Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 85
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
st
la
r
85
Ísland
Verðandi foreldri
öðlast fullan rétt til
fæðingarorlofs úr
Fæðingarorlofssjóði að uppfylltum tveimur
skilyrðum: Í fyrsta lagi verður það að hafa
unnið samfellt í sex mánuði á vinnumarkaði
innanlands. Í öðru lagi þá þarf það að skila
inn umsókn um fæðingarorlof eigi síðar en sex
vikum fyrir settan fæðingardag barns. Réttur
foreldra til fæðingarorlofs fellur niður við 24
mánaða aldur barns.
Mæðraorlof er þrír mánuðir, óframseljanlegt.
Mæður eru skyldugar til að taka fyrstu tvær
vikurnar eftir fæðingu barns í orlof en að öðru
leyti er orlofstími valfrjáls.
Feðraorlof er þrír mánuðir, óframseljanlegt.
Sameiginlegt orlof er þrír mánuðir sem
foreldrar barnsins geta skipt að vild sín á milli.
Greiðslur í fæðingarorlofi nema 80% af
meðaltali heildarlauna foreldris, meðaltal
launa 618 mánuðum fyrir fæðingu barns.
Greiðsla er aldrei lægri en tæpar 172.000 ISK
og aldrei hærri en 520.000 ISK ef foreldrið er
í fullri vinnu.1617
Bandaríkin
Mismunandi reglur
eru fyrir hvert fylki
Bandaríkjanna en
þau byggja öll á lögum frá 1993, Family and
Medical Leave Act (FMLA). FMLA tryggir
að konur eigi rétt á tólf vikna ólaunuðu orlofi
fyrsta árið eftir barnsburð svo lengi sem þær
vinna hjá fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn.
Mjög breytilegt er á milli fyrirtækja og fylkja
hvernig fæðingarorlofsrétti er háttað og því
þarf að skoða hver réttur verðandi foreldra er í
hverju tilviki fyrir sig.
Fjögur fylki í Bandaríkjunum hafa lögbundið
launað foreldraorlof (e. paid family leave) en
þau eru: Kalifornía, New Jersey, New York
og Rhode Island. Washington fylki hefur
samþykkt áætlun um launað fæðingarorlof
en vegna vandræða með fjármögnun orlofsins
hefur það ekki gengið eftir.13
Bretland
Verðandi foreldri
öðl ast fullan rétt til
fæð ingar orlofs að
upp fylltum þremur skilyrðum: Í fyrsta lagi
verður það að hafa unnið samfellt í 26 vikur
fram að 15 vikum fyrir settan fæðingardag.
Í öðru lagi verður það að tilkynna vinnuveitanda
þungun 15 vikum fyrir settan fæðingardag.
Í þriðja lagi verður það að hafa að lágmarki
116 pund (rúmlega 16.000 ISK) á viku í tekjur.
Mæðraorlof samanstendur af:
• Hefðbundnu mæðraorlofi (e. ordinary
maternity leave), 26 vikur eftir fæðingu
barns.
• Viðbættu mæðraorlofi (e. additional
maternity leave), 26 vikur eftir fæðingu
barns.
Mæðraorlof telur því samtals 52 vikur eftir
fæðingu barns. Mæður eru skyldugar til að
taka tvær vikur af mæðraorlofi beint eftir
fæð ingu barns en afgangur mæðraorlofs er
valfrjáls.
Feðraorlof (e. paternity leave) er ein til tvær
vikur sem verður að taka samfellt og því þarf
að ljúka fyrir 56 daga aldur barns.
Sameiginlegt orlof er ef móðir kýs að taka ekki
allt mæðraorlof sitt þá getur faðir barns nýtt
eftirstöðvar mæðraorlofsins (e. shared parental
leave). Feður geta tekið yfir mæðraorlof ef
móðir hefur snúið aftur til vinnu eða hún hefur
ákveðið lokadag fæðingarorlofs. Faðir þarf að
klára orlofið fyrir tólf mánaða aldur barnsins.
Yfirtaka mæðraorlofs skerðir ekki feðraorlofið.
