Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 85

Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 85
Sk em m tie fn i o g pi st la r 85 Ísland Verðandi foreldri öðlast fullan rétt til fæðingarorlofs úr Fæðingarorlofssjóði að uppfylltum tveimur skilyrðum: Í fyrsta lagi verður það að hafa unnið samfellt í sex mánuði á vinnumarkaði innanlands. Í öðru lagi þá þarf það að skila inn umsókn um fæðingarorlof eigi síðar en sex vikum fyrir settan fæðingardag barns. Réttur foreldra til fæðingarorlofs fellur niður við 24 mánaða aldur barns. Mæðraorlof er þrír mánuðir, óframseljanlegt. Mæður eru skyldugar til að taka fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu barns í orlof en að öðru leyti er orlofstími valfrjáls. Feðraorlof er þrír mánuðir, óframseljanlegt. Sameiginlegt orlof er þrír mánuðir sem foreldrar barnsins geta skipt að vild sín á milli. Greiðslur í fæðingarorlofi nema 80% af meðaltali heildarlauna foreldris, meðaltal launa 6­18 mánuðum fyrir fæðingu barns. Greiðsla er aldrei lægri en tæpar 172.000 ISK og aldrei hærri en 520.000 ISK ef foreldrið er í fullri vinnu.16­17 Bandaríkin Mismunandi reglur eru fyrir hvert fylki Bandaríkjanna en þau byggja öll á lögum frá 1993, Family and Medical Leave Act (FMLA). FMLA tryggir að konur eigi rétt á tólf vikna ólaunuðu orlofi fyrsta árið eftir barnsburð svo lengi sem þær vinna hjá fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn. Mjög breytilegt er á milli fyrirtækja og fylkja hvernig fæðingarorlofsrétti er háttað og því þarf að skoða hver réttur verðandi foreldra er í hverju tilviki fyrir sig. Fjögur fylki í Bandaríkjunum hafa lögbundið launað foreldraorlof (e. paid family leave) en þau eru: Kalifornía, New Jersey, New York og Rhode Island. Washington fylki hefur samþykkt áætlun um launað fæðingarorlof en vegna vandræða með fjármögnun orlofsins hefur það ekki gengið eftir.1­3 Bretland Verðandi foreldri öðl ast fullan rétt til fæð ingar orlofs að upp fylltum þremur skilyrðum: Í fyrsta lagi verður það að hafa unnið samfellt í 26 vikur fram að 15 vikum fyrir settan fæðingardag. Í öðru lagi verður það að tilkynna vinnuveitanda þungun 15 vikum fyrir settan fæðingardag. Í þriðja lagi verður það að hafa að lágmarki 116 pund (rúmlega 16.000 ISK) á viku í tekjur. Mæðraorlof samanstendur af: • Hefðbundnu mæðraorlofi (e. ordinary maternity leave), 26 vikur eftir fæðingu barns. • Viðbættu mæðraorlofi (e. additional maternity leave), 26 vikur eftir fæðingu barns. Mæðraorlof telur því samtals 52 vikur eftir fæðingu barns. Mæður eru skyldugar til að taka tvær vikur af mæðraorlofi beint eftir fæð ingu barns en afgangur mæðraorlofs er valfrjáls. Feðraorlof (e. paternity leave) er ein til tvær vikur sem verður að taka samfellt og því þarf að ljúka fyrir 56 daga aldur barns. Sameiginlegt orlof er ef móðir kýs að taka ekki allt mæðraorlof sitt þá getur faðir barns nýtt eftirstöðvar mæðraorlofsins (e. shared parental leave). Feður geta tekið yfir mæðraorlof ef móðir hefur snúið aftur til vinnu eða hún hefur ákveðið lokadag fæðingarorlofs. Faðir þarf að klára orlofið fyrir tólf mánaða aldur barnsins. Yfirtaka mæðraorlofs skerðir ekki feðraorlofið. Greiðslur fást fyrir feðraorlof og 39 vikur af mæðraorlofi. Greiðslur í mæðraorlofi skiptast í tvennt: Fyrstu sex vikur mæðraorlofs er greitt 90% af vikulegum meðaltekjum. Fyrir vikur 7­39 er greitt að hámarki rúm 145 pund (rúmlega 20.000 