Læknaneminn - 01.04.2018, Side 128

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 128
R an ns ók na rv er ke fn i 3 . á rs n em a 20 17 12 8 svöruðu spurningalista um ýmislegt er tengdist fjölskylduhag og heilsufarssögu barnsins. Auk þess skráðu foreldrarnir með framvirkum hætti í dagbók, dag fyrir dag, í einn mánuð öll sýkingaeinkenni barns auk upplýsinga um fjarveru foreldris frá skóla og vinnu, læknisheimsóknir, sýklalyf og heilsufar annarra fjölskyldumeðlima. Rannsóknin fór fram á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum. 250 börn tóku þátt og alls náði skráningin yfir 7691 dag, flestir yfir vetrarmánuðina. Niðurstöður: Alls fengu 93,2% barnanna sýkinga­ einkenni í mánuði, 38,6% (96/249) barna leituðu til læknis og eitt barn (0,4%) var lagt inn á spítala. Veikindi talin í dögum reyndust 36,3% (2788/7691). Ómarktæk hneigð var í þá átt að börn sem ættu ekki systkini, börn með ofnæmi og börn háskólamenntaðra mæðra væru líklegri til að leita læknis. Börn af höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til að leita læknis en börn af landsbyggðinni. Öndunarfærasýking var algengasta ástæða læknisheimsóknar. Kvef var algengasta sýkingaeinkennið en 82,3% barna fengu öndunarfærasýkinga einkenni á mánuðinum. 19,4% barnanna voru með hljóðhimnurör. Börn af höfuðborgarsvæðinu voru marktækt oftar með hljóðhimnurör en börn af landsbyggðinni. Sýklalyfjum var ávísað í 25,3% læknisheimsókna. Algengasta orsök sýklalyfjaávísunar var bráðamiðeyrnabólga og var Augmentin (Amoxicillin og Klavúlansýra) mest notaða sýklalyfið. Ályktanir: Sýkingar, einkum öndunarfærasýkingar, eru mjög algengar meðal 18 mánaða barna og nær öll börn á þessum aldri fá einhver einkenni um sýkingu á eins mánaðar tímabili yfir vetrarmánuðina. Sýkingar eru að jafnaði skammvinnar og foreldrar geta í flestum tilvikum sinnt börnunum sjálf. Breiðvirk sýklalyf virðast enn vera fyrsti valkostur ávísana á sýklalyf. Notkun hljóðhimnuröra er algeng. Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu leita oftar til sérfræðinga en fólk á landsbyggðinni. Upplýsingar um sýkingamynstur og úrræði foreldra við einföldum sýkingum geta skipt máli við fræðslu til almennings og við skipulag annarra lýðheilsuaðgerða. Síðbúinn galli í Riata bjargráðsleiðslum Umfang, áhrif og afleiðingar Gústav A. Davíðsson1, Guðlaug M. Jónsdóttir2, Davíð O. Arnar1,2, Hjörtur Oddsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjartadeild Landspítala Inngangur: Bjargráður er tæki sem sett er undir húð á brjóstholi í til þess að gera einfaldri skurðaðgerð og vaktar hjartsláttinn stöðugt. Bjargráður samstendur af boxi og leiðslu sem fer til hjartans gegnum bláæð. Ef um alvarlegan sleglahraðtakt er að ræða getur hann gefið rafstuð til að leiðrétta taktinn. Leiðsla sem kallast Riata frá fyrirtækinu St. Jude Medical, var talsvert notuð hérlendis á árunum 2002­2010. Snemma árs 2012 var greint frá galla í þessum leiðslum sem lýsti sér á þann veg að rof gat komið á einangrun leiðslanna og/ eða raftruflanir sést á línuriti hennar. Í verstu tilvikum gat leiðslan skemmst það mikið að bjargráðurinn gat undir slíkum kringumstæðum orðið óvirkur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hver tíðni galla í Riata bjargráðsleiðislunni var í íslenskum sjúklingum. Sér í lagi var skoðað hver tíðni rofs á einangrun leiðslunar var, hver tíðni truflana í rafriti var og hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir sjúklingana. Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn, framkvæmd á Landspítala, og tók til allra þeirra 52 sjúklinga sem fengu ígrædda Riata bjargráðsleiðslur frá fyrirtækinu St. Jude Medical á árabilinu 2002­ 2009. Í samanburðarhópi voru 50 einstaklingar sem fengu bjargráðsleiðslu frá öðrum fyrirtækjum á árunum 2010­2012. Upplýsinga var aflað úr gögnum frá Gangráðs­ og bjargráðseftirliti Landspítala sem inniheldur ítarlegar upplýsingar um tækin sjálf, þar á meðal allar mælingar frá bjargráðum um starfshæfni leiðslunnar og bjargráðsins. Klínískar upplýsingar um sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrárkerfi Landspítala. Niðurstöður: Hóparnir voru svipaðir hvað varðar aldur við ígræðslu, kynjahlutfall, tilvist kransæðasjúkdóms og útstreymisbrots úr vinstri slegli (p=ns). Af þeim 52 einstaklingum sem fengu Riata leiðslu voru 17 (32,7%) sem greindust með einangrunarrof og/eða raftruflun og fóru í leiðsluskipti, á móti 1 (2,0%) í samanburðarhópnum (p<0,001). Þá höfðu 5 (9,6%) greinst með einangrunarrof, 7 (13,5%) með raftruflanir og 5 (9,6%) með hvort tveggja. Að auki voru 10 (19,2%) úr Riata hópnum sem fóru í fyrirbyggjandi leiðsluskipti vegna öryggisábendinga. Í heildina fóru 31 (59,6%) úr Riata hópnum í leiðsluskipti og/eða voru með gallaða leiðslu samanborið við 7 (14,0%) úr samanburðarhópnum (p<0,001). Ekki var markverður munur á fjölda einstaklinga sem upplifðu óviðeigandi rafstuð, en 10 (15,4%) í Riata hópnum upplifðu slíkt á eftirfylgnitímanum á móti 8 (16%) í samanburðarhópnum (p=ns). Einn einstaklingur með Riata bjargráðsleiðslu fékk ekki viðeigandi meðferð þegar við átti og lést. Ályktanir: Íslendingar sem fengu Riata bjargráðsleiðslu voru ekki líklegri en þeir sem fengu leiðslu frá öðru fyrirtæki til að upplifa óréttmæt rafstuð. Samt sem áður er ljóst að notkun á Riata leiðslum leiddu til verulegra vandkvæða fyrir sjúklingana, aukinnar tíðni leiðsluskipta og hafði auk þess alvarlegar klínískar afleiðingar. Ódæmigerðar mýkóbakteríur á Íslandi 2006-2016 Halldór Arnar Guðmundsson1, Sigurður Guðmundsson1,2, Helga Erlendsdóttir1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Smitsjúkdómadeild Landspítala, 3Sýkla­ og veirufræðideild Landspítala Inngangur: Ódæmigerðar mýkóbakteríur (ÓM) eru sjaldgæfir sjúkdómsvaldar í mönnum. Bakterían berst til manna frá umhverfinu en ekki manna á milli. Sýkingar í lungum af völdum M. avium complex (MAC) er algengasta birtingarmynd sjúkdómsins en bakteríurnar geta einnig valdið eitlabólgum, húð­ og mjúkvefssýkingum og dreifsýkingum. Lungnasýkingar leggjast fyrst og fremst á aldraða og einstaklinga með veiklað ónæmiskerfi og getur greining og uppræting sýkinga oft verið erfið. Erlendar rannsóknir benda til þess að nýgengi sýkinga af völdum ÓM hafi aukist á síðastliðnum árum, og þá einkum í konum. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á faraldsfræði ÓM hér á landi og finna hvaða mýkóbakteríutegundir eru algengastar hér á landi, hve stór hluti jákvæðra ræktana eru greindar sem sýking og hver helstu klínísku einkenni, greiningaraðferðir og rannsóknir styðja þá greiningu. Auk þess að kanna meðferð og afdrif sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn lýsandi rannsókn á Íslandi frá 2006­2016. Listi yfir jákvæðar ræktanir ÓM úr sýnum sjúklinga var fenginn frá Sýkla­ og veirufræðideild Landspítalans sem hefur upplýsingar um allar berklaræktanir á Íslandi. Miðast var við skilmerki ATS/IDSA um greiningu á sýkingu. Upplýsingar um ræktanir og næmisprófanir voru fengin úr vinnslukerfinu GLIMS. Upplýsingar um sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrám sjúklinga og skráðar í FileMaker gagnagrunn sem síðar voru fluttar yfir í Excel þar sem tölfræðileg úrvinnsla og myndræn framsetning fór fram. Niðurstöður: Yfir rannsóknartímabilið fengust 154 jákvæðar ÓM ræktanir og 75 (49%) af þeim greindar sem sýking (meðalnýgengi á ári: 2,15 tilfelli/105 einstaklinga). MAC ræktaðist oftast (73%, n = 55) og var orsök flestra sýkinga, þ.