Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 26

Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 26
R itr ýn t e fn i 26 verið frá hálsmænu verður að útiloka það með bráðri myndrannsókn, oftast segulómun. Það eru ekki til afgerandi rannsóknir sem geta staðfest greininguna.7 Rannsókn á mænu vökva getur reynst vel til þess að útiloka mismuna­ greiningar. Í mænuvökva getur sést hækkun á próteinum en í 50% tilvika er mænuvökvinn enn eðlilegur fyrstu vikuna. Hins vegar hækka prótein í mænuvökva í 90% tilvika í lok annarrar viku eftir upphaf einkenna. Því er ekki hægt að nota mænuvökva til að staðfesta eða útiloka GBS greiningu, sérstaklega ef hann er tekinn í upphafi.14,15 Sé hins vegar sýnt fram á hækkandi prótein í mænuvökva þá er það hjálplegt við greiningu. Tauga­ og vöðvarit eru gagnleg til þess að ákvarða um hvernig gerð GBS sé að ræða, til dæmis AMAN eða AIDP. Einnig getur tauga­ og vöðvarit sýnt taugakvilla á stöðum þar sem klínísk einkenni hafa ekki enn komið fram.6,14 Svo kallaðar F­bylgjur eru hjálplegar við grein­ ingu GBS. Hefðbundnar taugamælingar sýna leiðni yst (e. distal) í taugum. F­bylgjur gefa hins vegar upplýsingar um nær læga leiðni taug anna og þær eru stundum lengdar við GBS. Meðferð Sjúklingar með GBS þurfa góða almenna meðferð og eftirlit. Einn mikilvægasti hluti af meðferð þessara sjúklinga er náið eftirlit með lífsmörkum og öndunargetu. Sjúklingar sem versna hratt, þurfa öndunaraðstoð, eru með kyngingarerfiðleika og mikla áhættu á ásvelgings lungnabólgu eða miklar truflanir í ósjálf ráða taugakerfinu geta þurft að leggjast inn á gjörgæslu.4 Þar að auki þarf ávallt að hafa í huga að beita fyrirbyggjandi meðferð við djúpbláæðasegum.16 Hjá sjúklingum sem geta ekki gengið er ábending fyrir blóðvökva­ skiptum (e. plasmapheresis, PE) eða gjöf IVIg. Helst þarf að hefja meðferðina innan tveggja vikna frá upphafi einkenna. Það er ekki víst hvort þessi meðferð gagnist sjúklingum sem hafa mildari sjúkdóm.4 Sterameðferð er ekki gagnleg í GBS17 andstætt því sem við gætum haldið. Í sumum tilvikum versnar sjúklingum áfram þrátt fyrir meðferð.14 Langtímahorfur Horfur eru meðal annars tengdar aldri, alvar­ leika sjúkdóms í upphafi og hvort sjúklingur hafi haft niðurgang áður en einkenni komu fram.4,14 Meðferð snemma í sjúkdómsferlinu bætir horfur og minnkar mögulega líkur á að varan legar skemmdir verði á taugafrumum.4 Þrátt fyrir IVIg eða PE meðferð gátu 20% sjúklinga sem voru með alvarlegt form GBS ekki gengið eftir 6 mánuði.18 Þreyta eftir GBS er algeng en 60­80% sjúklinga kvarta undan mikilli þreytu í kjölfar GBS. Þjálfun bætir horfur og minnkar þreytu.4 Því er mikilvægt að sjúklingar fari í endurhæfingu eftir að veik­ indin eru að mestu staðin yfir. Samantekt Tilfellið hér að ofan lýsti nokkuð klassískum gangi Guillain­Barré heilkennis. Konan veiktist af C. jejuni tveimur vikum fyrir upphaf einkenna. Fyrstu einkennin voru dofi og mátt minnkun sem ágerðist hratt á nokkrum dögum. Við skoðun fundust ekki sinaviðbrögð í neðri útlimum sem er einkennandi fyrir GBS. Það voru ekki hækkuð prótein í mænuvökva en hann var eðlilegur á öðrum degi frá upphafi einkenna. Ef mænuvökvinn hefði verið tekinn seinna væru líkur á því að prótein hefðu verið hækkuð. Þrátt fyrir að AMAN sé algengari í kjölfar C. jejuni sýkingar var konan ekki með þá undirgerð GBS. Greiningin var skjót, vel var fylgst með sjúklingi með tilliti til öndunar­ bilunar og fékk hún IVIg fyrsta sólar hringinn en það gæti hafa átt hlut í góðum bata. Tilfelli birt með samþykki sjúklings og birting tilkynnt persónuvernd. Tafla II. Yfirlit yfir einkenni GBS.4 Vaxandi máttleysi í höndum og fótleggjum Sinaviðbrögð hverfa eða minnka Hátt prótein í mænuvökva Einkenni þróast frá 12 klst upp í 4 vikur, yfirleitt innan tveggja vikna Væg skyneinkenni Áhrif á heilataugar Truflanir í ósjálfráða taugakerfinu Verkir, helst í baki Tafla III. Mismunagreiningar GBS.4 Löskun á mænu (e. spinal lesion) CIDP Purpuraveiki (e. porphyria) Barnaveiki Lömunarveiki Taugakvilli vegna lyfja Fjöltaugamein vegna krónískra veikinda Eitrun af völdum þungmálma Truflarnir í efnaskiptabúskap (blóðkalíumlækkun, lágt fosfat, hátt magnesíum, blóðsykurlækkun) Vöðvaslensfár (e. myasthenia gravis) Húð og vöðvabólga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.