Félagsrit KRON - 15.12.1947, Qupperneq 54
og var helzta hlutverk þeirra að
hafa forustu um félagsstarf í hverf-
inu, fylgjast með rekstri hverfisbúð-
ar og bera fram óskir og tillögur
liverfismanna um tilliögun verzlun-
ar í hverfinu.
Á aðalfundi 1947 var deildar-
skiptingin lögð niður, þar sent
deildirnar utan Reykjavíkur höfðu
þá skilið við félagið. Jafnframt voru
gerðar allmiklar breytingar á til-
högun við kosningu fulltrúa á aðal-
fund, og gilda nú um hana mjög
ítarleg ákvæði, sem í aðalatriðum
eru þessi.
Aðalfundur kýs níu manna kjör-
nefnd, og skai hver hverfisstjórn
fyrir marzlok afhenda þessari kjör-
nefnd tillögur sínar um fulltrúa til
aðalfundar. Tala fulltrúa skal mið-
uð við það, að einn fulltrúi komi
fyrir hverja 40 félagsmenn í hverf-
inu. Geti hverfisstjórnarmenn ekki
orðið sammála um uppástungur, er
heimilt, að þeir tilnefni í tvennu
eða þrennu lagi, þannig að einn
hverfisstjórnarmaður má tilnefna
allt að einum þriðja þeirrar tölu,
sem hverfið á rétt á.
Kjörnefnd auglýsir, að uppástung-
ur hverfisstjórnanna um fulltrúa
liggi frammi frá i. til Í0. apríl. Get-
ur þá sérhver hverfismaður bætt við
tillögur hverfisstjórnar félagsmönn-
um úr sama hverfi. Kjörnefnd
gerir síðan tillögur um, hverjir
skuli vera í kjöri við kosningu
fulltrúa til aðalfundar og tilnefnir
jafnmarga og kjósa skal. Kjörnefnd
er bundin af framkomnum tillögum
liverfisstjórna og félagsmanna, og
skal ætíð tilnefna jafnmarga aðal-
menn og varamenn úr hverju hverfi
og því ber, samkvæmt tölu hverfis-
manna.
Kjörstjórn skipuð fimm mönn-
um, sem aðalfundur kýs, leggur
fram tillögur kjörnefndar eigi síðar
en 20. apríl og iætur þær liggja
frammi ásamt kjörskrá í sex daga. Á
þessum tíma hafa hverjir tíu félags-
menn rétt til að gera tillögur um
fulltrúa, þó eltki fleiri en kjósa skal,
og ekki færri en sem svarar fimmta
hluta þeirra.
Ef ekki koma fram tillögur um
fleiri en kjósa skal, lýsir kjörstjórn
þá réttkjörna. Ef tillögur koma fram
um fleiri, lætur kjörstjórn útbúa
nægilega marga kjörseðla með öll-
um framkomnum tillögum. Uppá-
stungum skal raðað á kjörseðilinn
í þeirri röð, sem þær berast.
Kosning skal standa í tvo daga,
12 stundir hvorn dag.
Aðalfundur félagsins hefur æðsta
vakl í öllum málurn þess. Hann
skal halda einu sinni á ári og eigi
síðar en fyrir lok maímánaðar. Á
aðalfundi hefur hver fulltrúi eitt
atkvæði. Stjórnarmenn hafa ekki at-
kvæðisrétt, en málfrelsi og tillögu-
rétt.
Á aðalfundi skal leggja fram til
umræðu og samþykktar skýrslur
fél agsstj órnar, framkvæmdarstj órn-
ar og endurskoðenda ásamt reikn-
ingum félagsins. Þar skal ákveðið,
hvernig ráðstafa skuli tekjuafgangi
félagsins, ákveðin laun endurskoð-
84
Félagsrit KRON