Læknaneminn - 01.04.2018, Page 22

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 22
R itr ýn t e fn i 22 þekkt í lífrænum sýrusjúkdómum (e. organic acidemias), göllum í fitusýruoxunarferli eða karnítínhringrásinni (e. carnitine cycle).7 Í slíkum tilvikum byggist rétt greining á klín­ ísku mati, mynstri asýlkarnítíns, mælingum á lífrænum sýrum í þvagi og amínósýrum í blóð vökva. Lágt karnítín getur einnig mælst í sjúkdómum með nýrnapíplu vanstarfsemi svo sem í Fanconi­heilkenni.16 Frum­ kominn karnítínskortur einkennist af sértæku tapi á karnítíni vegna stökkbreytingar í SLC22A5­geni. CPT1- og CPT2-skortur Við skort á CPT1 myndast ekki asýlkarnítín þannig að langar fitusýrur komast ekki inn í hvatbera til niðurbrots (sjá Mynd 2). Í lifur, vöðva og heila eru mismunandi ísóform CPT1 en hingað til hafa einungis fundist sjúkdóms valdandi breytingar í CPT1A í lifur. Yfir 20 stökkbreytingar í CPT1A­geni (Karnítín palmítóýl transferasi 1A geni, e. Carnitine palmitoyltransferase 1A) eru þekktar. CPT1­skortur erfist víkjandi en færri en 50 tilfelli hafa verið birt.20 Einnig hafa fundist tengsl á milli mildari stökkbreytingar í CPT1­geni og vöggudauða. Sú stökkbreyting er algeng hjá innfæddum meðal annars í Alaska, Kanada og Grænlandi.21 Kynjahlutföll CPT1­skorts eru jöfn en í helmingi tilfella eru foreldrar skyldir.22 Einkenni eru endurtekin blóðsykurföll í föstu án myndunar ketóna auk stækkaðrar lifrar með eða án bráðrar lifrarbilunar. Í rannsóknum geta lifrarensím verið hækkuð ásamt hækkuðu ammóníaki (50­250 μmól/L). Ólíkt OCTN2­ skorti mælist f­karnítín nánast alltaf óeðlilega hátt (45­160 μmól/L, eðlileg gildi eru 10­60 μmól/L) í CPT1­skorti.22 Meðferð felst í að forðast föstur og gefa kolvetnaríka fæðu sem inniheldur hátt hlutfall meðallangra (e. medium chain) fitusýra en þessar fitusýrur komast inn í hvatbera óháð karnítín­ferju.5 Skortur á CPT2 getur komið fram á marga vegu en einkenni fara eftir vefjadreifingu og aldri við upphaf einkenna. Yfir 40 stökk­ breytingar eru þekktar í CPT2-geni. Oft er talað um nokkur form CPT2­skorts. Eitt form greinist á aldrinum 6­20 ára. Algengt ein kenni er rákvöðvaleysing (e. rhabdomyolysis) eftir krefjandi líkamsrækt sem einkennist af vöðvaverkjaköstum, stífleika og hækkuðu mýóglóbúlíni í þvagi. Mikilvægt er að úti­ loka vöðvaáverka sem er algengasta orsök rákvöðva leysingar.23 Köstin getað varað frá nokkrum klukkustundum upp í margar vikur. Á milli kasta eru einstaklingar einkennalausir. Rákvöðvaleysingin getur valdið bráðri nýrnabilun, öndunarbilun (ef öndunarvöðvar eiga í hlut) og hjartsláttartruflunum. Sjaldnar getur fasta, fiturík máltíð, vægar sýkingar, hiti og lyf komið af stað kasti. Í köstum mælist hækkaður kreatínkínasi og lifrartransamínasar en þess á milli eru gildin eðlileg. F­karnítín getur mælst lækkað eða eðlilegt. Almennt eru þríglýseríð hækkuð í 20% einstaklinga og hjá 10% mælist kólesteról hækkað. Oft sést seinkuð myndun ketóna í föstu þó að einkennin séu sjaldnast blóðsykurfall án myndunar ketóna. Uppsöfnun fitu í vöðva­ frumum sést í 20% tilfella og til viðbótar getur sést vöðvarýrnun vegna dauða vöðvafrumna af týpu 1.22 Í bráðafasa þarf að koma í veg fyrir bráðan