ISK) eða 90% af vikulegum meðaltekjum móður, greidd sú upphæð sem er lægri. Greiðslur í sameiginlegu orlofi eða feðraorlofi eru að hámarki rúm 145 pund (rúmlega 20.000 ISK) eða 90% af vikulegum meðaltekjum verðandi foreldra, greidd er sú upphæð sem er lægri.4­6 Danmörk Verðandi foreldrar öðlast fullan rétt til fæðingar orlofs að upp fylltum tveimur skil yrðum: Í fyrsta lagi að hafa unnið í Danmörku í að minnsta kosti 13 vikur fyrir fæð ingu barns. Í öðru lagi verður að tilkynna vinnu veitanda tíma bil fyrir hugaðs fæðingar orlofs að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir settan fæðingardag. Mæðraorlof samanstendur af: • Þungunarorlofi (d. graviditetsorlov), 4 vikur fyrir settan dag. • Mæðraorlofi (d. barnselsorlov), 14 vikur eftir fæðingu barns. Móður ber skylda til að taka tvær vikur í beinu framhaldi af fæðingu barnsins. Því næst er móður boðið upp á að taka 12 vikna mæðra orlof í framhaldi tveggja skylduvikna. Ef þessar 12 vikur eru ekki teknar í framhaldi skylduvikna þá falla þær niður. Feðraorlof (d. fædreorlov) er tvær samfelldar vikur eftir fæðingu barns, þær þarf að taka áður en barn nær 14 vikna aldri. Sameiginlegt orlof felst í því að hvort foreldri á rétt á aukalegu 32 vikna foreldraorlofi (d. forældreorlov) það er 64 vikur. Aðeins er greitt fyrir 32 af 64 vikum. Foreldrar ráða hvernig þeir skipta greiðslum sín á milli (fyrir þessar 32 vikur). Réttur til sameiginlegs foreldraolofs gildir þar til barnið er níu ára. Greiðslur fást fyrir mæðraorlof, feðraorlof og sameiginlegt orlof (32 af 64 vikum). Greiðsla nemur mest 4.300 DKK (rúmlega 74.000 ISK) á viku. Greiðslan reiknast út frá tímalaunum, greidd eru full tímalaun upp að hámarki rúmar 116 DKK (rúmlega 1.900 ISK). 7­9 Dönsk vinnuvika er 37 klukkustundir. Holland Verðandi foreldri öðlast fullan rétt til fæðingar orlofs að upp fylltum tveimur skilyrðum: Í fyrsta lagi að hafa unnið í Hollandi í að minnsta kosti 1 ár. Í öðru lagi þá verður að tilkynna vinnuveitanda fyrirhugað tímabil fæðingarorlofs með að minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara. Mæðraorlof samanstendur af: • Þungunarorlofi (h. zwanagerschapsverlof), 4­6 vikur fyrir settan fæðingardag. • Fæðingarorlofi (h. bevallingsverlof), 10­12 vikur eftir fæðingu barns. Mæðraorlof er að minnsta kosti 16 vikur. Þungunarorlof er leyfilegt að nýta frá sex vikum fyrir settan fæðingardag barns en skylda er að taka þungunarorlof fjórum vikum fyrir settan fæðingardag barns. Ef valið er styttra þungunarorlof eða barn fæðist fyrir tímann þá yfirfærast dagar frá þungunarorlofi yfir á fæðingarorlof. Fæðingarorlof eftir fæðingu barns er að minnsta kosti 10 vikur (að viðbættum ónotuðum vikum frá þungunarorlofi). Ef fæðing barns dregst fram yfir settan fæðingardag þá bætast þeir dagar við fæðingarorlof án skerðingar. Taka verður þungunar­ og fæðingarorlofið samfellt. Feðraorlof (h. vaderschapsverlof) saman­ stendur af tveimur fulllaunuðum dögum* og valfrjálsum þremur ólaunuðum dögum sem verður að taka á fyrstu 4 vikum eftir fæðingu barns. Greiðslur fást fyrir alla daga fæðingarorlofs beggja foreldra. Hámarksgreiðslur eru tæpar 204 evrur á dag (rúmlega 26.000 ISK) sem eru reiknaðar út frá árstekjum síðasta árs deilt með 261 vinnudögum. 10­15 *Fyrirhugað er að feðraorlof lengist upp í fimm daga árið 2019 og upp í 5 vikur á 70% launum árið 2020.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.