Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 16

Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 16
mönnum kleift að vinna sig smám saman inn í félagið og greiða stofn- gjöld með afborgunum. Árangurinn var þó tiltölulega lítill. Aðalástæð- urnar fyrir þessu virðast hafa verið eftirfarandi: í fyrsta lagi hin háu stofngjöld og samábyrgðin. Enginn vafi er á því, að þetta hefur dregið úr þáttöku í félaginu, þrátt fyrir þær ráðstafanir, sem síðar voru gerð- ar til þess að létta fyrir mönnum með greiðslu stofngjalda. Ekki sízt hlýtur þetta að liafa háð félaginu, þegar starfandi voru önnur félög, sem höfðu lægri stofngjöld og enga samábyrgð. í öðru lagi náði félagið aldrei verulegu sambandi við hinar fjölmennu alþýðustéttir bæjarins. Aðalforustumenn þess voru menn, sem stóðu framarlega í samvinnu- hreyfingu bændanna eða í Fram- sóknarflokknum, og ekki höfðu veruleg ítök meðal þessara stétta. Varð þetta til að einangra félagið. I þriðja lagi var félaginu stjórnað af mikilli varfærni, og ekki keppt að því að ráðast í miklar nýjungar eða útþenslu. Hefur þetta orðið til að draga úr aðsókn að félaginu, jafn- framt og fámenni þess var ein or- sök þessarar stefnu. í fjórða lagi var verðlagningu félagsins hagað þannig, að vörur voru yfirleitt seld- ar á svipuðu verði og hjá kaup- mönnum, en eftir á greiddur all- hár arður'. Hins vegar var um leið starfandi annað samvinnufélag í bænum, Pöntunarfélagverkamanna, er hagaði verðlagningu sinni all- mjög á annan veg, sérstaklega fyrstu starfsár sín, seldi lágu verði, en greiddi engan eða lítinn arð. Enda þótt þessi verðlagningaraðferð hafi orðið til þess að styrkja K.R. fjár- hagslega, þá má telja líklegt, að hún hafi skapað því erfiðari aðstöðu í samkeppninni við Pöntunarfélagið, þar sem mönnum eðlilega hættir við að líta fyrst og fremst. á verð- ið. Starfsemi félagsins var að mestu bundin við eina matvöru- og ný- lenduvöruverzlun ásarnt brauðgerð, þó nokkur vísir væri seinustu árin einnig risinn að víðtækari starfsemi. Innan þessara vébanda fór þó starf- semin mjög vaxandi og var orðin allveruleg. Fjárhagslega var félagið mjög tryggt, og mun ekkert annað kaup- félag hér í bænum hafa starfað á eins traustum fjárhagsgrundvelli. Lög þess og starfsemi voru sérstak- lega við þetta miðuð, og mun hin slæma reynsla fyrri kaupfélaga bæj- arins í þessu efni hafa átt sinn þátt í því. Þessi fjárhagslega gætni varð þó hinsvegar til að tefja fyrir liraðri þróun og mikilli aukningu með- lima. Varla er hægt að segja, að félagið hafi nokkurntíma átt í verulegum erfiðleikum að etja, en má þar þó fremst nefna gjaldeyrisvandræðin, sem sköpuðu nýjum fyrirtækjum mikla örðugleika. Félagið naut: góðrar aðstoðar SÍS, ekki sízt í fyrstu byrjunarörðugleikunum. Ásamt öðrum kaupfélögum og pöntunarfélögum, sem hefja starf 46 Félagsril KRON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Félagsrit KRON

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit KRON
https://timarit.is/publication/2018

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.