Læknaneminn - 01.04.2018, Side 124
R
an
ns
ók
na
rv
er
ke
fn
i 3
. á
rs
n
em
a
20
17
12
4
Langtímahorfur sjúklinga með
bráða blæðingu frá efri hluta
meltingarvegar
Ármann Jónsson1, Einar S. Björnsson1,2,
Jóhann Páll Hreinsson1
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Lyflækningasvið meltingalækninga
Inngangur: Bráð blæðing frá efri hluta meltingarvegar
er algeng ástæða fyrir komum á bráðamóttöku,
sjúkrahúsinnlögnum og getur verið lífshættuleg.
Margar rannsóknir hafa fjallað um skammtímahorfur
þessara sjúklinga en mikill skortur er á rannsóknum á
horfum þeirra til lengri tíma. Markmið rannsóknar
innar var að meta langtímahorfur sjúklinga með
bráða blæðingu frá efri hluta meltingarvegar, sem og
að finna forspárþætti fyrir endurblæðingu hjá þessum
sjúklingum.
Efniviður og aðferðir: Þýðisbundin eftirfylgdar
rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem komu á
bráða móttöku Landspítalans með bráða blæðingu frá
efri hluta meltingarvegar frá 1. janúar 2010 til 31.
desember 2011. Gögn sjúklinga sem blæddu 2010
var safnað á framsýnan hátt en gögnum þeirra sem
blæddu 2011 var safnað á aftursýnan hátt með því
að fara í gegnum 2,457 magaspeglanir. Upplýsingum
um einkenni og orsök blæðinga, ásamt blóðgildum,
fylgisjúkdómum og lyfjanotkun sjúklinga var aflað auk
fleiri klínískt mikilvægra breyta. Viðmiðunarhópurinn
voru sjúklingar sem komið höfðu í speglun 2010
vegna gruns um blæðingu frá meltingarvegi en voru
ekki með blæðingu, voru þeir valdir með tilliti til
aldurs (±5 ár) og kyns.
Niðurstöður: Í heildina greindust 309 sjúklingar
með bráða blæðingu frá efri hluta meltingarvegar á
rannsóknartímabilinu og voru karlar 56% (n=173).
Meðalaldur sjúklinga var 67 ár (±18), en stór hluti
þeirra, 69% (n = 213), var eldri en 60 ára. Maga (22%)
og skeifugarnarsár (22%) voru algengustu orsakirnar.
Tíðni endurblæðinga var 15% (46/309) eftir 5 ára
eftirfylgd en 4,5% (13/289) hjá viðmiðunarhópi (log
rank próf p <0.001). Dánartíðni var 38% (n=117)
eftir 5 ár en 27% (79/289) hjá viðmiðunarhópi (log
rank próf p < 0.001). Þegar lyfjanotkun þeirra sem
blæddu aftur var borin saman við þá sem blæddu
ekki aftur, var notkun bólgueyðandi lyfja sem ekki
eru sterar sú sama (24%), notkun hjartamagnýls
var einnig svipuð (35% á móti 36%) og sömuleiðis
kóvar (17% á móti 14%). Æðagúlar í vélinda voru
algengari blæðingarorsök hjá þeim sem blæddu aftur
borið saman við þá sem blæddu ekki (11% á móti
1%, p = 0,001). Í lógistískri aðhvarfsgreiningu þar
sem leiðrétt var fyrir aldri og fylgisjúkdómum, þá
voru æðagúlablæðing (líkindahlutfall (LH) 19, 95%
öryggisbil (ÖB) 8.491498) og kvenkyn (LH 2.4,
95%ÖB 1.075.70) sjálfstæðir forspárþættir fyrir
endurblæðingu á fimm ára eftirfylgdartímabili.
Ályktanir: Um fimmtungur þeirra sem fá bráða
blæðingu frá efri hluta meltingarvegar á Íslandi koma
til með að blæða aftur á næstu fimm árum. Konur
og sjúklingar með blæðingu frá æðagúlum virðast
í aukinni hættu. Notkun á NSAID, hjartamagnýli
og kóvar við upphafsblæðingu virðist ekki tengjast
aukinni hættu á endurblæðingu.
