Læknaneminn - 01.04.2018, Side 92

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 92
Sk em m tie fn i o g pi st la r 92 Góð ráð dýr! Lengra komnir ausa úr visku- brunninum Áskoranir læknanema og ný útskrifaðra lækna geta verið margar og mismunandi. Þá er ekki úr vegi að leita ráða hjá þeim sem á undan hafa gengið. Læknaneminn ræddi við nokkra lækna- nema, kandídata og lækna og fékk góð ráð. Ráð til lækna - nema á fyrsta til þriðja ári Áslaug Dís Bergsdóttir læknanemi á fimmta ári 2017-2018 Hvaða ráð myndir þú gefa læknanemum sem nú eru á fyrsta til þriðja ári? Ekki hugsa of mikið um einkunnir. Þegar maður byrjar í læknisfræðinni, eftir að hafa loksins komist í gegnum síuna sem þetta inntökupróf er, finnst flestum þeir þurfa að standa sig og gera allt 100%. Svo fær maður út úr fyrstu prófunum og þá kemur áfallið. „Bíddu, ha? Er ég UNDIR meðaleinkunn?! Hvað er að gerast? Þetta hefur aldrei gerst áður!“ Ekki gleyma því að allir sem komast í gegnum inntöku prófið eru góðir námsmenn og eflaust vanir því að vera alltaf með toppeinkunnir úr grunn­ og framhaldsskóla. Það sem mestu máli skiptir er að sú þekking sem maður viðar að sér í gegnum námið sé hagnýt. Staðreyndir um kjarnagöng frumuhimnu hjálpa þér tak­ markað við að greina sjúkdóma í klíníkinni þó svo það geti gefið hærri einkunn á prófi! Hvaða þekking frá preklínísku námi hefur gagnast þér mest í klíník? Mér finnst samskiptafræðin, lyfjafræðin og meinafræðin nýtast manni best í klíníkinni. Öll þessi fög eru hagnýt en á mismunandi máta. Hvaða þekking frá preklínísku námi hefur gagnast þér minnst í klíník? Smáatriði á sameindastigi. Hefur þú önnur ráð eða skilaboð til læknanema á fyrsta til þriðja ári? Ekki sleppa því að hitta fjölskyldu og vini eða gera þér glaðan dag af því þér finnst þú þurfa að læra. Það mun bara enda með því að þú brennir út áður en þú nærð á kandídatsárið! Njótið námsins, það er virkilega skemmtilegt, en ekki gleyma því að það er líf utan við skólann og læknisfræðina. Marta Sigrún Jóhannsdóttir læknanemi á sjötta ári 2017-2018 Hvaða ráð myndir þú gefa læknanemum sem nú eru á fyrsta til þriðja ári? Nýtið frítímann sem þið hafið í preklíníkinni, hann er ekki svo mikill þegar klíníkin byrjar. Ræktið tengsl við bekkjarfélaga ykkar. Þeir eru verðandi bestu vinir ykkar og samstarfsmenn. Ekki stressa ykkur þótt þið munið ekki það sem þið voruð prófuð úr fyrir mánuði síðan. Þið fáið fjölda tækifæra til að rifja þessi atriði upp í hagnýtara samhengi seinna. Engin spurning er heimskuleg. Spyrjið ef það er eitthvað sem þið skiljið ekki! Hvaða þekking frá preklínísku námi hefur gagnast þér mest í klíník? Sú þekking sem hefur gagnast mér mest er líklega líffærafræði og lífeðlisfræðin. Sýkla­og veirufræðin fannst mér vera fyrsta fagið sem kom inn á klíníska læknisfræði, man hvað mér fannst það skemmtilegt. Samskiptafræðin var líka mjög gagnleg. Sérstaklega voru líkamsskoðanirnar, klínísku æfingarnar og umræðuhóparnir kærkominn undirbúningur fyrir klíníkina. Magnús Karl sem kenndi lyfjafræðina á þriðja ári afsannaði kenningu mína um að ég væri með áunnin athyglisbrest. Kennslan var matreidd á einstaklega áhuga verðan og hagnýtan hátt og manni tókst að halda þræði heilu klukkutímana án vandræða. Hvaða þekking frá preklínísku námi hefur gagnast þér minnst í klíník? Stór hluti áfanganna af fyrsta ári eru horfnir í gleymskusvarthol og eiga kannski aldrei afturkvæmt þaðan. Held að þeir séu mögulega frekar kenndir til málamynda því það er hálfhallærislegt að útskrifast sem læknir án þess að hafa lært nokkuð í til dæmis efnafræði og lífrænni efnafræði. Svo voru aðrir áfangar sem voru bagalega kenndir. Mikil áhersla var lögð á smáatriði á kostnað grunnatriða svo efnið varð miklu flóknara en það hefði þurft að vera. Taugalíffærafræðin og ónæmisfræðin standa líklega hæst upp úr, þarna kom Google frændi oft til bjargar. Er eitthvað sem þú vildir hafa gert öðruvísi? Ég tók meðvitaða ákvörðun um að reyna að læra mér til gagns frekar en að einblína á háar einkunnir þegar ég byrjaði í læknadeild. Það er áskorun sem getur verið erfið fyrir einkunnaperrana í deildinni. Það að eyða orku Hvernig fór fyrir líffæra þeganum sem svindlaði á biðlista fyrir corneal transplanti? – Honum var gefið hornauga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.