Félagsrit KRON - 15.12.1947, Qupperneq 37
krefjast hárra inntökugjalda vegna
féleysis meðlimanna, heldur varð að
safna því smátt og smátt af tekjuaf-
gangi. Inn á þessa leið fór Pöntun-
arfélagið.
Höfuðreglan í starfsemi félagsins
frá öndverðu var staðgreiðslan. I
fyrstu var hiin óhjákvæmileg sökum
fjárskorts, en síðar var einnig haldið
fast við hana, enda grundvallarregla
í samvinnuhreyfingunni víðast
livar. Þeir aðalkostir staðgreiðslunn-
ar, sem taldir eru í nefndri grein
í Pöntunarfélagsblaðinu, eru þessir:
1. Minni álagning er nauðsynleg,
þar sem töp á lánunr koma ekki til
greina. 2. Ekki er þörf á eins miklu
rekstrarfé. 3. Rekstrarkostnaðurinn
verður minni, þar sem innheimta
hennar, hefur lengst af verið á
niinnkar. 4. Staðgreiðsla er heppi-
legri fyrir hinar einstöku fjölskyld-
ur, veitir þeim meira fjárhagslegt
aðhald og öryggi, auk [jess sem
verðið verður lægra. Staðgreiðslan
er því heppilegust fyrir alla aðila.
Eitt aðaleinkenni samvinnufélaga
frá öndverðti Iiefur verið lýðræðið
og má raunar segja, að samvinnu-
hreyfingin hafi víðast hvar verið
einn helzti brautryðjandi lýðræðis-
ins. Félagsskapurinn er opinn öll-
um, allir hafa jafnan atkvæðisrétt
án tillits til sjóðseignar. Með þess-
um ákvæðum er þó ekki tryggt ~ð
raunverulegt lýðræði sé ríkjandi, og
í stórum félagsskap hlýtur það alltaf
að vera miklum örðugleikum bund-
ið, að áhrif hinna mörgu félags-
manna geti notið sín, og að þeir
Félagsrit KRON
öðlist þá þekkingu á félagsskapnum,
sem útheimtist til að geta tekið þátt
í stjórn hans. í Pöntunarfélaginu
var það deildaskiptingin, sem átti
að tryggja lýðræðið og gera það
mögulegt í framkvæmd. í hinum
litlu deildum gátu áhrif einstakling-
anna frekar notið sín, og þeir fengið
betri möguleika að kynnast félag-
inu og starfsemi þess. Deildarstjórn-
irnar áttu síðan að vera tengiliðir
á milli deildarmeðlima og félags-
stjórnar, bera frarn tillögur og að-
finnslur meðlima og halda uppi
sambandi við meðlimina. Ekki er
fyrir hendi grundvöllur til þess að
dæma um, hvernig þetta tókst í
Pöntunarfélaginu, þar sem deild-
irnar höfðu aðeins starfað stuttan
tíma, er sameiningin átti sér stað.
11. Frœðslustarfsemi
Fræðslustarfsemi, sérstaklega um
samvinnuhreyfinguna og þýðingu
hennar, hefur lengst af verið á
stefnuskrá flestra samvinnufélaga.
Á þetta var að nokkru minnzt í
fyrstu lögum Pöntunarfélagsins, og
mjög ítarlega í lagauppkasti því,
sem iagt var fram á árinu 1937. Ekki
er hægt að segj'a annað, en að Pönt-
unarfélagið liafi farið mjög glæsi-
lega af stað, hvað fræðslustarfsem-
ina snerti. Er þar fyrst og fremst
að nefna blaðaútgáfuna. Fyrsta tölu-
blað Pöntunarfélagsblaðsins kom
út í marz 1935 um sarna leyti og
viðskiptal)annið stóð yfir, og kornu
alls út af því 11 tölublöð árin 1935
og 1936. í febrúarmánuði 1937 hóf
fi7