Læknaneminn - 01.04.2018, Side 42

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 42
Fr óð le ik ur 42 Inngangur Blóðnatríumlækkun er skilgreind sem styrkur natríum í sermi (s­Na+) <135 mmól/l og kemur fyrir í 15–20% bráðainnlagna á sjúkra­ hús. Hún er því algeng en einnig mikil væg þar sem blóðnatríumlækkun eykur lengd sjúkrahúsdvalar, dánartíðni og fylgikvilla. Þrátt fyrir þetta er greining og meðferð blóðnatríum lækkunar um margt ábótavant. Sú stað reynd að blóðnatríumlækkun kemur fyrir hjá mörgum mismunandi sjúklingahópum og er þar með sinnt af mismunandi sérfræði­ greinum gerir nálgun hennar erfiða. Flókið getur verið að greina orsakir blóðnatríum­ lækkunar og er meðferð einnig fjölbreytileg. Því er mikilvægt að aðgengilegar séu skýrar verklagsreglur varðandi greiningu og meðferð blóðnatríumlækkunar. Evrópsku samtökin um gjörgæslu lækningar (e. European Society of Intensive Care Medicine, ESICM), Evrópsku samtökin um innkirtlafræði (e. European Society of Endocrinology, ESE) og Evrópsk samtök um kjörmeðferð nýrnasjúkdóma (e. European Renal Best Practise, ERBP) hafa tekið saman klínískar leiðbeiningar og byggja klínískar leiðbeiningar Landspítala að mestu á þeim.1 Einnig voru ráðleggingar sérfræðinga sem birtust í The American Journal of Medicine metnar og margt sem lítur að greiningar sértækri meðferð er fengið úr þeirri grein.2 Að auki var stuðst við Handbók í lyflæknisfræði.3 Flokkun blóðnatríumlækkunar Blóðnatríumlækkun er flokkuð í samræmi við alvar leika (sjá Töflu I), tímalengd (sjá Töflu II) og einkenni (sjá Töflu III). Auk þess er blóðnatríum lækkun flokkuð á grunni osmóla­ þéttni í sermi og á rúmmáli utanfrumu vökva. Greining blóðnatríumlækkunar Við greiningu á blóðnatríumlækkun er gott að fara eftir flæðriti (sjá Mynd 1). Mikilvægt er að hefja strax rannsóknir til að komast að orsök lækkunarinnar. Um leið og sjúklingur greinist með blóðnatríumlækkun ætti því að senda nýtt blóðsýni til að mæla styrk natríum í sermi (s­Na+) og osmólaþéttni í sermi (s­Osm). Ekki er hægt að bæta mælingu á osmólaþéttni í sermi við eldri blóðprufu. Mikilvægt er að taka þvagsýni á sama tíma og blóðprufa er tekin og mæla þar með styrk natríum í þvagi (þ­Na+) og osmólaþéttni í þvagi (þ­Osm). Tryggja ætti að þessi sýni séu send í vinnslu sem fyrst til að greining liggi fyrir að bráðameðferð lokinni. Blóðnatríumlækkun getur verið van­, jafn­ eða ofþrýstin. Ef mæld osmólaþéttni í sermi er  undir 275 mOsm/kg er alltaf um að ræða vanþrýstna (e. hypotonic) blóðnatríumlækkun sem kölluð er sönn blóðnatríumlækkun. Eðli leg osmólaþéttni í sermi liggur milli 275 mOsm/kg og 300 mOsm/kg og kallast það jafn þrýstin (e. isotonic) blóðnatríumlækkun. Of þrýstin (e. hypertonic) blóðnatríumlækkun hefur osmóla þéttni í sermi yfir 300 mOsm/kg. Virk osmól eru efni sem að frumuhimnur eru ekki gegndræpar fyrir og valda því osmó­ tískum áhrifum, það er tilfærslu vatns frá umfrymi frumna til utanfrumuhólfs (utan­ frumu vökva). Þetta eru efni svo sem manni­ tól, glýsín og glúkósi og geta þau valdið blóðnatríum lækkun sem mælist jafn­ eða of þrýstin. Við leiðréttingu á þessum þáttum hækkar styrkur s­Na+ þar sem osmótískur halli minnkar og minna af vökva fer frá um­ frymi yfir í utanfrumu hólf. Við greiningu blóðnatríum lækkunar er því mikilvægt að mæla glú kósa í sermi og leiðrétta styrk s­Na+ ef glúkósi er hækkaður. Fyrir hverja hækkun á styrk glúkósa um 5,5 mmól/l umfram gildið 5,5 mmól/l lækkar styrkur s­Na+ um hér um bil 2,4 mmól/l. Einnig geta verið til staðar óvirk osmól sem valda því að osmólaþéttni í sermi mælist hækkað en blóðnatríumlækkunin er í raun sönn. Hægt er að mæla styrk óvirkra osmóla í sermi svo sem þvagefni (e. urea), laktat og alkóhól. Eins getur gervingur (e. artifact) á rannsóknar stofu valdið sýndarblóðnatríum­ lækkun til dæmis mik ið magn þríglýseríða, kólesteróls og próteina. Heilkenni óviðeigandi seytingar á þvagstemmuvaka Heilkenni óviðeigandi seytingar á þvag­ stemmu vaka (e. syndrome of inappropriate anti- diuresis, SIAD) er útilokunargreining. Ýmsir þættir geta valdið SIAD til dæmis lyf, krabba­ mein, taugasjúkdómar og sýkingar. Ef osmóla­ þéttni í þvagi er yfir 100 mOsm/kg, natríum­ Blóðnatríumlækkun Greining og meðferð Þóra Soffía Guðmundsdóttir læknir Rakel Ingólfsdóttir læknir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.