Læknaneminn - 01.04.2018, Side 86

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 86
Sk em m tie fn i o g pi st la r 86 Noregur Verðandi foreldri öðlast fullan rétt til fæðingarorlofs að uppfylltum þremur skilyrðum: Í fyrsta lagi verður það að hafa unnið að minnsta kosti sex af tíu mánuðum fyrir settan fæðingardag barns. Í öðru lagi verður það að hafa árslaun sem ná að minnsta kosti helmingi landsviðmiða. Í þriðja lagi verður síðasta starf að hafa verið staðsett í Noregi. Sækja verður um fæðingarorlof eftir 26. viku meðgöngu en það tekur 9 vikur að vinna úr umsókninni. Fæðingarorlof fellur niður við fæðingu næsta barns eða við þriggja ára aldur barnsins. Mæðraorlof samanstendur af • Þungunarorlofi (n. period før termindato), 3 vikur fyrir settan fæðingardag. • Mæðraorlofi (n. mødrekvote), 10 vikur* eftir fæðingu barns. Móðir er skyldug til þess að taka fyrstu sex vikur orlofsins strax eftir fæðingu barnsins. Þungunarorlof kemur sem viðbót við sameiginlegt orlof en það er þrjár vikur sem teknar eru frá fyrir móður sem þungunarorlof. Ef móðir gengur yfir settan dag eða þarf að fara fyrr en þremur vikum fyrir settan dag í mæðraorlof þá dragast þeir dagar frá sameiginlegu orlofi. Feðraorlof (n. fedrekvoten) er 10 vikur.** *Lengja á mæðraorlof upp í 15 vikur frá 1. júlí 2018. **Lengja á feðraorlof upp í 15 vikur frá 1. júlí 2018. Sameiginlegt orlof (n. fellesperioden) er annað hvort 26 eða 36 vikur* (að viðbættum þremur vikum fyrir þungunarorlof ). 26 vikur ef valið er að fá fullar greiðslur (100%) en 36 vikur ef valið er að fá 80% greiðslur. Greiðslur fara eftir greiðsluhlutfalli. Foreldrar verða að velja sama greiðsluhlutfall, 100% eða 80%. Ef farin er 100% leiðin þá er greitt fyrir samanlagt 49 vikur. Ef farin er 80% leiðin þá er greitt fyrir samanlagt 59 vikur. Á heimasíðu norskra stjórnvalda er reiknivél þar sem hægt er að áætla fæðingarolofsgreiðslu tilvonandi foreldra. Gróft áætlað hvað deildarlæknir (grunnlaun án vakta) fengi greitt á viku væri um 11.000 NOK (rúmlega 145.000 ISK) ef farin væri 100% leiðin.18­20 *Frá og með 1. júlí 2018 styttist sameiginlegt orlof niður í 16 eða 26 vikur en það fer eftir því hvort valin er 100% eða 80% greiðsluleið. Nýja Sjáland Verðandi foreldri öðlast fullan rétt til fæðingarorlofs að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Í fyrsta lagi þarf það að hafa unnið að minnsta kosti 10 klukkustundir á viku í annað hvort sex eða tólf mánuði fyrir fæðingu barns. Í öðru lagi verður að tilkynna vinnuveitanda fyrirhugað fæðingarorlof að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir settan fæðingardag. Bíða má með fæðingarorlofstöku eftir fæðingu barns þar til önnur orlof eru uppurin til dæmis sumarfrí. Aðalforsjáraðilaorlof (e. primary carer leave) er tvenns konar • Sex mánaða útgáfan, 26 vikur. • Tólf mánaða útgáfan, 52 vikur. Orlofsréttindi aðalforsjáraðila fara eftir tímalengd starfs. Í sex mánaða úgáfunni þá á aðalforsjáraðili (e. primary carer) rétt á 18 vikna launuðu orlofi (e. Primary Carer Leave) og átta vikna ólaunuðu orlofi (e. extended leave), samtals 26 vikur. Hins vegar í tólf mánaða útgáfunni á aðalforsjáraðili rétt á 18 vikna launuðu orlofi* og 34 vikna ólaunuðu orlofi, samtals 52 vikur. Taka verður launað leyfi samfellt. Makaorlof (e. partner’s leave), makar sem upp fylla sex mánaða útgáfu mega taka eina viku af ólaunuðu fæðingarorlofi en þeir sem uppfylla tólf mánaða útgáfu mega taka tvær vikur af ólaunuðu fæðingarorlofi. Taka verður maka orlof frá þremur vikum fyrir settan fæðingardag til þriggja vikna eftir fæðingu barns. Makar mega taka hluta af ólaunuðu orlofi aðalforsjáraðila sem flokkast sem framlengt orlof (e. extended leave). Greiðslur fást fyrir aðalforsjáraðilaorlof, hann fær fullar greiðslur upp að hámarki rúmlega 538 NZD á viku (rúmlega 42.000 ISK).21­23 *Fyrirhugað er að lengja launað orlof í tólf mánaða útgáfunni í skrefum. Frá og með júlí 2018 verður launað orlof lengt í 22 vikur og frá og með júlí 2020 verður launað orlof 26 vikur. Svíþjóð Verðandi foreldri öðlast fullan rétt til fæðingarorlofs að uppfylltum skilyrðum: Í fyrsta lagi þá þarf það að hafa unnið 240 daga fyrir fæðingu barns. Í öðru lagi þarf það að hafa árlega innkomu yfir 82.100 SEK (rúmlega 1.000.000 ISK). Fæðingarorlof gildir til tólf ára aldurs barns en eftir fjögurra ára aldur barns þá fellur niður fæðingarorlof umfram 96 daga. Foreldraorlof (s. föräldraledighet) nemur 480 dögum fyrir parið. Hvort foreldri um sig fær 90 óframseljanlega daga en foreldrar mega skipta hinum 300 dögunum sín á milli. Greiðslur nema 80% af innkomu að hámarki 967 SEK (rúmlega 12.000 ISK) á dag fyrstu 390 dagana (s. sjukpenningnivå). Næstu 90 daga nemur greiðslan 180 SEK (rúmlega 2300 ISK) á dag (s. lägstanivå).24 Af hverju fór bipolar maðurinn í spinning? – Hann var svo rapid cycling. Hvaða áhrif hafði nýi tækjabúnaðurinn á fæðingarskurðdeildina? – Hann skipti sköpum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.