Læknaneminn - 01.04.2018, Side 23

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 23
R itr ýn t e fn i 23 hjartsláttur, öndunarstopp og stækkuð lifur.26 Í CACT­skorti mælist frítt karnítín hlutfallslega lágt miðað við asýlkarnítín líkt og í CPT2­skorti en bein mæling á virkni CACT í fibróblöstum eða erfðapróf þarf til að greina á milli.5 Dánartíðni fyrsta árið er 65%.26 Mildari sjúkdómsmyndir þar sem veikindi hefjast í föstu eða sýkingum og hita eru þekktar og eru einkenni þá blóðsykurfall og krampar í kjölfarið. Sjúkdómsgangur CACT­skorts er hraður og er alls óvíst að niðurstöður nýburaskimunar komi í tæka tíð til að hefja fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir skaða á taugakerfi. Meðferð felst í tíðum kolvetnaríkum matargjöfum og karnítínuppbót. Fita í fæðunni á að helst að vera á formi meðallangra fitusýra.5 Gallar í myndun karnítíns Karnítín er fyrst og fremst að fá úr kjöti, fisk og mjólkurvörum. Rautt kjöt inniheldur 155­ 592 μmól/100 g, fiskur 35 μmól/100g og hvítt kjöt 24 μmól/100g. Í grænmeti og ávöxtum er styrkur karnítíns nokkrum stærðargráðum lægri eða frá 0,006­0,08 μmól/100 g. Egg eru undantekning en þau innihalda einungis 0,075 μmól/100g af karnítín. Þá inniheldur aspas 1,21 μmól/100 g.27 Blandað vestrænt mataræði inniheldur 4­8 μmól/kg líkamsþyngdar en getur farið allt niður í <0,1 μmól/kg líkamsþyngdar á ströngu grænmetisfæði.28 Til viðbótar framleiðir mannslíkaminn um 1,2 μmól/kg af karnítíni á sólarhring.29 Kjötætur fá því allt að 75% af karnítíni úr fæðu á meðan einstaklingar á ströngu grænmetisfæði framleiða um 90% alls síns karnítíns. Styrkur karnítíns í blóði er marktækt lægri hjá grænmetisætum samanborið við kjötætur en það virðist ekki hafa klíníska þýðingu hjá heilbrigðum.29 Framleiðsluferli karnítíns (sjá Mynd 2) utan síðasta skrefsins (fram að bútýróbetaín) fer fram í flestum vefjum líkamans. Umbreyting bútýróbetaín í karnítín er hvatað af γ­bútýróbetaín díoxýgenasa (e. γ-Butyro- betaine Dioxy genase, BBD) sem finnst einungis í lifur, nýrum og heila og ef til vill í eistum.3 Styrkur karnítíns er engu að síður hár í flestum vefjum, frá 0,1 til nokkurra millimóla í líter, en hæstur er styrkurinn í hjartavöðva og rákóttum vöðvum.3 Fyrsta ensímið í myndunarferli karnítíns er N6­ þrímeþýl­lýsín­díoxýgenasi (e. N6-trimethyl- lysine-dioxygenase, TMLD) einnig þekkt sem þrímeþýllýsín hýdroxýlkljúfur epsilon (e. Trimethyl lysine Hydroxylase Epsilon, TMLHE) (sjá Mynd 3). Ólíkt öðrum ensímum í myndunarferlinu virðist TMLD vera staðsett í hvatbera en hin eru staðsett í umfrymi.30 Galli í TMLHE-geni, staðsett á X­litningi, sem skráir fyrir TMLD hefur verið tengdur við einhverfurófsröskun. Borin voru kennsl á arfstakan (e. hemizygous) einstakling með einhverfurófs röskun sem skortir táknröð (e. exon) 2 í TMLHE­geni og síðar var sýnt fram á að galli í TMLHE-geni er áhættuþáttur fyrir einhverfurófsröskun.31,32 Einu tilfelli hefur verið lýst af galla í BBOX1­geni (gamma­ bútýróbetaín hýdroxýlasa­geni, e. Gamma- Butyrobetaine Hydroxylase 1) sem veldur skorti á BBD, fyrsta ensíminu í myndunarferli karní tíns (sjá Mynd 3). Einkenni þess voru seinkaður málþroski, vaxtarskerðing, höfuð­ smæð (e. microcephaly) og fæðingargallar í andliti.33 Hvorki galli í TMLHE­geni eða BBOXI­geni ollu óeðlilega lágum