nýrnaskaða með því að stýra vökvagjöf og fylgjast með þvagútskilnaði. Rannsóknum ber ekki saman um gagnsemi lútunar (e. alkalization) þvags með NaHCO3 eða gjöf mannitóls til að auka þvagmyndun.24 Langtíma meðferð felst í að forðast krefjandi líkams rækt og föstu og borða kolvetna ­ ríkt fæði.5 Alvarlegri birtingarmynd sjúkdómsins getur greinst fyrir eins árs aldur og er stundum orsök ungbarnadauða. Þá geta sést endurtekin köst blóðsykurfalls án ketónmyndunar sem veldur dái og flogum ásamt stækkaðri lifur og bráðri lifrarbilun. Í helmingi tilfella fylgir hjartavöðvakvilli, ýmist stækkað hjarta (þykknun hjartavöðva eða víkkun hjartahólfa) eða hjartsláttartruflun (til dæmis vegna leiðslutruflana). Blóðprufur geta sýnt efnaskiptablóðsýringu (e. metabolic acidosis) og hækkuð gildi ammóníaks í blóði.22 F­karnítín mælist hlutfallslega lækkað miðað við gildi asýlkarnítíns.5 Enn alvarlegra formi CPT2­ skorts hefur verið lýst þar sem nýburar deyja stuttu eftir fæðingu eða fyrir eins mánaðar aldur. Upphaf einkenna eru talin vera í móðurkviði en þessi börn hafa oft fæðingargalla svo sem galla í vexti taugafruma og blöðrur á nýrum. Nýburarnir eru oft einkennalausir í nokkrar klukkustundir upp í nokkra daga en þá kemur fram öndunarbilun, hjartavöðvakvilli með leiðslu­ og hjartsláttartruflunum, auk floga af völdum blóðsykurfalls og stækkuð lifur. Algengt er að mæla hátt ammóníak (allt að 1800 μmól) og efnaskipta blóðsýringu.22 Stað­ setning stökkbreytinga í CPT2­geni virðast hafa áhrif á hvort að einstak lingar þrói með sér fullorðinsform sjúk dómsins eða greinist í frum bernsku. Ensím virkni CPT2 og mæling á oxun langra fitusýra getur einnig spáð fyrir um sjúkdómsmynd að einhverju marki.25 CACT-skortur Í kringum 50 einstaklingar í heiminum öllum hafa greinst með CACT­skort.26 Upphaf einkenna má rekja til föstu eða streitu eftir fæðingu. Algengustu einkennin eru blóðsykurfall án framleiðslu ketóna, hækkuð blóðgildi ammóníaks, óreglulegur Ónefnt prótín BBD-galli Lýsín N6-þrimeþýl-lýsín (TML) Ónefnt prótín Vatnsrof TML TMLD HTMLA TMABADTI + glýsín HTML TMABA BBD bútýróbetaín Karnítín TMLD-galli LIFUR, NÝRU OG HEILI Mynd 3. Myndun karnítíns. Karnítín er myndað úr lýsíni sem bætt er á ýmis prótín (kalmódúlín, mýósín, aktín, sýtókróm C og histón) eftir þýðingu (e. post-translational).34 Amínósýruleif lýsíns er föst við prótínin en hún er N-meþýleruð með meþýlhóp frá meþíónín. Við það myndast N6-þrímeþýl-lýsín (TML) leif sem er klofin frá prótínunum með vatnsrofi (e. hydrolysis). TML, fyrsta umbrotsefni karnítíns, er í raun myndað úr amínósýrunum lýsín og meþíónín. Hýdroxýl-hóp er bætt á TML af TML-díoxýgenasa (TMLD) og 3-hýdroxý-TML (HTML) er myndað. HTML aldólasi (HTMLA) klýfur HTML í 4-þrímeþýlamínóbútýraldehýð (TMABA) og glýsín. Vetni er síðan fjarlægt af TMABA og bútýróbetaín myndað. Að lokum bætir γ-bútýróbetaín díoxýgenasi (BBD) hýdroxýlhóp á bútýróbetaín og karnítín er myndað.34 Umbreyting bútýróbetaín í karnítín er hvatað af γ-bútýróbetaín díoxýgenasi (BBD) sem er aðeins að finna í lifur, nýrum og heila.3 Mynd teiknuð af Brynjari Örnu- og Guðnasyni og Aðalheiði Elínu Lárusdóttur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.