Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 114

Læknaneminn - 01.04.2018, Síða 114
Sk em m tie fn i o g pi st la r 11 4 Rósa Björk Þórólfsdóttir læknir og doktorsnemi Hversu langt fórstu í læknisfræðinámi og hvað gerir þú í dag? Ég kláraði læknanámið og kandídatsár. Í dag er ég í fullu starfi og doktorsnámi hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) þar sem ég vinn við rannsóknir á erfðum hjartasjúkdóma. Hvers vegna ákvaðstu fara í læknisfræði á sínum tíma? Ætli það hafi ekki fyrst og fremst verið vegna þess að mig langaði að vinna með fólki og við eitthvað sem skipti máli fyrir fólk. Svo vissi ég að námið væri krefjandi og fjölbreytt og fannst fræðin spennandi. Hvað er það sem heillaði þig í þínu starfi og hvað varð til þess að þú fórst þá leið umfram þá fjölförnu að fara í klíník? Í fyrsta lagi þá fann ég mjög snemma í læknanáminu að klíníkin væri ekki alveg fyrir mig. Þegar maður er farinn að öfunda sjúklingana á stofugangi þá er kannski ekki allt eins og það á vera. Ég hélt samt áfram á þrjóskunni og fannst námið yfirleitt skemmtilegt þó mér liði ekki alltaf vel í klíníska hlutanum. Ég vann reyndar mikið á geðdeildinni með náminu og fannst það mjög gaman og hefði alveg getað hugsað mér að verða geðlæknir. Með tímanum varð ég líka öruggari í klíníkinni og leið þá betur. Ég var til dæmis alveg hætt að vera skíthrædd um að drepa einhvern undir lok kandídatsársins. Ég hafði samt alltaf á tilfinningunni að ég þyrfti að prófa eitthvað annað og í fæðingarorlofi fyrir kandídatsárið fékk ég loksins kjark til að gera eitthvað í málunum, fór á stúfana og fékk vinnu hjá ÍE eftir kandídatsárið. Áður hafði ég verið í rannsóknarvinnu með skólanum hjá Hjartavernd undir handleiðslu Karls Andersen hjartalæknis. Það fannst mér mjög skemmtileg vinna auk þess að mér finnst erfðafræði mjög áhugaverð. Þá má þess vegna segja að ég hafi dottið í lukkupottinn þegar ég fékk starf hjá ÍE og þar hef ég verið frá ársbyrjun 2016. Það sem heillar mig mest við starfið mitt er í rauninni hvað það hentar mér vel. Mér finnst gaman að sitja fyrir framan tölvu og grúska, erfðafræðin er heillandi og mér finnst tölfræði skemmtileg. Hjá ÍE fæ ég líka ómetanlegt tækifæri til að vinna með einstök gögn og með frábæru og kláru fólki sem hefur kennt mér margt. Svo skiptir líka máli að það hentar mínu fjölskyldulífi vel að við maðurinn minn séum ekki bæði í vaktavinnu, en hann er líka læknir. Svo er kaffið líka gott og maturinn góður! Hefur læknisfræðimenntun þín nýst þér í starfi og/eða daglegu lífi? Heldur betur. Það er mjög dýrmætur grunnur í þeirri rannsóknar vinnu sem ég er í að hafa læknis­ fræði menntun og líka klíníska reynslu af kandídats árinu. Ég hef oft hugsað um það hvað námið er í raun inni gott. Maður fær ekki bara bóklegu þekkinguna heldur er þetta í raun inni gríðar lega góður skóli í mann legum sam skiptum, stjórnun og því að vera hent út í djúpu laugina ítrekað ósyndur og án kúta. Eitthvað sem þú vilt bæta við eða koma á framfæri? Ég er stundum spurð hvort ég sjái ekki eftir klíníkinni en ég á mjög auðvelt með að svara því neitandi og er mjög sátt við að hafa tekið þetta skref. Þetta hefur kennt mér að það er alltaf þess virði að fylgja sannfæringu sinni og mikilvægast af öllu er að taka ákvarðanir um sinn starfsframa á eigin forsendum en ekki til að ganga í augun á öðrum eða af því að maður þori ekki að stíga út fyrir kassann. Svo getur maður þurft að prófa sig áfram og læra af reynslunni. Ég var til dæmis með háleitar hugmyndir um að verða heilaskurðlæknir þegar ég byrjaði í læknisfræði en ég held ég hafi sjaldan komist í gegnum heila aðgerð í nám inu án þess að það liði yfir mig. Sigurbjörn Kristjánsson tölvunarfræðingur Hversu langt fórstu í læknisfræðinámi og hvað gerir þú í dag? Ég kláraði tvö ár í læknis­ fræðinni, 2009­2011. Ég var síðan í fullri vinnu í ár eftir það sem þjónn ásamt því að taka nokkra bókmenntafræðikúrsa í Háskóla Íslands. Ég hóf svo nám við tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík haustið 2012 og hef starfað sem forritari hjá fjarskiptafyrirtæki frá útskrift vorið 2015. Lífið handan klíníkurinnar Flestir sem byrja í læknisfræði ímynda sér sig sem klínískan lækni við lok náms. Þegar á hólminn er komið finna sig þó ekki allir í klíník. Læknaneminn ræddi við þrjá einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa hafið nám í læknisfræði en valið sér annan starfsvettvang en almenn læknisstörf. „...mikilvægast af öllu er að taka ákvarðanir um sinn starfsframa á eigin forsendum en ekki til að ganga í augun á öðrum...“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.