blóðgildum karnítíns. Samantekt • Karnítín er mikilvægt fyrir flutning fitusýra inn í hvatbera. Það flytur langar fitusýrur til niðurbrots í hvatberum. Virkni þess er mikilvæg í föstu og án þess verður blóðsykurfall án framleiðslu ketóna. Sjúkdómar í karnítín efnaskiptum eru vegna ýmissa erfðagalla í flutningsferjum karnítíns og ensímum sem koma að tengingu karnítíns við langar fitusýrur. • Frumkominn karnítínskortur er algengur í Færeyjum. • Helstu einkenni eru blóðsykurfall án myndunar ketóna, stækkuð lifur og hjartavöðvakvilli. Sjúkdómurinn getur valdið skyndidauða. Sumir eru einkennalausir allt lífið, aðrir með væg einkenni þreytu og vöðvaverkja. • Mæling lifrarensíma, ammóníaks, frís karnítíns og asýlkarnítína gefur vísbendingu um undirliggjandi orsök. Greining er staðfest með erfðaprófi. • Meðferð er karnítínuppbót við frumkominn karnítínskort og að forðast langar föstur og krefjandi líkamsrækt. Í bráðafasa er dextrósi gefinn í æð. Í alvarlegri birtingamynd eru reglulegar kolvetnaríkar matargjafir ráðlagðar með fitu á formi meðallangra fitusýra. • Skammtar: Levókarnítín 100­200 mg/ kg á dag (að hámarki 2 g) í þremur skömmtum um munn. Þakkir Sérstakar þakkir fá Leifur Franzson fyrir upplýsingar og gagnlegar ábendingar við yfirlestur handrits og Brynjar Örnu­ og Guðnason fyrir myndvinnslu. Heimildaskrá 1. Ezgu F. Chapter Seven ­ Inborn Errors of Metabolism. In: Makowski GSBT­A in CC, ed. Vol 73. Elsevier; 2016:195­250. doi:https://doi. org/10.1016/bs.acc.2015.12.001. 2. Oddason KE, Eiríksdóttir L, Franzson L, Dagbjartsson A. Fenýlketónúría á Íslandi. Læknablaðið. 2011;6(97). http://www. laeknabladid.is/tolublod/2011/06/nr/4237. 3. Bremer J. Carnitine­­metabolism and functions. Physiol Rev. 1983;63(4):1420­1480. doi:10.1146/annurev.nu.06.070186.000353. 4. Vishwanath VA. Fatty Acid Beta­Oxidation Disorders: A Brief Review. Ann Neurosci. 2016;23(1):51­55. doi:10.1159/000443556. 5. Longo N, di San Filippo CA, Pasquali M. DISORDERS OF CARNITINE TRANSPORT AND THE CARNITINE CYCLE. Am J Med Genet C Semin Med Genet. 2006;142C(2):77­85. doi:10.1002/ajmg.c.30087. 6. Rebouche CJ. Kinetics, pharmacokinetics, and regulation of L­Carnitine and acetyl­L­carnitine metabolism. In: Annals of the New York Academy of Sciences. Vol 1033. ; 2004:30­41. doi:10.1196/ annals.1320.003. 7. El­Hattab AW, Scaglia F. Disorders of carnitine biosynthesis and transport. Mol Genet Metab. 2015;116(3):107­112. doi:https://doi. org/10.1016/j.ymgme.2015.09.004. 8. Koizumi A, Nozaki JI, Ohura T, et al. Genetic epidemiology of the carnitine transporter OCTN2 gene in a Japanese population and phenotypic characterization in Japanese pedigrees with primary systemic carnitine deficiency. Hum Mol Genet. 1999;8(12):2247­2254. doi:10.1093/hmg/8.12.2247. 9. Magoulas PL, El­Hattab AW. Systemic primary carnitine deficiency: An overview of clinical manifestations, diagnosis, and management. Orphanet J Rare Dis. 2012;7(1). doi:10.1186/1750­1172­7­68. 10. Steuerwald U, Lund A, Rasmussen J, Janzen N, Hougaard D, Longo N. Neonatal Screening for Primary Carnitine Deficiency: Lessons Learned from the Faroe Islands. Int J Neonatal Screen. 2017;3(4):1. doi:10.3390/ijns3010001. Framhald af heimildalista greinarinnar er að finna á bls 136.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.