Tilvísanir á göngudeild og í
bráðaþjónustu BUGL
Árný Jóhannesdóttir1, Bertrand Lauth1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barna
og unglingageðdeild Landspítala–
háskólasjúkrahúss (BUGL)
Inngangur: Raunveruleg þörf íslenskra barna og
unglinga fyrir geðheilbrigðisþjónustu hefur lítið
verið skoðuð á undanförnum árum. Markmið
rannsóknarinnar var að kortleggja þann hóp sem vísað
var á almenna göngudeild Barna og unglingageðdeildar
Landspítala (BUGL) árið 2013 og bera saman við
börn og unglinga sem hlutu bráðaþjónustu BUGL
sama ár. Rannsóknir á borð við þessa hafa verið gerðar
í öðrum löndum og því var unnt að bera niðurstöður
þeirra saman við okkar.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn
með lýsandi þverskurðarsniði. Lýðfræðilegum og
klínískum upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám 152
barna og unglinga sem vísað var á almenna göngudeild
BUGL árið 2013.
Niðurstöður: Alls var 152 einstaklingum vísað á
almenna göngudeild árið 2013, 79 drengjum og 73
stúlkum. Meðalaldur hópsins var 12,8 ár sem var
marktækt lægri en aldur þeirra sem hlutu bráðaþjónustu
sama ár (14,8 ár). Algengustu geðgreiningarnar voru
athyglis og ofvirkniraskanir (56,6%), kvíðaraskanir
(44,7%) og lyndisraskanir (33,6%). Meðalbiðtíminn
var 167,2 dagar og meðferðartími að meðaltali 771,4
dagar. Algengustu álagsþættirnir voru skilnaður
foreldra (62,5%), geðtruflanir foreldris (44,1%) og
einelti (32,2%). Meiri hluti einstaklinganna (71,7%)
hlaut lyfjameðferð, en einstaklingar með átröskun
voru marktækt sjaldnar (35,0%) á lyfjameðferð en
aðrir. Algengustu meðferðaraðilar voru sálfræðingar
(94,7%), læknar (85,5%) og félagsráðgjafar (57,2%).
Flestir (73,0%) fóru heim eftir fyrstu komu en
22,4% voru lagðir inn á legudeild BUGL. Rúmur
helmingur glímdi við samskiptaerfiðleika (57,2%)
og námserfiðleika í skólanum (52,6%) og þriðjungur
(32,2%) mætti mjög illa eða ekki í skólann. Þunglyndis
einkenni (71,1%), sjálfsvígstilraunir (19,2%) og
sjálfsvígs hugsanir (62,3%) voru marktækt algengari
tilvísunarástæður í bráðaþjónustu en hegðunar truflanir
(51,3%), samskiptatruflanir (51,3%), átröskunar
einkenni (15,8%) og skólaneitun (15,1%) marktækt
algengari tilvísunarástæður á almennri göngudeild.
Helstu tilvísunaraðilar voru læknir á stofu (28,3%),
bráðateymi BUGL (25,0%) og heilsugæsla (19,7%).
Stór hluti einstaklinga á almennri göngudeild BUGL
(50,7%) hafði sín fyrstu kynni af BUGL í gegnum
bráðaþjónustu.
Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar varpa
ljósi á muninn milli þeirra sem vísað er á almenna
göngudeild og í bráðaþjónustu BUGL. Auk þess
eru niðurstöðurnar gagnlegar faraldsfræðilegar
upplýsingar fyrir starfsemi á BUGL og munu stuðla að
því að þörfum þessara einstaklinga verði betur sinnt.
Blæðingar frá meltingarvegi
tengdar blóðflöguhemjandi
meðferð eftir kransæðavíkkun
2008-2016
Ásdís Sveinsdóttir1, Ingibjörg Jóna Guð
mundsdóttir1,3, Jóhann Páll Hreinsson1,
Þórarinn Guðna son1,3,
Karl Andersen1,3 og Einar S. Björnsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands,
2Meltingar deild Landspítala,
3Hjartadeild Landspítala
Inngangur: Eftirmeðferð kransæðavíkkunar er tvíþátta
blóðflöguhemjandi lyfjameðferð sem samanstendur af
aspiríni og ADP viðtaka hamlara. Sumir sjúklingar
þurfa jafnframt á fullri blóðþynningu að halda
með warfaríni eða nýjum blóðþynningarlyfjum
(DOAC). Rannsóknir sýna að 2% fái bráða
blæðingu frá meltingarvegi eftir kransæðavíkkun.
PPI lyf (prótónupumpuhemlar) minnka áhættu á
blæðingu frá efri hluta meltingarvegar. Markmið
þessarar rannsóknar var að skoða algengi blæðinga
frá meltingarvegi hjá sjúklingum sem hafa fengið
blóðflöguhemjandi og blóðþynnandi lyfjameðferð
ásamt áhrifum mismunandi lyfjasamsetningar. Einnig
að kanna hversu marga sjúklinga þarf að meðhöndla
með blóðflöguhemjandi og blóðþynnandi lyfjum til að
framkalla eina meltingarvegablæðingu.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn
og náði til allra sjúklinga sem gengust undir
kransæðavíkkun á árunum 20082016. Upplýsingar
um sjúklinga sem gengust undir kransæðavíkkun voru
sóttar í gagnagrunn hjartaþræðingarstofu Landspítala.
