Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.04.2018, Blaðsíða 9
9 Á vö rp o g an ná la r 9 Ástráður Arna Kristín Andrésdóttir formaður Ástráðs 2017-2018 Undirbúningur fyrir 18. starfsár Ástráðs hófst sumarið 2017. Þá ákvað nýskipuð nefnd að fá Elínu Eddu Þorsteinsdóttur, þriðja árs nema í grafískri hönnun, til liðs við sig og hanna nýtt logo fyrir félagið. Ég held ég geti sagt að allir séu ánægðir með útkomuna ­ þó einhverjir eigi eflaust eftir að sakna grænu bolanna og Woody Allen. Auk þess þá voru bæði framhalds skóla­ og grunnskólafyrirlestrarnir yfir farnir og uppfærðir bæði með tilliti til inni­ halds og útlits fyrir komandi vetur. Líkt og fyrri ár var Ástráðsvika haldin í byrjun september í samstarfi við Læknadeild Háskóla Íslands. Tilgangurinn með vikunni er að fræða og undirbúa annars árs læknanema fyrir veturinn sem komandi táningafræðara. Í vikunni héldu fagaðilar og fulltrúar frá ýmsum samtökum erindi um kynheilbrigði, kynlíf, samskipti, ofbeldi og margt fleira. Í lok vikunnar var haldið á Snæfellsnes í hina marg­ rómuðu Ástráðsferð sem heppnaðist ljómandi vel þrátt fyrir leiðinlegt veður. Eftir þessa skemmtilegu viku tók alvaran við hjá annars árs nemunum. Þeir sjá um að heim sækja alla framhaldsskóla landsins og fræða framhaldsskólanemendur á fyrsta ári um kynheilbrigði. Um 150 fyrirlestrar voru haldnir eins og hefur verið síðustu ár. Síðastliðin ár hafa þriðja árs læknanemar heim sótt grunnskóla og félagsmiðstöðvar og haldið þar fræðslu í nafni Ástráðs. Meirihluti fyrirlestra fer fram á höfuðborgarsvæðinu en þetta starfsár höfum við fært út kvíarnar og haldið fyrirlestra á Akranesi, Selfossi og í Hvera gerði. Í ár voru haldnir 18 fyrirlestrar í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Eins og kunnugt er heldur Ástráður úti leyndó póstinum (leyndo@astradur.is) sem fjórða árs læknanemar í stjórn Ástráðs sjá um. Þar er tekið nafnlaust við spurningum sem brenna á ungmennum þjóðarinnar. Í nóvember hlaut Ástráður fræðslu­ og vísinda viðurkenningu Siðmenntar fyrir árið 2017. Fram kom í tilkynningu Siðmenntar að Ástráður hlyti viðurkenninguna fyrir „ötult og óþrjótandi starf við mikilvægt kynningarstarf um kynheilbrigði“. Jóhann Björnsson, for­ maður Siðmenntar, sagði læknanema hafa unnið óeigingjarnt starf í mörg ár. Viður­ kenningar, líkt og þessi, hvetja okkur til að halda starfinu áfram og gera enn betur. Ástráður tekur þátt í verkefni sem miðar að því að koma smokkasjálfsölum upp á einstaklings­ salernum í öllum framhaldsskólum landsins. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Embætti Landlæknis, Háskóla Íslands, Kynís og Halldór Jónsson ehf. Markmiðið með þessu verkefni er að auðvelda aðgengi að smokkum sem er jú eina vörnin gegn kynsjúkdómum. Það hefur verið venja að Ástráður haldi tvisvar á starfsárinu „hátíð“ sem kallast Kynhvöt (KYNningar­ og HVatningarkvöld Ötulla Táningafræðara). Því miður náðist ekki að halda Kynhvöt haustannar (I) í ár. Kynhvöt vorannar (II) er uppskeruhátíð vetrarins en þá eru þeir annars árs nemar sem halda flesta fyrirlestra á starfsárinu verðlaunaðir fyrir vel unnin störf. Þegar annáll er skrifaður hefur Kynhvöt II ekki farið fram. Ástráður hefur verið virkur í erlendu sam­ starfi á þessu starfsári. Sigríður Óladóttir, ritari Ástráðs, fór á ráðstefnu læknanema á Norður löndum (Federation of International Nordic Students’ Associations, FINO) helgina 9.–12. nóvember 2017 í Svíþjóð. Þemað var Migration and health og sótti hún fyrirlestra og tók þátt í hópumræðum um stöðu hinsegin fólks á flótta. Þórdís Ylfa, varaformaður Ástráðs, fór í lok febrúar á alþjóðlega ráð­ stefnu læknanema í Egyptalandi. Þar sótti hún námskeið og fyrirlestra tengda kynheilbrigði og alnæmi. Í lok mars héldu Edda Rún Gunnarsdóttir og María Rós Gústavs­ dóttir, með stjórnendur Ástráðs, á ráðstefnu The Northern European Co-operation of Sex Education Projects (NECSE) sem eru samtök læknanema frá Norður­Evrópu sem standa að kynfræðslu. Þemað í ár var frjósemi og getnaðarvarnir. Við í Ástráði erum ánægð með störf vetrarins og hlökkum til að sjá nýja stjórn halda áfram á sömu braut. Við teljum félagið vinna mikilvægt starf í þágu samfélagsins og viljum þakka öllum sem hafa stutt okkur og tekið þátt í starfinu öll þessi ár. Frá vinstri: Edda Rún Gunnarsdóttir, Stefán Már Jónsson, Hlynur Gíslason, Jón Tómas Jónsson, Oddný Brattberg Gunnarsdóttir, Guðrún Svanlaug Andersen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.