Mímir - 01.06.1996, Page 96
IVv íslertsk klassík
Einu skáldverkjóns Þorkelssonar Vídalíns Skálholts-
biskups 1698-1720 voru nokkur ljóðabrot á latínu.
Þó er hann talinn í hópi snjöllustu rithöfunda á íslenska
tungu, og einn örfárra manna sem íslensk alþýða hefur
gefið heiðurstitilinn meistari. Þar veldur öllu postilla hans,
sem ásamt Passíusálmum Hallgríms er eitt helsta listaverk
íslehdinga frá barokkskeiðinu.
Vídalínspostilla er safn húslestra sem lesnir voru alla
helgidaga ársins fyrir þá sem ekki komust til kirkju. Þetta
var fyrsta húslestrarbókin eftir íslenskan höfund, og var
Postillan einhver útbreiddasta bók á Islandi í hálfa aðra
öld. Ahrif hennar á málfar, stílkennd og lífsviðhorf
Islendinga verða seint ofmetin.
Húslestrarnir eru með nútímastafsetningu en við
frágang þeirra er fylgt sem nákvæmast frumútgáfunni frá
1718-20. Orðskýringar og athugasemdir fylgja hverjum
húslestri, og að lokum bókar eru skrár um atriðisorð, nöfn,
ritningarstaði og heimildarit. Lestrum meistara Jóns er
fylgt úr hlaði með ítarlegum inngangi um Postilluna og
höfund hennar eftir séra Gunnar Kristjánsson, sem ásamt
Merði Arnasyni íslenskufræðingi annast þessa nýju útgáfu.
Mál IMI og menning
Laugavegi 18, sími 552 4240
Síðumúla 7-9, sími 568 8577