Lyfjameðferð þeirra var sótt í lyfjagagnagrunn
Landlæknis. Ofangreind gögn voru samkeyrð við
tölvugagnagrunn Landspítala í gegnum aðgerðarkóða
fyrir speglanir ásamt ICD10 greiningarkóðum til að
fá fram upplýsingar um þá sem fengu bráða blæðingu
frá meltingarvegi 12 mánuðum eftir kransæðavíkkun.
Að lokum var safnað klínískum upplýsingum um
þá sem fengu bráða blæðingu frá meltingarvegi í
Sögukerfi Landspítala.
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu gengust alls
5166 sjúklingar undir kransæðavíkkun, meðalaldur
65 (± 11) ár, karlar 75%. Af þeim sem gengust undir
kransæðavíkkun voru 54 sem fengu bráða blæðingu
frá meltingarvegi 12 mánuðum eftir víkkun eða 1,1%
(54/5166). Blæðingar frá efri hluta meltingarvegar
voru 56% (n=30) en 44% (n=24) frá neðri hluta.
Algengasta orsök blæðinga frá efri hluta meltingarvegar
var magasár, 47% (n=14) tilfella og 37% (n=11)
sjúklinga voru með H.pylori við magaspeglun. Orsök
blæðinga frá neðri hluta meltingarvegar var í flestum
tilfellum blæðingar frá ristilpokum, 29% (n=7) tilfella.
Meðalaldur þeirra sem fengu bráða blæðingu frá
meltingarvegi var 69 (± 9) ár samanborið við 65 (± 11)
ár sem ekki fengu blæðingu (p=0,002). Alls voru 22
sjúklingar eða 41% á PPI lyfjum eftir kransæðavíkkun
sem fengu bráða blæðingu frá meltingarvegi
samanborið við 39% sem fengu ekki blæðingu.
Tíðni bráðra blæðinga á einfaldri blóðflöguhemjandi
lyfja meðferð ásamt blóðþynningu var algengari en á
einfaldri meðferð eingöngu (p=0,028). Sjúklinga sem
þarf að meðhöndla með einfaldri blóðflöguhemjandi
meðferð ásamt blóðþynningu miðað við einfalda
blóðflöguhemjandi meðferð til að framkalla eina
meltingarvegablæðingu var 62.
Ályktanir: Einungis 1,1% af sjúklingum fá bráða
blæðingu frá meltingarvegi eftir kransæðavíkkun sem
er minna en í sambærilegri erlendri rannsókn. Bráðar
blæðingar frá efri hluta meltingarvegar voru algengari
en frá neðri hluta meltingarvegar ólíkt erlendum
uppgjörum. Aukin blæðingarhætta virðist vera hjá
þeim sem eru á einfaldri blóðflöguhemjandi meðferð
ásamt fullri blóðþynningu með warfaríni eða DOAC.
Effect of cycling speed on visual
responses in the human sensory
cortex
Ásta Guðrún Sighvatsdóttir1 ,
Barry Giesbrecht2 , Tom Bullock2
1University of Iceland, Reykjavík.
2University of California, Santa Barbara,
California, USA.
Introduction: The behavioral state of an animal
influences ongoing brain activity and is evident
when brain responses of anesthetic animals are
compared to alert animals. In recent years, interest
has increased on what effect physical activity might
have on these responses, with research suggesting
that visual processing becomes more sensitive during
locomotion. Single cell recordings in the sensory cortex
of rodents show an increase in firing rate of feature
selective neurons as a function of exercise and similar
responses are seen in EEG recordings of the human
visual cortex. An increase in responses to feature
selective visual stimuli in the human sensory cortex
is shown to be greatest when participants are cycling
at a low level of resistance, compared to conditions
where they are resting or cycling at a high level of
resistance, suggesting possible invertedU effects of
exercise workload on sensitivity in cortex. The goal of
the present study was to extend previous findings and
test whether manipulating pedaling speed on the bike
can also modulate neural responses in visual cortex.
Methods: 11 adult volunteers (6 female, 5 male)
took part in the study that was divided into two
parts. Participants engaged in a visual orientation
discrimination task in which they were presented