á.m 83% lungnasýkinganna og allra eitlabólgnanna. M. gordonae ræktaðist næst oftast (31%, n = 47) en öll þau tilfelli voru álitin að hafa verið tilkomin vegna mengunar. Lungnasýkingar (80%) voru algengastar en þar á eftir komu húð­ og mjúkvefssýkingar (13%) og eitlabólgur (7%). Aldursbundið nýgengi lungnasýkinga hækkaði verulega hjá sjúklingum eftir 50 ára aldur (meðalnýgengi á ári: 5,4 tilfelli/105 einstaklinga) og jókst með auknum aldri. Lungnasýkingar reyndust einnig vera algengari í konum (68%, n = 41) en körlum (32%, n = 19) og átti það við alla aldurshópa. Flestir (93%) sjúklinganna höfðu einn eða fleiri áhættuþátt fyrir lungnasýkingu og einungis 7% voru án allra helstu áhættuþátta. Algengustu einkenni sjúklinga með lungnasýkingu voru hósti (60%), uppgangur (55%) og slappleiki (43%). Af þeim sem voru greindir með lungnasýkingu af völdum MAC hófu 46% (n =23) meðferð en 54% (n = 27) fengu enga meðferð. Hefðbundin sýklalyfjameðferð eftir ráðleggingum ATS/IDSA var gefin hjá 91% (n = 21) sjúklinga sem hófu meðferð. Ályktanir: Flestar sýkingarnar voru lungnasýkingar af völdum MAC þar sem tíðni sýkinga jókst með vaxandi aldri og konur áberandi oftar greindar með sýkingu en karlar. Að M. gordonae undanskilinni má álykta að yfir helmingur jákvæðra ÓM ræktana teljist til raunverulegra sýkinga. Enn er óljóst hvort breyting sé á nýgengi sýkinga af völdum ÓM hér á landi og niðurstöður sýna að nýgengi (e. cumulative incidence) hér sé lægra en erlendis. Ég tel hins vegar vera vanmat á raunverulegum sýkingum hérlendis sem stafar af margvíslegum þáttum Tepptur framgangur hjá eldri frumbyrjum og áhrif þess á tíðni keisaraskurða Helga Margrét Helgadóttir1, Kristjana Einarsdóttir1, Þóra Steingrímsdóttir1,2, Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands og 2Kvennadeild Landspítalans Inngangur: Síðustu áratugi hefur meðalaldur frumbyrja á Vesturlöndum farið hækkandi. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni keisaraskurða eykst með aldri þrátt fyrir að leiðrétt hafi verið fyrir meðgöngukvillum og fleiri þáttum sem gætu haft sjálfstæð áhrif á tíðnina. Það er þó ekki vitað hvað það er sem skýrir þetta. Talið er að það sé sambland öðruvísi meðferðar eldri mæðra í mæðravernd og fæðingu svo og líkamlegum þáttum hjá þeim. Rannsóknir hafa einnig sýnt að tepptur framgangur sé algengari hjá eldri mæðrum; það er að útvíkkun leghálsins stöðvist og/eða fyrirsætur fósturhluti gangi ekki niður í grind. Því hefur oft verið nefnt að hærri keisaraskurðartíðni eldri mæðra megi rekja til minni virkni legvöðvans með aldri og að aukna tíðni teppts framgangs megi rekja til þess. Rannsókn þessi miðaðist að því að fá yfirsýn yfir tíðni keisaraskurða og greiningarinnar “tepptur framgangur” hér á landi. Leitast var við að skoða hvort aukna tíðni keisaraskurða hjá eldri mæðrum megi rekja til þess að þær greinist oftar með tepptan framgang eða hvort aðrar ábendingar skipti meira máli. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði yfir allar frumbyrjur sem gengu fulla meðgöngu og fæddu lifandi einbura árin 1997­2015. Upplýsingar um móður, meðgöngu og fæðingu fengust úr Fæðingaskrá Landlæknis. Skoðað var keisaraskurðartíðni og tíðni teppts framgangs eftir aldri. Reiknað var hlutfall keisaraskurða vegna þriggja ábendinga. Þær voru tepptur framgangur, fósturstreita og misheppnuð framköllun fæðingar. Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til þess að meta áhrif teppts framgangs á keisaraskurðartíðni eftir aldurshópum. Niðurstöður: Hlutfallslega voru keisaraskurðir vegna teppts framgangs færri hjá konum 40 ára og eldri en konum 20­29 ára (49,2% á móti 63,7%, p=0,019). Hins vegar voru keisaraskurðir vegna fósturstreitu hlutfallslega fleiri hjá konum 40 ára og eldri en hjá konum 20­29 ára (39,7% á móti 22,1%, p=0,006). Árin 1997­2015 minnkuðu líkur þess að lenda í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.