Læknaneminn - 01.04.2018, Side 8

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 8
8 Á vö rp o g an ná la r 8 Kennslu- og fræðslumálanefnd Sigmar Atli Guðmundsson formaður Kennslu- og fræðslumálanefndar 2017-2018 Starfsárið 2017­2018 hefur líkt og fyrri ár verið viðburðarríkt hjá okkur í Kennslu­ og fræðslumálanefnd (KF). Að venju áttum við okkar föstu sæti á kennsluráðsfundum sem haldnir eru mánaðarlega. Heitasta umræðu­ efnið var líkt og fyrri ár endur skipulagning námsins en stór skref hafa verið tekin í ár í átt að áætluðum breytingum. Að þessu verkefni kemur einnig stjórn Félags læknanema (FL) og höfum við átt í góðum samskiptum við stjórn ina á yfirstandandi starfsári. Við sátum einnig, líkt og fyrr, deildarráðs­ og deildarfundi þar sem ýmis mál sem snúa að utanumhaldi læknadeildar voru rædd. Starfsárið hófst á því að skipta fyrsta árinu upp í hópa og útvega hverjum hópi einn til tvo nema af fimmta ári sem myndu gegna hlutverki eins konar leiðbeinenda (e. mentor) hópsins. Mentoraverkefninu er ætlað að veita fyrsta árs nemum samskiptaleið til reyndari nema hvað varðar hin ýmsu mál tengd (og ótengd) læknisfræði. Fulltrúar í KF hafa skipulagt hin ýmsu kennslu­ og fræðslutækifæri á árinu. Þeirra á meðal er hjartahlustunarvísó þar sem Axel F. Sigurðsson hjartalæknir kom og kenndi nemum hin ýmsu hjartahljóð og meiningu þeirra. Við stóðum einnig fyrir hinum árlega sérnáms fundi en á hann komu sérfræðingar úr fjöl breyttum sérgreinum og sögðu frá reynslu sinni af sérnámi á mismunandi stöðum. Einnig fengum við sérfræðinga til að kynna íslensk sérnámsprógrömm á þessum fundi. Fyrirlesarar voru Agnar Bjarnason, Birgir Briem, Dögg Hauksdóttir og Lárus Jónasson. Að auki kynnti Jón Magnús Jóhannesson fyrir komulag United States Medical Licensing Examination (USMLE) prófanna á sama fundi. KF skipulagði líkamsskoðunarkennslu en þar fengu annars árs nemar kennslu í líkamsskoðun frá fjórða árs nemum. Í ár tók KF einnig við stjórnartaumum á kennsluverkefni í lífefna­ og lífeðlisfræði þar sem nemar af fimmta og sjötta ári kenna annars árs nemum hin ýmsu kennsluefni úr áföngunum með aukinni klínískri tengingu. Í ár stóðum við fyrir BS kynningum þar sem BS nám erlendis og hérlendis var kynnt fyrir annars  og þriðja árs nemum. Að kynningunni komu nemar sem hafa gert BS verkefni sín ýmist hérlendis eða erlendis. Í samstarfi við heilsugáttarteymið héldum við fræðslukvöld um hin ýmsu „brögð“ heilsu­ gáttarinnar fyrir klíníska nema. Nám skeiðið var vel sótt og mikil ánægja með útkomuna af okkar hálfu og teljum við þörf á að gera þetta námskeið að árlegum viðburði. Að venju var hin stórskemmtilega Holsjár­ keppni haldin í vikunni fyrir árshátíðina. Hún gekk að venju vel fyrir sig og voru þáttakendur að sögn ánægðir með þraut ársins. Að þessu sinni átti að sauma þrjá sauma í „sjúkling“ með holsjá. Í ár var það Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir á sjötta ári úr liðinu Súkkulaðicysturnar sem sigraði á 2:14 mínútum, í öðru sæti var Salvör Rafnsdóttir á fimmta ári úr liðinu Dardanellasund á tím­ anum 2:56 mínútum og í þriðja sæti var Helga Þórunn Óttarsdóttir á fimmta ári úr liðinu Árni Johnsen á tímanum 3:15 mínútum. Á árinu styrkti Fastus skoðunarherbergið sívinsæla með gjöf á augn­ og eyrnasjá sem er mikil búbót í áhaldasafnið en her bergið hafa nemar nýtt við æfingar í líkams skoðun. Kunnum við Fastus miklar þakkir fyrir þennan styrk. Árinu hjá KF lýkur með áframhaldandi fundarstörfum og sem fyrr halda nemar eldri ára áfram með kúrsakynningar fyrir yngri nema. Einnig stefnum við að því að halda fræðslufund fyrir klíníska nema og kandídata um National resident matching program (NRMP) fyrir sérnám í Bandaríkjunum nú í lok skólaársins. Starfsárið hefur verið gífurlega skemmtilegt og hafa það verið mér sönn forréttindi að fara með formennsku þessa glæsilega hóps sem hefur leyst hvert verkefnið á fætur öðru með miklum glæsibrag. Að endingu vil ég fyrir hönd KF þakka kærlega fyrir starfsárið sem er að líða. Frá heilsugáttarkynningunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.