Læknaneminn - 01.04.2018, Side 34

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 34
R itr ýn t e fn i 34 Mælt er með fyrirbyggjandi aðgerð þar sem eggjastokkar og eggjaleiðarar eru fjarlægðir við 40 ára aldur eða þegar kona er tveimur árum yngri en aldur yngsta þekkta tilfellis af eggjastokkakrabbameini í fjölskyldunni (Elísabet A. Helgadóttir, LSH, munnleg heimild, júní 2018) . Stigun Krabbamein í eggjastokkum, eggjaleiðurum og lífhimnu eru stiguð í fjögur stig við grein­ ingu. Krabbamein er á stigi I sé það enn bundið við eggjastokka eða eggjaleiðara. Hafi sjúkdómurinn dreift sér utan eggjastokka og eggjaleiðara en er þó enn bundinn við grindarhol telst hann vera á stigi II. Á stigi III hefur sjúkdómur dreift sér um kviðarhol og á stigi IV eru komin fjarmeinvörp.84 Hvert stig hefur svo nákvæmari undirflokka (sjá Töflu IV).84 Flest ífarandi þekjufrumukrabbamein greinast á stigi III eða um helmingur tilfella. Um fjórðungur greinist á stigi I og um 12­15% á stigum II eða IV.66,74 Aðra sögu er þó að segja af jaðaræxlum en þar greinast 70­90% á stigi I.77,85 Meðferð Skurðaðgerð er í flestum tilfellum fyrsta og mikil vægasta meðferð krabbameins í eggja ­ stokkum, eggja leiðurum og lífhimnu. Ábend­ ing er fyrir aðgerð hjá öllum sjúklingum með eggjastokka krabbamein óháð vefja gerð og stigi nema aðrar heilsufars legar ástæður mæli gegn því.86 Markmið aðgerðar er að fjar lægja allan æxlisvöxt, fá vefjagreiningu og meta stig sjúkdóms.86 Fyrir aðgerð skal fram­ kvæma myndgreiningar rannsóknir til að meta æxlisdreifingu og meinvörp og mæla upphafs­ gildi CA125 til að meta svörun við meðferð.87 Aðgerðir eru oftast gerðar með kviðarhols­ opnun (e. laparotomy) en sé æxlisvöxtur ekki mikill eða dreifður er kviðarholsspeglun (e. laparoscopy) einnig möguleiki.88 Í flestum tilfellum eru eggja stokkar, eggleiðarar, leg og netja (e. omentum) fjarlægð auk alls sjáanlegs skurðtæks æxlisvaxtar. Sé kona þó með sjúkdóm á stigi IA og óskar þess að viðhalda frjósemi er möguleiki að fjarlægja annan eggjastokk og –leiðara.87 Einnig getur komið fyrir að ekki sé hægt að fjarlægja allan æxlisvöxt vegna samvaxta eða annarra orsaka.87 Magn þess æxlisvaxtar sem eftir verður í lok aðgerðar hefur marktæk áhrif á lifun sjúklinga og því er mikilvægt að fjarlægja öll sjáanleg æxli eins og kostur er.74,89­92 Hjá sjúklingum með illkynja þekjufrumu­ sjúkdóm á stigi III eða IV tekur tvíþátta lyfja­ meðferð samsett af einu platínum­lyfi og einu taxene­lyfi við eftir aðgerð. Undantekning er þó gerð sé sjúklingum ekki treyst í slíka meðferð og er þá oft gefin einþátta meðferð með platínum­lyfi. Þau lyf sem oftast eru notuð eru lyfin carboplatín og paclitaxel (Taxol®).93,94 Þau eru gefin í bláæð á þriggja vikna fresti, oftast í sex skipti. Reynist krabbameinið vera á stigi I eða II hafa þættir eins og vefjagerð og gráða æxlisvaxtar áhrif á hvort