Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 20
anir. Samábyrgð var engin í félag-
inu.
Samkvæmt lögunum voru cleild-
irnar einingar félagsins. Hver deild
hélt sína fundi, og á aðalfundi sín-
um kusu þær fulltrúa á aðalfund
félagsins, 1 fulltrúa fyrir hverja 12
deildarmeðlimi. Um leið og deild-
irnar hélclu sína aðalfundi skyldi
haldinn almennur félagsfundur fyr-
ir þá meðlimi, sem ekki voru í
neinni deild, og voru á þeim fundi
kosnir fulltrúar á aðalfund eftir
sömu reglum og í deildunum. Aðal-
fundur var því fulltrúafundur.
Stjórn skyldi skipuð sjö mönnum.
2. Breytingar á skipulagi
Það kom fljótlega í ljós, að þetta
skipulag, sem byggt var að miklu
leyti á hinum einstöku deildum og
starfi þeirra eigin meðlima, var
hvorki heppilegt né framkvæman-
legt, þegar félaginu óx fiskur um
hrygg og meðlimatalan jókst. Deild-
irnar gátu ekki til lengdar tekið að
sér dreifingu vara til meðlimanna,
nema skipuleggja þá starfsemi að
fullu, og launa liana, og þá var um
leið heppilegra, að félagið tæki hana
sjálft að sér. Það hafði ennfremur
komið í ljós, að verðlagningarað-
ferð sú, sem upphaflega var viðhöfð
og áður var lýst, hafði mikla ókosti
í för með sér, enda þótt hún hafi
sjálfsagt verið vinsæl, þar sem hag-
urinn af að verzla við félagið
kom þá áþreifanlegast í ljós. Með
þessari verðlagningaraðferð og hin-
um lágu inntökugjöldum var ó-
mögulegt fyrir félagið að safna sér
eigin rekstrarfé svo nokkru veru-
legu næmi. Þannig var eigið fé fé-
lagsins í lok fyrsta ársfjórðungs 1935
7,7% af öllum skuldum, og í árslok
1935 16,8%. Séu vaxtabréfin talin
með eigin fé, verða þessar tölur
11,7% og 20,9%. Félagið var því
að mestu háð lánveitingum við-
skiptamanna sinna eða banka. Með-
an svo hagaði til hlaut allur fjár-
hagur félagsins að verða mjög ó-
tryggur, og fjárskorturinn að verða
til þess, að félagið yrði að sætta sig
við lakari innkaup, og að starfsemi
þess væri hamlað á margan hátt.
Það varð því fljótlega eitt aðal-
atriðið í eflingu félagsins að aulca
eigið rekstrarfé þess, en til þess að
það væri hægt varð að breyta verð-
lagningarvenjum. Slík breyting átti
sér að nokkru leyti stað þegar í
marz 1935, sem afleiðing af sam-
komulagi því, sem þá var gert við
Félag matvörukaupmanna og síðar
verður vikið að. Pöntunarálagning
var ákveðin 10%, en helmingurinn
skyldi endurgreiðast sem arður.
Á aðalfundi joann 8. marz 1936 er
lögum félagsins samkvæmt tillögum
stjórnarinnar breytt allverulega
með þau tvö atriði, sem hér hefur
verið drepið á, sérstaklega fyrir aug-
um. Samkvæmt hinum breyttu lög-
um áttu deildirnar í úthverfunum
að halda áfram starfsemi sinni eftir
sínum samþykktum eins og áður
var, en deildirnar innanbæjar skyldu
liinsvegar lagðar niður. í stað þess
átti að skipta bænum niður í hverfi,
50
Félagsrit KRON