Læknaneminn - 01.04.2018, Side 50
Fr
óð
le
ik
ur
50
Taro er 24 ára gamall maður sem býr með
foreldrum sínum í litlu einbýlishúsi í útjaðri
Tókýó. Herbergið hans er á annarri hæð og
hefur hann eytt síðustu fimm árum að mestu
innan veggja herbergisins. Hann hefur nánast
ekkert farið út fyrir herbergið megnið af þeim
tíma. Faðir hans starfar sem millistjórnandi hjá
stóru fyrirtæki og er mikið að heiman. Móðir
hans er húsmóðir og hefur að mestum hluta
séð um uppeldi barnanna, þrif, eldamennsku
og heimilisbókhaldið. Litla systir Taro sem er
17 ára er önnum kafin að undirbúa sig fyrir
inntökupróf í háskóla og einnig hefur hún
verið að æfa tennis.
Taro sefur fram eftir degi og vaknar síð
degis. Þegar hann er vakandi er hann að
vafra á internetinu, spila tölvuleiki og lesa
teiknimyndasögur. Hann hefur ekki farið í bað
í nokkrar vikur. Móðir hans eldar fyrir hann
mat sem hún ber fram á bakka og setur fyrir
framan herbergið hans. Hann borðar alltaf einn
inni hjá sér. Í herberginu hans er allt í drasli,
þar er fullt af tómum snakkpokum, dósum og
flöskum, mangabókum og tölvuleikjum. Taro
var lagður í einelti á efri árum grunnskóla en
bekkjarfélagar hans hunsuðu hann vísvitandi
og leyfðu honum ekki að vera með. Honum
gekk lengst af vel í námi en hann hætti að
mæta vel í framhaldsskóla þar sem honum
gekk illa félags lega. Vegna lélegrar mætingar
féll hann að lokum úr framhaldsskóla og
í kjöl farið fór hann að halda sig meira og meira
inni í herberginu sínu. Nú stígur hann ekki út
úr herberginu sínu nema til þess að baða sig
stöku sinnum og nota klósettið. Þau fáu skipti
sem hann fer út úr húsi er það um miðja nótt
þegar lítið er um manna ferðir. Hann á enga
vini, er ekki í vinnu og er algjörlega óvirkur
í félags legum samskiptum. Hann hefur varla
talað við foreldra sína síðustu þrjú árin. Hann
verður reiður og sparkar í veggi þegar móðir
hans hvetur hann til þess að koma út úr
herberginu sínu. Ástandið hefur valdið öðrum
fjölskyldu meðlimum miklum áhyggjum
og kvíða auk þess að vera foreldrum hans
fjárhagsleg byrði.
Ofangreint tilfelli er skáldað af greinar
höfundi en byggist á mörgum sjúkratilfellum
og lýsingum á fólki sem fellur undir fyrirbærið
hikikomori. Hugtakið er vel þekkt meðal
fræðimanna og almennings í Japan og hefur
á síðustu árum komið fram á Vesturlöndum en
það er ólíklegt að hugtakið hikikomori hringi
bjöllum hjá Íslendingum.
Í stuttu máli er hikikomori hugtak sem
notað er yfir fólk sem hefur dregið sig í hlé
félagslega og einangrar sig í lokuðu rými,
oftast herbergi eða íbúð, í að minnsta kosti sex
mánuði. Hikikomori heilkennið (e. Hikikomori
syndrome) er ekki eiginleg geðgreining sem
finna má í greiningarskilmerkjum DSM5
eða ICD10. Japanska ríkið hefur haft ofan
greinda skilgreiningu til viðmiðunar þegar
rætt er um hikikomori.1 Nýlega settu Teo og
Graw fram tillögu um greiningarskilmerki
fyrir DSM5 sem má sjá í Töflu I.2
Orðið hikikomori kemur af sögninni
„hikikomoru“ sem þýðir bókstaflega „að toga
inn“, „að loka sig af inni í rými“ eða „að draga
sig í hlé“. Orðið var fyrst notað í Japan þegar
verið var að þýða heitið félagsleg ein angrun
(e. Social Withdrawal) sem kemur fyrir sem
eitt af einkennum þunglyndis og geð klofa í
greiningarskilmerkjum DSMIII. Á japönsku
var það beinþýtt sem „Shakai-teki hikiko mori“
og var síðar stytt í daglegu tali sem hikikomori.3
Árið 2010 kom út faraldsfræðirannsókn á
vegum ríkisstjórnar Japans um hikikomori.
Þá kom í ljós að um 696.000 einstaklingar
í Japan á aldrinum 1539 ára féllu undir
skilgreiningu hikikomori að einu eða öllu leyti.
Gerð var sambærileg rannsókn árið 2016 en
þá kom í ljós að fjöldi þeirra sem féllu undir
sömu skilgreininguna á hikikomori hafði
lækkað niður í 541.000 manns. Ástæðan
fyrir þessari lækkun í tíðni er líklega sú að
þær faraldsfræðirannsóknir sem hafa verið
gerðar um hikikomori á vegum japönsku
ríkisstjórnarinnar telja ekki með þá sem
eru eldri en 39 ára. Í könnuninni sem gerð
var árið 2010 voru 23.7% þeirra sem voru
hikikomori á aldrinum 3539 ára. Því er hægt
að áætla að könnunin sem var gerð árið 2016
hafi ekki náð til þess hóps sem komin er yfir
þessi aldurstakmörk. Hækkandi aldur þeirra
sem eru með hikikomori er orðinn áberandi
í samfélaginu í Japan. Eins og fyrr segir er
langalgengast að þeir sem hafa lokað sig af
inni í herbergjum sínum búi í foreldrahúsum.
Með hækkandi aldri þeirra sem eru hikikomori
hækkar einnig aldur foreldra þeirra. Það hefur
færst í aukana að foreldrar sem komnir eru
vel yfir sjötugsaldurinn lendi í líkamlegum,
and legum og fjárhagslegum erfiðleikum sem
tengjast aðstæðum barna sinna sem eru hikiko-
mori. Ekki er mikill kynjamunur á hikiko mori
en um sex af hverjum tíu sem eru hikikomori í
Japan eru karlmenn.4
Ein af þeim spurningum sem vakna oft í
tengslum við umræður um hikikomori er
hvort þetta fyrirbæri sé einstakt fyrir japanskt
samfélag eða hvort það fyrirfinnist í öðrum
löndum. Þegar fyrst var talað um hikikomori
þá var mikil áhersla lögð á að þetta væri
sérjapanskt vandamál og þekktist ekki í öðrum
löndum. Fræðimenn í Japan og annars staðar
í heiminum álitu að það væri eitthvað sérstakt
í uppbyggingu japansks samfélags og eitthvað
menningarbundið sem ýtti undir það að ungt
fólk tæki þá ákvörðun að loka sig inni og slíta
tengsl við umhverfið.3 Á undanförnum árum
hefur hugtakið hikikomori þó orðið þekktara í
öðrum löndum en Japan og árið 2012 gerðu
Kato et al. könnun á meðal heilbrigðisstofnana
Hikikomori
Anna María Toma
læknanemi á fimmta ári 2017-2018
Halldóra Jónsdóttir
sérfræðingur í geðlækningum og yfirlæknir á
bráðageðdeild