Læknaneminn - 01.04.2018, Page 93

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 93
Sk em m tie fn i o g pi st la r 93 Hvaða þekking frá preklínísku árunum hefur gagnast þér mest í klíníkinni? Lyfjafræði, lyfjafræði og lyfjafræði. Lesið Rang og Dale. Frábær bók! Hvaða þekking frá preklínísku námi hefur gagnast þér minnst í klíníkinni? Sennilega læknisfræðileg eðlisfræði, lífræn efnafræði og að sjálfsögðu ólífræn efnafræði sem blessunarlega er dottin út úr náminu. Hefur þú önnur ráð eða skilaboð til læknanema á fyrsta til þriðja ári? Um allt sem þið lærið nokkurn tímann gildir eftirfarandi: Einhver, einhvers staðar hefur brennandi áhuga á því sem þið eruð að læra. Reynið að finna út úr því hvað það er sem er svona áhugavert og reynið að nálgast umfjöllunarefnið út frá því. Það er hægt að finna eitthvað áhugavert við allt ­ meira að segja patch clamp. Ráð til lækna - nema á fjórða til sjötta ári Albert Sigurðsson læknir á lyflækningasviði Hvaða ráð myndir þú gefa læknanemum sem eru að stíga sín fyrstu skref í klíník? Þú ert læknanemi. Þú ert bara rétt að byrja. Það ætlast enginn til þess að þú kunnir neitt. Notaðu tækifærið og spurðu. Hvað fannst þér þú læra mest af í klínísku námi? Ég lærði mest af kandídötunum og deildar læknunum sem gáfu sér tíma til að kenna mér og gáfu mér afmörkuð verkefni. Ekki vera feiminn við að ræða við deildarlækninn eða kandídatinn og fáðu að taka að þér sjúkling með vel skilgreint vandamál og vinna það upp undir þeirra leiðsögn. Einbeittu þér að algengu vandamálunum sem þú munt þurfa að takast á við þegar þú ferð að vinna. Sjaldgæfu tilfellin eru skemmtileg en ekki missa þig í smáatriðunum. Hvað hefur gagnast þér mest þegar út í djúpu laugina er komið á spítalanum? • Hringdu eða spurðu reyndari aðila ef þú ert óörugg(ur) með eitthvað. Það á enginn að pirrast á því að ungur óreyndur og heilarými í að læra utanbókar atriði sem gleymast strax eftir próf er bæði leiðinlegt og heimskulegt. Eftir á að hyggja hefði ég kannski viljað leggja enn meiri áherslu á þetta, skilja meira og páfagaukalæra minna. Hefur þú önnur ráð eða skilaboð til læknanema á fyrsta til þriðja ári? Þegar ég hugsa um síðastliðin sex ár líður mér eins og ég hafi öðlast alla mína læknisfræðilegu þekkingu á síðustu þremur árum, í klíníkinni. Vitaskuld er það ekki rétt heldur er mikið frekar um vanmat á mikilvægum grunnstoðum preklíníkunnar að ræða. Þekking sem manni finnst sjálfsögð núna kostaði margra klukkustunda grúsk og heilabrot á preklínísku árunum. Njótið grúsksins en ekki bugast yfir smáatriðum, verið dugleg að mæta í vísó og hlakkið til að byrja í klíníkinni! Sæmundur Rögnvaldsson kandídat 2017-2018 Hvaða ráð myndir þú gefa læknanemum sem nú eru á fyrsta til þriðja ári? Það eru aðallega fimm ráð sem ég myndi gefa læknanemum á preklínísku árunum: 1) Lesið bókina. Það er ekki það sem færir manni bestu einkunnirnar en það gefur manni miklu betri yfirsýn og skilning en að lesa stikkorðin á glærunum. 2) Prófið að vinna umönnunarstarf. Það er gríðarlega lærdómsríkt og svo er líka bara frekar asnalegt að vera læknir sem kann ekki grundvallarumönnun. 3) Byrjið að læra snemma en hugsið seint um prófið. Það ætla allir að læra jafnóðum en það getur verið erfitt að halda sig við efnið. Mitt ráð er að einbeita sér að því sem manni finnst skemmtilegt, áhugavert og/eða gagnlegt. 4) Einblínið á það að skilja og kunna en ekki á einkunnir í prófum. Þær skipta litlu sem engu máli. Það að eltast við einkunnir með því að pína sjálfan sig eða að nöldra í kennurum er leiðinlegt, tímafrekt og ólíklegt til að hjálpa ykkur á þeirri vegferð að verða góðir læknar og við fórum jú í læknisfræði til að verða góðir læknar en ekki til að fá góðar einkunnir á prófum. 5) Ekki gleyma því að njóta lífsins. Að læra læknisfræði er ekki bara sex ára „afplánun“ heldur áratugalangt nám sem heldur áfram að minnsta kosti þangað til maður hættir að vinna. Reynið að temja ykkur það frá upphafi að lifa lífinu utan læknisfræðinnar. læknanemi eða kandídat leiti ráða. • Þú ert að vinna í teymi. Reyndir hjúkrunar fræðingar eru ómetanlegir. • Lærðu klínískar leiðbeiningar fyrir algeng vandamál, sérstaklega bráð vandamál. Ef þú getur bent á að þú hafir fylgt leiðbeiningum ertu ógrillanleg(ur). • Ég veit ekki hversu oft íslensku íðorðin hafa bjargað mér. Að kunna fjögur til fimm heiti á sama nýrnavandamálinu hefur endurtekið bjargað mér fyrir horn. Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi? Eftir sjötta ár munt þú aldrei geta farið í vísó aftur. Notaðu tækifærið. Ég veit til dæmis ekki í hvaða búningum starfsfólkið í VISTOR var í á árlega grímuballinu þeirra 2014 og 2015. Einnig frétti ég að NOVA gaf glimmerhanska í vísó 2014 sem ég væri til í að eiga í dag. Eru einhverjar óskrifaðar reglur í klíník inni sem þú hefðir viljað vita af fyrr? Heilsugáttar­ spjallið er ekki besti staðurinn til að reyna við fólk. Sérstaklega ekki teymis rásirnar og hópspjöllin. Brenndi mig á því. Tómas Andri Axelsson læknir á skurðlækningasviði Hvaða ráð myndir þú gefa læknanemum sem eru að stíga sín fyrstu skref í klíník? Verið dugleg að spyrja. Læknanemar koma oft ferskir inn í klíníkina og hafa ótal spurningar sem þeir oft á tíðum þora ekki að spyrja. Forvitni er lykillinn að velgengni í náminu og það er gott að venja sig á það snemma að vera óhrædd að spyrja. Hvað fannst þér þú læra mest af í klínísku námi? Ég lærði mest af því að reyna að taka virkan þátt í klíníkum og öllum kennslum sem voru í minni hópum. Til þess að læra um hina ýmsu sjúkdóma, einkenni, meðferð, horfur og fleira er langbest að reyna að læra í kringum tilfelli sem maður rekst á í klíníkinni. Hvað hefur gagnast þér mest þegar út í djúpu laugina er komið á spítalanum? Ég tel að helsti kostur lækna séu samviskusemi, fag legur áhugi og forvitni. Mikilvægt er að temja sér öguð og skipu lögð vinnubrögð og fylgja hlutum eftir af sam visku. Það er gott að vera vel lesinn en það er mikilvægt að átta sig á því að það kemur ekki í staðinn fyrir að vera duglegur og samviskusamur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.