Læknaneminn - 01.04.2018, Side 95

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 95
Sk em m tie fn i o g pi st la r 95 Hvar eða hvernig fannst þér þú læra mest sem kandídat? Mér fannst ég alls staðar læra mjög mikið. Mest fannst mér ég læra af því að fylgja áhugaverðum tilfellum eftir og spyrjast fyrir hjá þeim sem tóku við um afdrif sjúklinganna eftir að þeir fóru af minni deild. Í kandídatsnáminu fannst mér líka rými til þess að fylgjast með reyndari læknum við klínísk störf og lærði ég mikið af því. Það kom mér annars nokkuð á óvart hvað ég lærði mikið um sjálfa mig, þar sem maður hafði tækifæri til að „máta sig“ inn á nokkrum stöðum og koma víða við. Ég lærði til dæmis það um sjálfa mig að ég hafði meiri áhuga á sjúklingunum sem persónum, viðhorfi þeirra og reynslu en afmörkuðu líkamlegu vandamálunum sem þeir komu inn með. Það hjálpaði mér að minnsta kosti að velja sérgrein. Hverjar voru helstu hindranir eða áskoranir sem þú rakst á? Að vera í þolinmæðisgírnum gagnvart því að vera alltaf „nýr“, skipta svona ört um vinnustað og deild, kannski mánaðarlega yfir heilt ár. Það fer eðlilega töluverð orka í það að vera „nýr“, að kynnast nýju starfsumhverfi, samstarfsfólki, verklagi og fleiru. Svo þegar maður hafði lagt sig allan í að kynnast öllu þessu, að auki við klínísku störfin, þá hafði tíminn liðið svo hratt að það var komið að næstu deild. Önnur ráð eða skilaboð til kandídata? Í allri jákvæðninni og áhugaseminni eftir útskrift úr læknadeild er mikilvægt að kunna að segja nei þegar verkefnin eru orðin of mörg eða þegar maður er kominn að eigin þolmörkum. Það er líka áskorun fyrir duglega kandídata að ganga ekki inn í verkefni sem eðlilegra væri að aðrar fagstéttir leystu, til dæmis ritarastörf, að hringja eftir gögnum, panta tíma og fleira. Hvaða ráð myndir þú gefa sjálfri þér þegar þú varst kandídat? Ekki stressa þig yfir því að þú kunnir ekki allt 100% eða munir ekki allt sem þú hefur lært í náminu. Aðalatriðið er að vita hvar þekkinguna er að finna, fletta upp og spyrja. Fólk er ekki að koma upp um neina óeðlilega vanþekkingu þótt það spyrji. Maður lærir út lífið og læknisstarfið er bara þannig að á hverjum degi lærir maður eitthvað sem maður vissi ekki eða kunni ekki í gær. Ráð til nýútskrifaðra lækna Elsa Björk Valsdóttir sérfræðingur í almennum skurðlækningum Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum læknum í dag? Jafnvægi er lykilatriði í að endast í starfi. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa tíma fyrir fjölskyldu, vini, líkamsrækt, nægan svefn og svo eitthvað bara fyrir sjálfan þig; að hafa eitthvað áhugamál sem er bara fyrir þig og það má alveg vera eitthvað kjánalegt! Ég les til dæmis mikið og núorðið aðallega Star Wars bækur ­ það er frábært að geta gleymt sér í heimi sem er ekki til og enginn þarf á mér að halda (hafið þið tekið eftir því að það eru engir læknar í Star Wars, bara „medical droids“? Annað en Star Trek þar sem skipslæknirinn er alltaf einn af aðalpersónunum ­ en þetta er efni í annan pistil!) Hvaða vinnubrögð eru mikilvæg fyrir ný- útskrifaða lækna að tileinka sér? Ábyrgð, skilja aldrei eftir neina lausa enda. Ef þú getur ekki klárað eitthvað sjálfur skaltu biðja um hjálp eða finna tíma þegar hægt er að klára ­ að vera læknir er ekki unnið eftir stimpilklukku. Þetta hljómar eins og það sé í mótsögn við fyrra ráð en er það í raun ekki. Þú berð ábyrgð á þeim verkefnum sem þér er treyst fyrir og þú verður að finna leiðir til að axla þá ábyrgð þó án þess að stefna sjálfri/sjálfum þér í hættu. Hvað ber helst að forðast? Hroka og yfirlæti, hvort sem er gagnvart sjúk­ lingum eða samstarfsfólki. Og aldrei mæta óundirbúin(n) á skurðstofu! ákvörðun. Það þarf ekki að vera rétt álit eða ákvörðun en þegar maður ber það undir aðra sem betur þekkja til þá styrkir það greiningar­ og ályktunarhæfnina. Þá er það einnig svo að maður lærir mest af þeim skyssum sem maður gerir en þá er lát að vera kandídat og hafa stuðning annarra sem hjálpa manni við að leiðrétta það. Hverjar voru helstu hindranir eða áskoranir sem þú rakst á? Helstu hindranir voru helst samskipti við annað starfsfólk sem hafði ólíkar skoðanir á meðferð eða úrræðum. Oft sneri þetta að miklum þrengslum og skorti á legurýmum eða hreinlega vinnustaðamenningu ákveðinna deilda. En heilt yfir gengu samskipti mjög vel samt. Önnur ráð eða skilaboð til kandídata? Berið höfuðið hátt, þið hafið margt til málanna að leggja og sterka rödd. Ekki vera hrædd við vaktirnar. Þið hafið lært margt og ef þið lendið í aðstæðum sem þið ráðið ekki við þá er það ekki ykkur að kenna heldur því að þið hafið ekki hlotið nægjanlega kennslu og þjálfun. Munið líka að þið eruð aldrei ein, það er alltaf einhver reyndari með ykkur eða bakvið ykkur. Ekki gleyma því! Hikið ekki við að leita til Félags almennra lækna ef ykkur finnst eitthvað á ykkur brotið eða úr lagi. Ísafold Helgadóttir sérfræðingur í geðlækningum Hvar varðir þú þínu kandídatsári? Slysa­ og bráðadeild í einn mánuð, Heilsugæslunni í Garðabæ í þrjá mánuði, lyflækningadeildum í fjóra mánuði, skurðdeildum í tvo mánuði og tvo mánuði á geðdeildum í vali. Hvernig fá kandídatar sem mest út úr kandídatsnáminu? Með áhuga, elju og vinnusemi, taka vaktir og æfa sig þar í að taka hæfilega og viðeigandi ábyrgð og sýna frumkvæði. Vera óhrædd að hringja í og spyrja reyndari lækna, allar spurningar eiga rétt á sér. Mikilvægt er að átta sig á hvar maður stendur, hverjir styrkleikar og veikleikar manns eru, hvar mann skortir reynslu og þekkingu og spyrja þá. Mikilvægt er að nýta gott aðgengi sem alla jafna er að reyndari læknum meðan maður er á kandídatsárinu. Af hverju hætti geðlæknirinn í sérnámi? – Hann fékk ógeð. Af hverju leið yfir óléttu urtuna? – Hún hafði fengið sinn kóp.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.