Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 29

Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 29
R itr ýn t e fn i 29 innviði vantar fyrir starfhæfa legháls­ krabbameins leit og há tíðni er bæði af HPV og HIV sýkingum. Um 86% allra legháls­ krabbameina og um 88% allra dauðsfalla vegna sjúkdómsins eiga sér stað í þróunarlöndunum.5 Leghálsinn er oftast um 2­4 cm á breidd og 3­4 cm á lengd. Hann gengur niður úr leg­ bolnum og opnast í leggöngin.1 Leghálsinn er klæddur þekjufrumum af tveimur gerðum, flögu þekju að utan og kirtilþekju að innan. Stað urinn þar sem þessar tvær gerðir mætast, við op leghálsins, kallast umbreytingarsvæði (e. transformation zone) en þaðan eiga flest legháls krabbamein uppruna sinn.6 Frumu­ breytingar eru forstigs breytingar legháls­ krabbameina en breytingarnar geta verið í flögu þekjunni, kirtil þekjunni eða í báðum gerðum.6 Mikilvægt er að átta sig á því að frumu breytingar eru ekki krabbamein en geta verið undanfari þess ef þær ganga ekki til baka. Þeim er skipt upp í þrjár gráður eftir alvarleika og áhættunni á að þróast í krabbamein en þróun frá frumubreytingum yfir í krabbamein tekur yfirleitt mörg ár.7 Verulegar líkur eru á að frumubreytingar af gráðu I gangi til baka og því nægir að endurtaka frumustrok eftir 6­12 mánuði. Frumubreytingar af gráðu II og III eru oftast meðhöndlaðar með keiluskurði þar sem áhættan á þróun í krabbamein er talsvert meiri.8 Keiluskurður er einföld aðgerð þar sem frumubreytingar eru fjarlægðar. Við aðgerðina minnkar hættan á krabbameini til muna án þess að hafa áhrif á frjósemi konunnar.9 Orsakir og áhættuþættir Leghálskrabbamein orsakast af veiru sem nefnist HPV (e. human papilloma virus) og smitast við kynmök.1 Allt að 80% allra kvenna, sem eru kynferðislega virkar, smitast af HPV einhvern tímann á lífsleiðinni.10 HPV er nauðsyn leg en ekki nægjanleg forsenda krabba meina í leghálsi. Eftir HPV­smit getur veiran valdið virkri sýkingu í leghálsi en í lang flestum tilvikum nær ónæmis kerfið að vinna á sýk ingunni og losa sig við hana. Þegar það tekst ekki verður veirusýkingin þrálát og getur að lokum valdið frumubreytingum.9 Fundist hafa 120 undirtegundir HPV, þar af 40 sem geta sýkt slímhúðir kynfæra.11 Þessum undir tegundum er skipt upp í tvo flokka; há­áhættu og lág­áhættu. HPV 16 og HPV 18 eru há­áhættu veirur og valda um 50% allra hágráðu frumubreytinga og allt að 70% leghálskrabbameina.9 Áhættuþættir fyrir leghálskrabbamein teng­ jast áhættunni að fá HPV­sýkingu og því að hafa ekki tekið þátt í legháls krabbameinsleit.9 Hættan á því að smitast af HPV er tengd fjölda rekkju nauta, ungum aldri við fyrstu kyn mök og að hafa fengið aðra kyn sjúkdóma eins og klamydíu eða herpes.6,10,11 Eftir að HPV­smit á sér stað eru ýmsir þættir sem auka líkurnar á því að veiru sýking þróist út í frumu breytingar og jafnvel krabbamein. Mikilvægasti áhættu­ þátturinn er ónæmisbæling af völdum lyfja eða sjúkdóma líkt og HIV. Reykingar eru einnig þekktur áhættuþáttur fyrir leghálskrabbamein af flöguþekjugerð.12­14 Á seinustu árum hefur þekking á HPV­ sýkingum aukist til muna og vegna þessa var hægt að þróa bóluefni gegn veirunni. Frá árinu 2011 hefur öllum stelpum í 7. bekk á Íslandi staðið til boða bólusetning með Cervarix® með því markmiði að fyrir­ byggja krabbamein í leghálsi.15 Bólu­ efnið Cervarix® gefur langtímavörn gegn sýkingu af völdum HPV 16 og 18 og einnig einhverja vörn gegn HPV 31 og 33 þó hún sé mun minni.16 Árið 2016 kom á markað nýtt bóluefni, Gardasil®9, sem gefur vörn gegn fleiri HPV eða alls níu veirum og er í dag talið besta bóluefnið til forvarnar legháls­ krabbameini. Það veitir því vörn gegn enn fleiri há­áhættu HPV­veirum, líkt og HPV 31 og 33, en einnig veirum eins og HPV 6 og 11 sem valda kynfæravörtum.17 Einkenni, greining og vefjagerð Algengast er að leghálskrabbamein séu einkenna laus til að byrja með en þegar einkenni koma fram eru þau oftast tiltölulega ósértæk og gjarnan tengd óeðlilegri útferð eða blæðingum svo sem milliblæðingum eða blæðingum eftir sam farir.1 Greining legháls­ krabbameins er oftast fengin eftir sýnatöku frá leghálsi eða keilu skurði sem framkvæmdur er vegna meintra frumu breytinga eða Mynd 1. FIGO-stigun leghálskrabbameins19 IA1 ≤4 cm >4 cm IA2 IA IIA IIIA IVA IIIB IVB IIB IB1 IB2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.