Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 94

Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 94
Sk em m tie fn i o g pi st la r 94 Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðru- vísi? Minni áherslu á bókalestur og bóka kaup en meiri áherslu á að læra og lesa í kringum tilfelli. Eru einhverjar óskrifaðar reglur í klíníkinni sem þú hefðir viljað vita af fyrr? Vera algjör­ lega óhrædd við að spyrja spurninga. Ekki vera hrædd um að líta vitlaus út. Það er mun verra að spyrja vitlausra spurninga þegar maður er orðinn læknir! Til þeirra sem eru á skurðdeild, ef þið viljið prófa að sauma eða gera eitthvað annað í aðgerðum verið dugleg að biðja um það. Önnur ráð eða skilaboð sem þig langar til að koma til læknanema á klínísku árunum? Reynið að njóta áranna sem læknanemar í klíníkinni. Passið að brenna ekki út í lestri og farið inn í alla kúrsa með opinn huga. Anna Kristín Gunnarsdóttir kandídat 2017-2018 Hvaða ráð myndir þú gefa læknanemum sem eru að stíga sín fyrstu skref í klíník? Mæli með að stíga skrefin í þægilegum skóm með súkkulaði og glósubók í vasanum. Númer eitt, tvö og hundrað er að kasta þeirri hugmynd í ruslið að þið þurfið að vita allt ­ það er ástæða fyrir því að orðið læknanemi inniheldur „nemi“. Spyrjið strax ef þið skiljið ekki ­ ef þið eruð í hóp eru allar líkur á því að einhver annar sé að velta því sama fyrir sér. Google er ástvinur okkar allra en jafnast ekki á við útskýringar sem settar eru fram í klínísku samhengi. Svo er mikilvægt að hjálpast að sem bekkur og passa upp á hvert annað. Þið eigið eftir að rekast á ýmislegt sem getur tekið á og þá er nauðsynlegt að geta talað um það við góðan kollega. Hvað fannst þér þú læra mest af í klínísku námi? Góðar klíníkur, kennsla og samræður á þeirri deild sem maður er á hverju sinni. Það er líka mjög lærdómsríkt að tala við sjúklinga sem hafa innsæi í sjúkdóminn sinn og eru tilbúnir að miðla reynslu sinni. Verið óhrædd við að leita til annarra en lækna ­ ritarar, lífeindafræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, lyfjafræðingar og fleiri hafa kennt mér mjög mikið. Svo er það mjög jákvætt ef einhver gefur sér tíma til að grilla ykkur. Ekki fara á bömmer yfir því að vita ekki svörin, þetta snýst um kennslu og ykkur á ekki að líða illa á meðan. Annaðhvort þurfið þið að breyta hugarfarinu eða viðkomandi grillari þarf eitthvað að endurskoða taktana með grillspaðana. Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi? Meðal annars sleppa öllum þeim óteljandi all­nighter­um sem mér fannst stórgóð hugmynd á sínum tíma, vakna tímanlega til að sleppa við angistina sem fylgir smekkfullu LSH­bílastæði, uppgötva fyrr Stærk blandning­familie pose sem leynist í sjálfsölunum og þægindin sem felast í frotte peysunum. Önnur ráð eða skilaboð sem þig langar til að koma til læknanema á klínísku árunum? Ekki ákveða fyrirfram að þið hafið ekki tíma til þess sem ykkur langar að gera. Þið getið áfram sinnt áhugamálunum ykkar og félagsstarf innan læknadeildar getur gefið ykkur ómetanlegan vinskap og dýrmæta reynslu. Vissulega koma álagstímabil þar sem fátt annað en læknisfræðin kemst að en munið þá að þið eruð manneskjur. Stundum er betra að eiga stund með fólkinu sem ykkur þykir vænt um í staðinn fyrir að lesa sömu blaðsíðuna í tíunda skipti. Og annað ­ ef þið lendið í erfiðri framkomu á spítalanum getið þið forðað öðrum frá því að upplifa það sama með því að tileinka ykkur annars konar samskipti. Ef einhver ranghvolfir augunum til ykkar er oftar en ekki eitthvað annað að plaga viðkomandi en tilvist læknanemans. Og varðandi sögutöku þá hefur það sjaldnast alvarlegar afleiðingar þó þið gleymið að spyrja sjúklinginn um áferðina á hægðunum, hann tekur yfirleitt vel á móti ykkur ef þið farið og spyrjið aftur. Ráð til kandídata Katrín Hjaltadóttir læknir á skurðlækningasviði Hvar varðir þú þínu kandídatsári? Á lyf­ lækninga sviði fór ég á Hjartagátt, hjarta­, lungna­, innkirtla­ og smitsjúkdómadeildir. Á skurðlækningasviði var ég á kviðarhols­, brjósthols­ og þvagfæraskurðdeildum. Ég tók heilsugæsluhlutann á Selfossi. Hvernig fá kandídatar sem mest út úr kandídats náminu? Með því að mæta með opnum hug á allar nýjar deildir. Sumar þessara deilda kemur þú kannski ekki til með að mæta á aftur svo það er um að gera að reyna að fá sem mesta reynslu á hverjum stað. Hvar eða hvernig fannst þér þú læra mest sem kandídat? Ég reyndi að taka að mér flókna sjúklinga á deildunum til dæmis þá sem mikið var með eða voru með mörg vandamál. Fannst ég læra mest þannig. Einnig nota vaktirnar þegar maður innritaði fólk eins og vindurinn til þess að reyna að lesa aðeins í kringum tilfellin og velta vöngum yfir mismunagreiningum. Ekki bara fara í færibandsgírinn. Mergsjúga deildarlæknana með öll hagnýt atriði, þannig lærði maður fyrr á kerfið og varð fyrir vikið sjálfstæðari í vinnu. Hverjar voru helstu hindranir eða áskoranir sem þú rakst á? Að vera „nýi gæinn“ um það bil mánaðarlega getur tekið á. Ef maður er almennilegur og sýnir því skilning að starfsfólk og hjúkrunar fræðingar á deildinni þurfa að kynnast nýjum lækni vikulega þá gengur allt vel. Önnur ráð eða skilaboð til kandídata? Á kandídatsárinu er maður dálítið „súkkulaði“, getur flakkað á milli og valið sér skemmtileg tilfelli sem er ákveðinn lúxus. Njótið þess á meðan það varir! Agnar Hafliði Andrésson læknir á barnalækningasviði í Svíþjóð Hvar varðir þú þínu kandídatsári? Heilsu­ gæsluni í Efra­Breiðholti, skurðdeildum, lungna­ og hjartadeild mest á lyflækningasviði og á Barnaspítalanum. Hvernig fá kandídatar sem mest út úr kandídatsnáminu? Það er mikilvægt að átta sig á einstakri stöðu læknakandídatsins. Hann er í senn nemi og starfsmaður og mikilvægt er að hlúa að báðum þessum þáttum og halda þeim í jafnvægi. Það er ekki gott að leggjast of mikið á nemahliðina og vera passífur eins og árin á undan og heldur ekki gott að haga sér eins og fullnuma læknir og gleyma að þetta er starfsnám. Hvar eða hvernig fannst þér þú læra mest sem kandídat? Maður lærði mest af því að vera í framlínunni, meta hverja stöðu fyrir sig og læra að skapa sitt eigið álit og í framhaldinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.