr fræð- unum hittust fremur óformlega, borðuðu og drukku saman í Naustinu uppi af einhverju tilefni. Það töldust þó ekki rannsóknaræfingar þar sem samkvæmið var enginn þáttur í kennslu. Haustið 1957 lét Sigurður Nordal af starfi sendi- herra og sneri heim 71 árs að aldri. Svo vildi til að ég var kosinn formaður Mímis sama haust. Sú hugmynd kom upp í stjórn félagsins að freista þess að fá öldunginn í lið til að endurvekja rannsóknar- æfingar. Það kom eðlilega í minn hlut að hafa samband við hann. Fyrir því kveið ég ákaflega. Allt frá barnæsku vestur í sveitum hafði Sigurður Nordal í mínum huga verið eitthvað órafjarlægt og allt að því þjóðsagnapersóna. Ég hafði aldrei séð manninn og hann hvarf af landi brott meðan ég var í menntaskóla. Loks herti ég upp hugann og hringdi í meistar- ann. Sá var ekki að tvínóna við hlutina þegar hann heyrði erindið, heldur bauð mér að koma í heim- sókn samdægurs. Mér brá, skeiðaði heim, fór í bað, klæddi mig í þokkaleg föt og þrammaði upp á Baldursgötu 33. Sigurður bauð mér inn og til sæt- is, bauð mér að reykja sem ég afþakkaði. „Kannski staup af ákavíti?" spurði hann þá. Því var ekki hægt að neita. Eftir það hvarf öll feimni við Sigurð, og nú ræddum við málið. Ljóst var að Sigurður gat ekki tekið rannsókn- aræfingar upp sem námsefni þar sem hann kenndi ekki lengur við Háskólann. Niðurstaðan varð því sú að stefna að því að Mímir og Félag íslenskra fræða boðuðu vota rannsóknaræfingu og legðu til fyrirlesara en Sigurður skyldi stýra samkomunni. Eftir nokkrar ráðagerðir milli stjórna félaganna var fyrsta rannsóknaræfingin í nýjum sið haldin 6. mars 1958. Hún hófst með fyrirlestri Jóns Samson- arsonar Mímisfélaga í 1. kennslustofu Háskólans þar sem hann fjallaði um efnið: „Var Gissur Þor- valdsson jarl yfir öllu íslandi?“ Erindi Jóns birtist sama ár í II bindi tímaritsins Sögu. Að því loknu var haldið í Tjarnarkaffi uppi í Oddfellowhúsinu, etið, sopið, rætt spaklega og sagðar sögur frá fyrri æfingum af Árna Pálssyni og fleirum. Hinar nýju rannsóknaræfingar héldu áfram sem sameiginlegt verkefni Mímis og Félags íslenskra fræða. Hinir síðarnefndu tóku þó smám saman meir og meir við stjórnartaumum en Mímisfélagar gegndu einkum hlutverki byrlara á æfingum og héldu sumir þeirra sjússaskrá göfugra manna. I fyrstu var reynt að halda í hefðina og hafa til skiptis votar og þurrar æfingar en fljótlega urðu hinar votu einar eftir. Oftast var haldin ein rétt fyrir jól en önnur nær sumarmálum líkt og lengst af hefur verið síðan. Ástæða er til að ítreka að rannsóknaræfingar þessar frá 1958 eru nokkuð annars eðlis en hinar eldri frá 1935 til 1950 því þær síðarnefndu voru formlega liður í kennslu á háskólastigi. Þótt hinar nýrri séu með líku sniði eru þær haldnar af félög- um stúdenta og eldri íslenskufræðinga en eru ekki á vegum íslenskudeildar Háskólans. Heimildir Árbók Háskóla fslands. Segulbandasafn Ríkisútvarpsins, DB 56. Fundargerðabók Félags íslenskra fræða. Þórarinn Eldjárn. Ofsögum sagt. Rv. 1981. Samtöl við ýmsa þátttakendur í rannsóknaræfingum frá 1935 til 1960. 86

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.