Víðförli - 01.12.1952, Page 56

Víðförli - 01.12.1952, Page 56
118 VÍÐFÖRLI hughvarf vökullar forsjónar hans — vér værum útmáð eins og skuggi af fisi frá í fyrra. Svo ættum vér að ráðast í að setja almætti Guðs takmörk! Svo ættum vér að neita því, að Guðs sonur hafi kunnað að fæðast með öðrum hætti en vér! Hafi hinum hæsta þóknazt að láta það ger- ast! Mættum vér ekki heldur taka undir með Eysteini Ásgríms- syni í Lilju: Finn ég allt að mannvit manna mæðist þegar, er um skal ræða máttinn þinn, hinn mikli Drottinn, meira er hann en gjörvallt annað. Mættum vér ekki minnast þess, sem Job heyrði af vörum Drott- ins: Hvar varst þú, þegar ég grundvallaði jörðina? Seg fram, ef þú hefur þekkingu til. Vill ámælismaðurinn þrátta við hinn al- máttka? Og mættum vér ekki svara eins og hann: Eg veit, að þú megn- ar allt og að engu ráði þínu verður varnað fram að ganga. Fyrir því hefi ég talað, án þess að skilja, um hluti, sem mér voru of undursamlegir og ég þekkti eigi. Jesús Kristur er nú einu sinni undrið mikla í sögu mannanna. Hann sameinar í persónu sinni Guð og mann. Hann er Guðs kær- leikur, Guðs hugur holdi klæddur á meðal vor. Hann er í innsta kjarna og dýpsta eðli veru sinnar og í öllum sínum athöfnum gagngert mótaður af Guðs anda. Hann var af Guðs anda getinn, ekki fyrst í móðurlífi, heldur fyrir upphaf allrar sköpunar. Hann var í eilífri fortilveru eitt með Guði. í upphafi var orðið oe orð- ið var hjá Guði og orðið var Guð. Og orðið varð hold og bjó með oss, fullur náðar og sannleika. Þessi leyndardómur veru hans bjó með honum frá upphafi jarðnesks lífs. Eins og manneðli vort og hin sérstaka, einstaklings- lega gerð blundar í oss í móðurlífi, eins var hann, hinn einstæði, guðlegs eðlis þegar þar. Hann var ekki af jörðu, hann var að of- 'an. Vér mætum ekki í honum aðeins því bezta, sem býr í oss sjálfum. Vér mætum Guði í honum. I því var líf og lífið var ljós mannanna og ljósið skín í myrkrinu.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.