Læknaneminn - 01.04.2018, Side 31

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 31
R itr ýn t e fn i 31 af estrógen­seytandi æxlum í eggjastokkum eða vegna fárra eða engra egglosa eins og gerist til dæmis í fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (e. polycystic ovary syndrome, PCOS).32 Auknar líkur á legbolskrabbameini hafa einnig verið tengdar við snemmbúnar fyrstu tíða­ blæðingar, síðkomin tíðahvörf, ófrjósemi og að hafa aldrei fætt barn.35­37 Sykursýki, háþrýstingur og hreyfingarleysi eru einnig áhættu þættir en þó er ekki ljóst hvort það séu sjálfstæðir áhættuþættir eða einungis fylgi fiskar offitunnar.2,7 Konur með sögu um brjósta krabbamein sem hafa fengið meðferð með lyfinu tamoxífen eru í aukinni áhættu á að fá legbolskrabbamein þar sem lyfið hefur estrógen­áhrif á legslímuna.38,39 Almennt eru erfðaþættir ekki mikilvægir hvað varðar legbolskrabbamein en undir 5% tilfella eru talin vera erfðatengd og þá oftast tengd arfgengu ristil­ og endaþarmskrabbameini (e. hereditary nonpolyposis colon cancer syndrome, HNPCC) sem gengst einnig undir nafninu Lynch­heilkenni.32,40 Einkenni Óeðlilegar blæðingar er langalgengasta ein­ kenni legbolskrabbameins og þá fyrst og fremst blæðingar hjá konum eftir tíðahvörf. Hins vegar geta breytingar á blæðingamynstri hjá konum fyrir tíðahvörf einnig verið fyrstu einkenni legbolskrabbameins, þó um sé að ræða ósértækt einkenni sem getur stafað af ýmsum öðrum orsökum.32 Sjaldnar eru fyrstu einkennin útferð eða verkir.33,41,42 Sumar konur eru einkennalausar og greinast vegna þykkrar legslímu á leggangaómskoðun. Stundum greinast konur einnig fyrir til­ viljun í kjölfar legnáms vegna annarra kvilla þar sem krabbameinið kemur í ljós við meinafræðirannsókn eftir aðgerð.41 Greining Þegar kona leitar til læknis vegna einkenna sem gætu bent til legbolskrabbameins þarf að taka nákvæma kvensjúkdómafræðilega sögu; til dæmis upplýsingar um fjölda fæðinga, blæðingasögu, ófrjósemi eða PCOS og hvort saga sé um ofvöxt í legslímunni. Upplýsingar um lyfjanotkun skal einnig skrá, ekki síst notkun hormóna, getnaðarvarnarpillu og tamoxí fens. Að auki skal taka almenna heilsufars sögu og þá sérstaklega með tilliti til offitu, sykursýki, háþrýstings og sögu um krabba mein í ristli, eggjastokkum og/eða brjóstum. Einnig skal spyrja út í fjölskyldu­ sögu um krabbamein.43,44 Eftir sögutöku skal gera skoðun á grindarholi til þess að útiloka sjúkdóm í skapabörmum, leggöngum og leghálsi.32,43 Þreifa skal leg og yfir eggja­ Tafla II. FIGO-stigun legbolskrabbameins.54 I Æxlið bundið við legbol IA Æxli bundið við slímhúð eða innvöxtur í minna en helmingsþykkt vöðvalagsins IB Innvöxtur í helmingsþykkt vöðvalagsins eða meira II Æxlið gengur niður í bandvef leghálsins III Staðbundin dreifing á æxlinu IIIA Æxlið er vaxið í yfirborð legs (e. serosa), eggjastokka og/eða eggjaleiðara IIIB Æxlið nær niður í leggöng og/eða út í vefinn í kringum legið (e. parametrium) IIIC Meinvörp í grindarholseitla og/eða í eitla við ósæð (e. para-aortic) IIIC1 Meinvörp í grindarholseitlum IIIC2 Meinvörp í eitlum við ósæð með/án meinvarpa í grindarholseitlum IV Æxlið vex inn í þvagblöðru og/eða garnir og/eða fjarmeinvörp IVA Æxlið vex inn í þvagblöðru og/eða garnir IVB Fjarmeinvörp, þar með talin í kviðarhols­ og/eða náraeitlum (e. inguinal lymph nodes) Mynd 2. FIGO-stigun legbolskrabbameins32 IA II IIIC IA IIIA IVA IB IIIB IVB
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.