Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 22

Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 22
Eins og sést á þessum breytingum á lögunum, er gerðar voru 1936, var Pöntunarfélag verkamanna á hraðri leið burt frá því sérkennilega skipu- lagi, er einkennt hafði það í fyrstu, og var meir og meir að taka sér til fyrirmyndar starfshætti annarra samvinnufélaga utan lands og inn- an. Brátt var enn lengra haldið á þeirri braut, og undirbúin voru fyrir aðalfund 1937 ný lög, sem snið- in eru eftir samvinnulögunum eins og þá hafði verið fyrirhugað að breyta þeirn lögum, þ. e. að fella niður samábyrgðina. Samkvæmt þessu lagafrumvarpi átti nafn félags- ins að breytast og það að verða al- mennt félag neytenda í stað verka- manna. Þessi nýju lög voru þó al- drei lögð fyrir aðalfund vegna sam- einingarinnar, sem þá stóð fyrir dyrum. Þessu lagafrumvarpi mun ekki gerð sérstök skil hér, þar sem það í öllum aðalatriðum er sam- hljóða fyrstu lögum KRON. 3. Árásir á félagið Tilraunir kaupmanna til að kæfa pöntunarstarfsemi verkamanna, mnnu vera nær jafngamlar þessari starfsemi. í þriðja tölublaði Pönt- unarfélagsblaðsins er þannig skýrt frá afstöðu kaupmanna til starfsemi hinna fyrstn litlu pöntunarfélaga: „Heildsalar og matvörukaupmenn sáu, að hagsmunum þeirra var hætta búin, ef þessi samtök neytenda fengju að eflast og þróast. Aftur- haldssamasti hluti þeirra heimtaði sölubann á félögin. Vegna þess að 5? félögin störfuðu í smá hópum sam- bandslaus hvert við annað, tókst að lokum að hefta starfsemi þeirra svo, að þau neyddust til að kaupa vörur dýrara verði en áður, og hræðsla þeirra heildsala, sem seldu þeim, var svo mikil, að þeir fluttu vörur lieim til félagsmanna að næturþeli.“ Höfuðárás kaupmanna gegn verzlunarsamtökum verkamanna var gerð skömmu eftir að Pöntunar- félagið tók til starfa. Á fyrsta stjórn- arfundi Pöntunarfélagsins þann 26. nóvember 1934 er skýrt frá því, að stjórn Félags matvörukaupmanna hafi farið þess á leit, að vöruverð til pöntunardeildanna yrði hækkað um að minnsta kosti 10% og deildun- um yrði fækkað. Þessum málaleitun- um var ekki sinnt, og á fundi Fé- lags íslenzkra stórkaupmanna hinn 27. febrúar 1935 var að undirlagi matvörukaupmanna sett viðskipta- bann á Pöntunarfélagið. Bréf það, er stjórn Félags íslenzkra stórkaup- manna sendi meðlimum sínum í til- efni af þessari samþykkt, fer hér á eftir: „Það tilkynnist hér með, að allir meðlimir F. í. S. hafa skriflega tjáð sig samþykka ákvörðun þeirri, er gerð var á fundi félagsins miðviku- daginn 27. f. m. viðvíkjandi Pönt- unarfélagi verkamanna. Er því öll- um óheimilt að afgreiða vörur til nefnds félags. Þess skal getið, að Samband ísl. samvinnufélaga hefur lýst yfir því, að það muni einnig stöðva allar af- greiðslnr til umrædds félags. Félagsrit KRON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Félagsrit KRON

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit KRON
https://timarit.is/publication/2018

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.