Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 57
að mæta á aðalfundi SÍS, sem halda
átti 3.-6. júlí 1938. Það var hins
vegar vitað, að stjórn SÍS hafði á
döfinni tillögur til breytingar á lög-
um sambandsins í samræmi við hin
nýju ákvæði samvinnulaganna.
Vegna þessa þótti um tíma nokkur
vali leika á því, hvort KRON ætti
að ganga í SÍS, og kom til tals, að
inntökubeiðnin, sem legið liafði fyr-
ir, yrði afturkölluð. Af þessum á-
stæðum þótti ekki rétt, að allir ellefu
fulltrúarnir færu á aðalfund sam-
bandsins, en stjórn SÍS hafði Iroðið
félaginu að senda fjóra til fimm
menn á fundinn sem gesti með það
fyrir augum, að samkomulag mætti
takast.
Hinum kjörnu fulltrúum þótti
rét.t að taka þessu boði, og völdu
þeir fimm menn úr sínum hópi til
fararinnar.
Samkvæmt lögum SÍS eins og
þau voru, hafði hvert félag rétt til
að kjósa einn fulltrúa fyrir félagið
og einn fyrir hverja 300 félagsmenn,
án tillits til viðskipta. Samkvæmt
hinum nýju lögum aftur á móti
skykli fulltrúatalan takmarkast við
einn fyrir hverja 400 félagsmenn;
þó mátti tala fulltrúa ekki vera
hærri en sem svaraði því, að við-
skipti félagsins við SÍS á næstliðnu
ári væru að meðaltali jafnmikil á
hvern fulltrúa og sambandsfélögin
hefðu að meðaltali selt og keypt hjá
SIS fyrir hverja 200 félagsmenn.
KRON hafði mikil viðskipti utarx
SÍS og enga útflutningsvöru. Síðai-
nefnda takmörkunin gekk því meira
Félagsrit KRON
á rétt þess eir viðunandi þótti, enda
hefði fulltrúatalan með þessu móti
aðeins orðið tveir eða þrír, sam-
kvæmt viðskiptum við SIS árið
1937. Þegar í byrjun fundarins var
því leitað samkomulags við laga-
nefnd fundarins um rýmkun á þessu
ákvæði, og féllst nefndin á að bera
fram breytingartillögu, er fól það í
sér, að fram til 1942 skyldi fulltrúa-
talan samkvæmt hinum nýju ákvæð-
um ekki lækka meira en um 14
hluta af því, sem hún ætti að vera
samkvæmt félagsmannatölu. Sam-
kvæmt þessum reglum átti KRON
rétt á sjö fulltrúum.
Fulltrúarnir voru allir sammála
um, að þetta væri eftir atvikum
sæmiles; lausn á málinu. Tillasfan
var samþykkt og KRON tekið inn í
SÍS í fundarlok.
Á aðalfundi KRON 1939 voru
engar athugasemdir gerðar í sam-
bandi við lausn þessa máls, og lá það
síðan í þagnargildi þar til árið 1943.
Það ár komu fram raddir um það
á aðalfundi KRON, m. a. frá fram-
kvæmdarstjóranum, Jens Figved, að
lögum SÍS yrði breytt, og að full-
trúatala á aðalfundi þess yrði aðeins
miðuð við meðlimatölu, en ekki við-
skiptamagn. Niðurstaðan varð sú,
að samþykkt var tillaga frá Guð-
brandi Magnússyni, þar sem fulltrú-
um þeim, sem KRON sendi á aðal-
fund SÍS, var falið að beita sér fyrir
því, að fjármagn eða hliðsjón af við-
skiptum yrði ekki látin hafa óeðli-
lega mikil áhrif á fulltrúatölu hinna
einstöku félaga.
87