Læknaneminn - 01.04.2018, Page 96

Læknaneminn - 01.04.2018, Page 96
Sk em m tie fn i o g pi st la r Hvað einkennir góðan lækni? Auðmýkt, þolin mæði, að hugsa í lausnum en ekki vanda­ málum, hafa meðúð en geta sett mörk til að verja sig. Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðru- vísi? Finna mína ábyrgðartilfinningu fyrr. Hvaða ráð myndir þú gefa sjálfri þér þegar þú varst nýútskrifaður læknir? Hér um bil allt sem gerist í vinnunni er námstækifæri. Nýttu þau. Hefur þú önnur ráð eða skilaboð sem þú vilt koma til nýútskrifaðra lækna? Sál og líkami eru ein heild. Hugsaðu vel um hvort tveggja. Sigurður Guðmundsson sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum og prófessor við Læknadeild Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum læknum í dag? Sinnið starfinu af heilindum og sýnið fagi okkar tiltekna auðmýkt. Berið virðingu fyrir sjúklingunum ykkar og látið þá finna að ykkur sé ekki sama um þá. Gleymið því svo ekki að það er líf utan starfsins, lifið því líka. Hvaða vinnubrögð eru mikilvæg fyrir ný- útskrifaða lækna að tileinka sér? Mikilvægt er að afla sér þekkingar, viðhalda henni og efla og beita eftir bestu getu. Það er verkefni lífsins. Með öðrum orðum að koma sér upp góðu klínísku nefi. Svo er ein af frumskyldum okkar líka að kenna hvort öðru. Fólk lærir mest af þeim sem eru komin einu til tveimur árum lengra á þróunarbrautinni. Hvað ber helst að forðast? Hroka, stærilæti og mont. Ekkert okkar er gallalaust og enginn hefur efni á hrokafullri framkomu, sama hversu mikla guðsgjöf þeir telja sig vera. Hvað einkennir góðan lækni? Hann þarf að kunna sitt fag; þekkingin þarf að vera í fingurgómunum. Hann þarf líka og ekki síður að getað talað við sjúklinga sína, sýnt þeim fram á að hann sé í þeirra liði og sýnt þeim samhygð. Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi? Nei, held ekki, hefði líklega gert hið sama ef ég væri á byrjunarreit núna. Lækningar eru heillandi fag. Sífellt er kostur á að læra eitthvað nýtt og hið þríeina hlutverk læknisins, að stunda lækningar, að búa til nýja þekkingu með rannsóknum og koma henni á framfæri með því að kenna hefur höfðað til mín frá upphafi. Hvaða ráð myndir þú gefa sjálfum þér þegar þú varst nýútskrifaður læknir? Stjórnaðu ákvörðunum lífsins sjálfur. Gott er að leita ráða og álits en ákvörðunin sjálf á alltaf að vera manns eigin, hvort sem hún er tekin af íhugun eða tilfinningum. Lærði þetta mjög snemma. Hefur þú önnur ráð eða skilaboð sem þú vilt koma til nýútskrifaðra lækna? Hlakkið til fram tíðarinnar, hún er spennandi. Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir og sérfræðingur í geðlækningum Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum læknum í dag? Ekki detta niður í sjálfs­ vorkunn yfir því að allt sé svo erfitt og vinnu tíminn langur. Með því að ljúka námi í læknisfræði hefur þú fengið einstakt tækifæri í lífinu sem þú getur verið þakklát(ur) fyrir. Þú átt enn marga valkosti þegar kemur að því að velja sérgrein og munt vonandi eiga kost á afar gefandi og mikilvægu starfi í framtíðinni. Hvaða vinnubrögð eru mikilvæg fyrir ný- útskrifaða lækna að tileinka sér? Vandvirkni, nákvæmni, fræðilegur áhugi til að læra meira í bland við virðingu og umhyggju fyrir sjúklingum, aðstandendum þeirra og samstarfsfólki. Hvað ber helst að forðast? Hroka (hefði sjálf mátt gera betur þar). Hvað einkennir góðan lækni? Löngun til að sjúklingurinn hans nái sem allra bestum bata og/eða fái sem allra besta þjónustu og meðferð, jafnvel þótt hann þurfi til þess aðstoð annarra sem meira kunna. Fræðileg forvitni og vilji til þess að gera betur og vera sífellt að bæta við þekkingu sína. Kurteisi og hlýleg framkoma. Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi? Já, fjöldamargt. Helst hefði ég viljað hafa þessa 40 ára starfsreynslu mína þegar ég var nýútskrifuð en það gerir víst enginn. Sumt af því sem ég hefði viljað gera öðruvísi er einkamál mitt en af öðru má nefna að ég vildi að ég hefði aflað mér vísindareynslu snemma á starfsferlinum. Hvaða ráð myndir þú gefa sjálfri þér þegar þú varst nýútskrifaður læknir? Ekki þessa minnimáttarkennd, Halldóra. Þú ert alveg jafndugleg og strákarnir! Hefur þú önnur ráð eða skilaboð sem þú vilt koma til nýútskrifaðra lækna? Hafðu gaman af læknisstarfinu og njóttu lífsins líka utan vinnunnar. Hláturinn lengir lífið. Hvaða geðlyf náði aldrei útbreiðslu í Kína kommúnismans? – MAO-inhibitorar. Af hverju hóf augnlæknirinn að njóta lífsins þegar hann fékk gláku? – Því hann fékk svo mikinn aqueous húmor Hvað kallast þegar heilakirurg í þjálfun gerir frontal lobectomiu á eigin höfði? – Sjálfsnám.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.