Greiðslur fást fyrir feðraorlof og 39 vikur af
mæðraorlofi. Greiðslur í mæðraorlofi skiptast
í tvennt: Fyrstu sex vikur mæðraorlofs er
greitt 90% af vikulegum meðaltekjum. Fyrir
vikur 739 er greitt að hámarki rúm 145 pund
(rúmlega 20.000 ISK) eða 90% af vikulegum
meðaltekjum móður, greidd sú upphæð sem
er lægri. Greiðslur í sameiginlegu orlofi eða
feðraorlofi eru að hámarki rúm 145 pund
(rúmlega 20.000 ISK) eða 90% af vikulegum
meðaltekjum verðandi foreldra, greidd er sú
upphæð sem er lægri.46
Danmörk
Verðandi foreldrar
öðlast fullan rétt til
fæðingar orlofs að
upp fylltum tveimur skil yrðum: Í fyrsta lagi að
hafa unnið í Danmörku í að minnsta kosti 13
vikur fyrir fæð ingu barns. Í öðru lagi verður
að tilkynna vinnu veitanda tíma bil fyrir hugaðs
fæðingar orlofs að minnsta kosti þremur
mánuðum fyrir settan fæðingardag.
Mæðraorlof samanstendur af:
• Þungunarorlofi (d. graviditetsorlov), 4
vikur fyrir settan dag.
• Mæðraorlofi (d. barnselsorlov), 14 vikur
eftir fæðingu barns.
Móður ber skylda til að taka tvær vikur
í beinu framhaldi af fæðingu barnsins. Því
næst er móður boðið upp á að taka 12 vikna
mæðra orlof í framhaldi tveggja skylduvikna.
Ef þessar 12 vikur eru ekki teknar í framhaldi
skylduvikna þá falla þær niður.
Feðraorlof (d. fædreorlov) er tvær samfelldar
vikur eftir fæðingu barns, þær þarf að
taka áður en barn nær 14 vikna aldri.
Sameiginlegt orlof felst í því að hvort foreldri
á rétt á aukalegu 32 vikna foreldraorlofi (d.
forældreorlov) það er 64 vikur. Aðeins er greitt
fyrir 32 af 64 vikum. Foreldrar ráða hvernig
þeir skipta greiðslum sín á milli (fyrir þessar
32 vikur). Réttur til sameiginlegs foreldraolofs
gildir þar til barnið er níu ára.
Greiðslur fást fyrir mæðraorlof, feðraorlof
og sameiginlegt orlof (32 af 64 vikum).
Greiðsla nemur mest 4.300 DKK (rúmlega
74.000 ISK) á viku. Greiðslan reiknast út frá
tímalaunum, greidd eru full tímalaun upp að
hámarki rúmar 116 DKK (rúmlega 1.900
ISK). 79 Dönsk vinnuvika er 37 klukkustundir.
Holland
Verðandi foreldri
öðlast fullan rétt til
fæðingar orlofs að
upp fylltum tveimur skilyrðum: Í fyrsta lagi að
hafa unnið í Hollandi í að minnsta kosti 1 ár.
Í öðru lagi þá verður að tilkynna vinnuveitanda
fyrirhugað tímabil fæðingarorlofs með að
minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara.
Mæðraorlof samanstendur af:
• Þungunarorlofi (h. zwanagerschapsverlof),
46 vikur fyrir settan fæðingardag.
• Fæðingarorlofi (h. bevallingsverlof), 1012
vikur eftir fæðingu barns.
Mæðraorlof er að minnsta kosti 16 vikur.
Þungunarorlof er leyfilegt að nýta frá sex
vikum fyrir settan fæðingardag barns en
skylda er að taka þungunarorlof fjórum vikum
fyrir settan fæðingardag barns. Ef valið er
styttra þungunarorlof eða barn fæðist fyrir
tímann þá yfirfærast dagar frá þungunarorlofi
yfir á fæðingarorlof. Fæðingarorlof eftir
fæðingu barns er að minnsta kosti 10
vikur (að viðbættum ónotuðum vikum frá
þungunarorlofi). Ef fæðing barns dregst fram
yfir settan fæðingardag þá bætast þeir dagar
við fæðingarorlof án skerðingar. Taka verður
þungunar og fæðingarorlofið samfellt.
Feðraorlof (h. vaderschapsverlof) saman
stendur af tveimur fulllaunuðum dögum*
og valfrjálsum þremur ólaunuðum dögum
sem verður að taka á fyrstu 4 vikum eftir
fæðingu barns.
Greiðslur fást fyrir alla daga fæðingarorlofs
beggja foreldra. Hámarksgreiðslur eru tæpar
204 evrur á dag (rúmlega 26.000 ISK) sem eru
reiknaðar út frá árstekjum síðasta árs deilt með
261 vinnudögum. 1015
*Fyrirhugað er að feðraorlof lengist upp í fimm daga árið
2019 og upp í 5 vikur á 70% launum árið 2020.