Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 53
Stjórn KRON 1940.
Fremri röð frá vinstri:
Gnðjón Guðjónsson,
Friðfinnur Guðjónss.,
Sveinbj. Guðlaugsson,
Theódór B. Lindal.
Aftari röð:
Fljörtur B. Helgason,
Olafur Þ. Kristjánss.,
Runólfur Sigurðsson,
Benedikt Stefánsson,
Þorlákur G. Ottesen,
Sigfús Sigurh jartarson
tíðkazt hjá Pöntunarfélagi verka-
manna. Voru 11 deildir í Reykjavík
og 3 utanbæjar, fyrir Hafnarfjörð,
Keflavík og Sandgerði. Deildir þess-
ar kusu fulltrúa á aðalfund félags-
ins, einn fulltrúa fyrir hverja
deild og einn fyrir hverja 20 fé-
lagsmenn í deildinni. Á aðalfundi
deildanna, er haldinn var í febrúar-
eða marzmánuði, skyldi auk full-
trúakjörs fara fram stjórnarkosning
fyrir deildina og ræða og athuga
skýrslur félagsstjórnar, framkvæmd-
arstjórnar og endurskoðenda. Deild-
arstjórnirnar áttu að vera tengiliðir
milli deildanna og félagsstjórnar-
innar, stjórna útbreiðslustarfsemi
á deildarsvæðunum, beita sér fyrir
fræðslu um samvinnumál og fylgj-
ast með rekstri sölustaðanna. Til-
raun var um skeið á fyrstu starfsár-
um félagsins gerð til þess að skapa
sem nánust tengsl á milli félags-
tnanna og stjórnar með því að skipta
íélagsmönnum niður í smáhópa, um
20 í hverjum, og velja sérstaka full-
Félagsrit KRON
trúa til þess að hafa samband við
hvern hóp. Skyldu fulltrúarnir
kynna sér álit félagsmanna um start
og stefnu félagsins, íhuga og koma
á framfæri gagnrýni og tillögum til
endurbóta, ennfremur skyldu þeir
láta í té upplýsingar um félagið og
starfsemi þess. Ekki mun þessi til-
raun hafa átt sér langan aldur.
Árið 1945 var þessu skipulagi
breytt mjög verulega. í stað deild-
anna komu nú 19 hverfi, og var
hverfaskiptingin við það miðuð, að
ein matvörubúð væri í hverju
hverfi. Jafnframt voru myndaðar
nýjar félagslegar einingar, er nefnd-
ust deildir, ein fyrir hvert bæjar- eða
sveitarfélag, er félagið starfaði í, en
þau voru þá auk Reykjavíkur, Sand
gerði og Grindavík. Hverfin kusu
nú ekki lengur fulltrúa á aðalfund,
heldur voru þeir fulltrúar kosnir í
einu lagi fyrir hverja deild utan
fundar, einn fyrir hverja 30 félags-
menn. Kosið skyldi eftir listum.
Hverfin kusu sér sérstakar stjórnir,
83