Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 46

Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 46
Fr óð le ik ur 46 Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um hægðatregðu, með áherslu á lyf sem geta valdið slíkum einkennum og meðferð hennar með lyfjum og skyldum vörum. Hægðatregða er algengt vandamál hjá einstak­ lingum á öllum aldri og tíðnin eykst með hækkandi aldri.1 Í Bristol töflunni eru dæmi um við mið þegar meta skal heilbrigði hægða (sjá Mynd 1).2 Þá getur útlit hægða skipt máli ef greina þarf þær nánar og rétt líkamsstaða er talin mikilvæg fyrir árangursríka hægðalosun (sjá Mynd 2).3 Þegar vandamál koma upp varðandi hægðir getur það skert lífsgæði einstak linga verulega og truflað athafnir daglegs lífs. Ef ekki er brugðist við einkennum í tíma geta þau orðið alvarleg og langvinn með tilheyrandi óþægindum og auknum kostnaði til dæmis á formi lyfjameðferðar eða annarra inngripa, aukinnar heilbrigðisþjónustu og inn­ lagnar á sjúkrahús. Almenn einkenni hægðatregðu eru harðar hægðir, erfiðleikar við hægðalosun og lengdur tími milli hægðalosunar. Það getur verið einstaklings bundið hversu oft hægðalosun á sér stað en miðað er við að það líði ekki meira en þrír dagar á milli þeirra.3 Ástæða hægðatregðu og það hversu fljótt einkenni koma fram getur verið tengt aldri, lífsstíl (til dæmis fæðuval, vökvainntaka og hreyfing), undirliggjandi sjúkdómum og notkun lyfja. Þröskuldurinn er oft lægri hjá öldruðum, sérstaklega ef hreyfing er í lágmarki og inntaka fæðu er ekki fjölbreytt eða takmörkuð.1 Meðferð við hægðatregðu felur í sér almennar ráðleggingar varðandi breytingar á lífsstíl, skynsamlegt lyfjaval og notkun hægðalosandi lyfja. Oft er hægt að leysa úr málum heima en leita skal læknis ef almenn ráð hafa ekki skilað árangri, einkenni vara í meira en tvær vikur, kviðverkir eru slæmir eða blóð er í hægðum. Mikil vægt er að greina undirliggjandi orsök hægða tregðu, sérstaklega ef almenn ráð og hefð bundin meðferð með hægðalosandi lyfjum skila ekki árangri.4­6 Strax við ávísun lyfs með hægðatregðu sem þekkta aukaverkun er skynsamlegt að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum. Ef lyf veldur munnþurrki eða þvagtregðu er líklegt að sama lyf geti einnig valdið hægðatregðu. Almennt séð geta eftirfarandi lyf valdið hægðatregðu og er lyfjalistinn alls ekki tæmandi (sjá Töflu I).6­8 Algengi og tíðni hægðatregðu getur þó verið mjög mismunandi eftir lyfjum og lyfjaflokkum.9 Áður en meðferð með hægðalosandi lyfjum er hafin er mikilvægt að fara yfir lífsstíl og koma með tillögur að viðeigandi breytingum eftir þörfum. Þá er lykilatriði að taka nákvæma lyfjasögu. Ef lyf er talið orsaka hægðatregðu er nauðsynlegt að yfirfara lyf* sjúklings og endurmeta hvert lyf fyrir sig Hægðatregða Lyfjatengd vandamál og meðferð Þórunn K. Guðmundsdóttir klínískur lyfjafræðingur á Landspítala og klínískur lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands Type 2 Type 1 Type 3 Type 4 Type 5 Type 6 Type 7 Pylsulaga, mjúkur og sléttur Trefjaskortur Algjörlega fljótandi Pylsul ga, mjúkur og sléttur – Trefjaskortur Algjörlega fljótandi Mynd 1. Bristol hægðaskema *Lyf samkvæmt ávísun læknis (lyfseðill), lyf keypt án lyfseðils, náttúrulyf, náttúruvörur, vítamín og fæðubótarefni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.