þörf er á lyfjameðferð eftir aðgerð og hvaða meðferð er valin.94 Eru þá stundum gefnir færri lyfjaskammtar en hjá konum með lengra genginn sjúkdóm.95 Oftast er ekki þörf á lyfjameðferð eftir aðgerð hjá konum með jaðaræxli af stigi I eða II en sé sjúkdómur lengra genginn er lyfjameðferð gjarnan veitt.77 Ýmsar nýjungar í lyfjagjöf hafa komið fram á undanförnum árum. Hlutfall sjúklinga sem fær lyfjameðferð fyrir aðgerð (e. neo adjuvant therapy) hefur farið vaxandi að undan förnu en rannsóknir sýna að hjá ákveðnum hópi sjúklinga geti meðferð með krabbameins­ lyfjum fyrir aðgerð aukið líkur á að brottnám alls æxlis heppnist.94,96,97 Þetta á aðallega við þá sjúklinga sem eru með mikinn æxlisvöxt í kviðarholi við greiningu og ólíklegt þykir að brottnám alls æxlisvaxtar takist. Síðustu ár hafa ýmis líftæknilyf komið inn í meðferð eggjastokkakrabbameins. Ber þar hæst að nefna bevacizumab (Avastin®) og PARP­hemla (e. poly-ADP-ribose polymerase inhibitors). Bevacizumab er einstofna mótefni gegn vaxtarþáttum æðanýmyndunar (e. Tafla IV. FIGO-stigun krabbameins í eggjastokkum, eggjaleiðurum og lífhimnu.84 I Æxli bundið við eggjastokka eða eggjaleiðara IA Æxli í öðrum eggjastokk eða eggjaleiðara, hjúpur eggjastokks órofinn, enginn æxlisvöxtur á yfirborði eggjastokka eða eggjaleiðara og engar krabbameinsfrumur í kviðarholsskolvökva IB Æxli í báðum eggjastokkum eða eggjaleiðurum en uppfyllir annars sömu skilyrði og IA IC Æxli í öðrum eða báðum eggjastokkum/eggjaleiðurum ásamt einhverju eftirfarandi: IC1 Rof á eggjastokk í aðgerð IC2 Rof á hjúp eggjastokks fyrir aðgerð eða krabbameinsvöxtur á yfirborði eggjastokka eða eggjaleiðara IC2 Krabbameinsfrumur í kviðarholsskolvökva II Æxli bundið við grindarholið: Æxli í öðrum eða báðum eggjastokkum/eggjaleiðurum með dreifingu í grindarhol eða frumlífhimnukrabbamein (e. primary peritoneal cancer) bundið við grindarhol IIA Dreifing til legbols og/eða eggjaleiðara og/eða eggjastokka IIB Dreifing í annan vef í grindarholi. III Æxlisdreifing utan grindarhols en innan kviðarhols: Æxli í öðrum eða báðum eggjastokkum/eggjaleiðurum með dreifingu í lífhimnu utan grindarhols, lífhimnukrabbamein utan grindarhols eða meinvörp til aftanskinueitla (e. retroperitoneal lymph nodes) IIIA1 Meinvarp til aftanskinueitla eingöngu IIIA2 Smásæ æxlisdreifing í lífhimnu utan grindarhols með eða án meinvarpa til aftanskinueitla IIIB Stórsæ lífhimnumeinvörp utan grindarhols, 2 cm eða minni í mesta þvermál með eða án meinvarpa til aftanskinueitla IIIC Stórsæ meinvörp í kviðarholi, stærri en 2 cm í mesta þvermál með eða án meinvarpa til aftanskinueitla IV Fjarmeinvörp utan lífhimnu IVA Krabbameinsfrumur í fleiðruvökva IVB Meinvörp í starfsvef (e. parenchyma) kviðarholslíffæra eða meinvörp utan kviðarhols þar með taldir náraeitlar og eitlar utan kviðarhols
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.