Læknaneminn - 01.04.2018, Page 57

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 57
Fr óð le ik ur 57 Þegar hefja skal líkamsskoðun er mikilvægt að upplýsa sjúklinginn, fá samþykki og vera fag legur í handbrögðum og nærveru. Gæta skal almenns hreinlætis, til dæmis með því að spritta hendur, og hafa skal í huga verkja­ og ógleðisstillingu ef einkenni eru slæm svo skoðun geti farið fram. Nýru Nýrun eru vel falin aftarlega í kviðarholi og að hluta til á bak við neðstu rif. Það getur því verið erfitt að gera sértæka skoðun á nýrum. Hins vegar getur létt bank með lokuðum hnefa yfir nýrnastað, nánar tiltekið aftan til í hæð við tólfta rif og hliðlægt við réttivöðva hryggjar (lat. musculus erector spinae), gefið ýmsar vísbendingar. Ef bankið leiðir til áberandi verkja getur það bent til sýkingar, bólgu eða þenslu á nýra. Bein þreifing á nýra er gerð með tveggja handa tækni (sjá Mynd 1). Hægt er að þreifa stækkun, hnúta og eymsli með þessari aðferð en hafa skal í huga að kviðmikla einstaklinga getur verið erfitt að meta. Hægt er að færa nýrun neðar með djúpri innöndun til að hjálpa til við þreifingu. Við hlustun umhverfis naflastað er hægt að greina slagbilsóhljóð sem getur bent til þrenginga í slagæðum til nýrna. Önnur almenn einkenni nýrnabilunar er einnig vert að merkja svo sem bjúg á fótum, klórför vegna kláða, marbletti og fleira. Einnig skal líta eftir örum eftir fyrri aðgerðir á kvið. Þvagblaðra Þvagblaðran liggur í grindarholinu og er yfirleitt ekki þreifanleg ofan lífbeins nema að hún sé full. Þegar um þvagteppu er að ræða er því oft hægt að banka út mörk blöðrunnar ofan lífbeins sem getur gefið vísbendingu um yfirfulla blöðru. Lýsa má stærð blöðrunnar með fingurbreiddum ofan lífbeins sem getur náð allt upp að nafla í einstaka tilvikum. Gott er að staðfesta yfirfulla blöðru með ómun ef slíkt tæki er fyrir hendi. Neðri kviðverkir eru algengir hjá sjúklingum með sjúkdóma í þvagblöðru ásamt ofantöldum neðri þvagvegaeinkennum. Mikilvægt er því að þreifa kviðinn vel og leita eftir eymslum eða fyrirferð um neðanverðan kvið ofan lífbeins. Í sumum tilvikum er gerð tveggja handa þreifing á þvagblöðru (sjá Mynd 2) til að meta hvort æxlisvöxtur í þvagblöðru sé vaxinn yfir í önnur aðliggjandi líffæri. Slík skoðun er oft gerð í svæfingu og felur í sér þreifingu um endaþarm hjá körlum en um leggöng hjá konum. Með þessu móti er hægt að meta hvort þvagblaðran sé föst við önnur líffæri en þá er ólíklegt að meinið sé skurðtækt. Blöðruhálskirtill Blöðruhálskirtillinn er skoðaður með þreifingu um endaþarm. Um mikilvæga skoðun er að ræða sem verður því miður oft útundan enda þykir hún ansi persónuleg. Þegar þreifing er gerð með faglegum hætti og af öryggi eru flestir sjúklingar sáttir. Læknanemar ættu alls ekki að forðast þessa skoðun heldur frekar reyna að öðlast sjálfstraust í henni sem fyrst. Æfingin skapar meistarann! Áður en skoðunin er framkvæmd er því mikilvægt að lýsa hvernig hún fari fram og af hverju hún er gerð. Gæta skal hreinlætis, fá samþykki og bjóða upp á að hafa þriðja aðila með, til dæmis hjúkrunarfræðing. Hafa skal sjúklinginn í vinstri hliðarlegu og biðja hann um að reka hné upp að brjósti líkt og í fósturstellingu. Fleiri stellingar eru einnig mögulegar (sjá Mynd 3). Rasskinnar eru næst aðskildar og endaþarmsop skoðað með tilliti til sára, fyrirferða, gyllinæða eða fistla. Vel smurður vísifingur er næst færður inn um opið og taka skal eftir hringvöðvaspennu samtímis. Endaþarmur er þreifaður með tilliti til eymsla og fyrirferða. Næst er blöðruhálskirtillinn þreifaður en hann liggur fram á við eða í klukkustefnu tólf (sjá Mynd 1. Tveggja handa þreifing á nýra Mynd 2. Tveggja handa þreifing á æxli í þvagblöðru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.