Félagsrit KRON - 15.12.1947, Side 73
búð árið 1943, en síðan hefur félag-
ið ekki rekið neina verzlun, sem
ekki getur talizt til hinna flokkanna.
í þessari töflu hefur ekki verið
talin með sú vörusala framleiðslu-
fyrirtækjanna, sem ekki gengur í
gegnum eigin búðir félagsins.
Tafla þessi sýnir, hve mjög vöru-
sala félagsins eykst á árununr 1938—
1943, úr 2.4 millj. kr. í 14.1, eða
rösklega sexfaldast. Á árinu 1944
minnkar veltan nokkuð, enda höfðu
þá verið lagðar niður nokkrar verzl-
anir, sem heyra undir „aðra flokka“;
og einnig framleiðslufyrirtæki. Enn-
fremur voru allmiklir erfiðleikar á
innflutningi sumra vara jretta ár.
Matvörusalan heldur þó enn áfram
að vaxa nokkuð. Árið 1945 verður
síðan veruleg minnkun á veltunni,
sem eingöngu stafar af viðskilnaði
deildanna í Hafnarfirði og Keflavík,
en vörusalan heldur áfram að aukast
í Reykjavík. Á árinu 1946 verður
síðan mjög veruleg aukning á velt-
onni, þannig að hún hefur aldrei
áður verið meiri. Á töflunni sést
einnig, að skipting vörusölu á milli
flokka er nokkuð breytileg eftir ár-
um, en að matvörurnar eru þó yfir-
leitt í kringum 70% af sölunni,
vefnaðarvörur, skófatnaður og búsá-
höld rösk 20% og aðrar vörur tæp
Að sjálfsögðu stafar sú aukning
vörusölunnar, sem hér kemur fram,
að miklu leyti af þeim geysilegu
verðhækkunum, sem verða á sama
tima. Til þess að gera sér hugmynd
um, hve salan miðuð við magn hef-
Félagsrit KRON
ur breytzt á Jressum tíma, þyrfti að
hafa vísitölu, er sýndi verðbreyting-
ar þeirra vara, sem KRON selur.
Slík vísitala er ekki til, en í stað
liennar hefur hér verið notuð fram-
færsluvísitalan, þannig að vörusölu
í matvöruflokknum og „öðrum
flokkum“ liefur verið breytt í sam-
ræmi við matvælalið þeirrar vísi-
tölu, og B-flokknum í samræmi við
fatnaðarlið hennar. Þessi útreikn-
ingur gefur að sjálfsögðu síður en
svo nokkra nákvæma mynd, og má
jafnvel fastlega búast við, að niður-
stöður hans verði of lágar, þar sem
verðhækkanir hafa orðið verulegum
mun meiri á innlendum landbúnað-
arvörum, sem KRON selur lítið af
heldur en á útlendum matvörum,
sem félagið selur hlutfallslega meira
af. Samfsem áður ættu þessar tölur
að geta gefið nokkra hugmynd um
þróun raunverulegrar vörusölu fé-
lagsins í stórum dráttum. í töflunni
hefur vörusalan, umreiknuð á þann
liátt, sem áður greinir, verið miðuð
við vörusöluna árið 1938, og liefur
vörusalan það ár verið sett sama sem
100.
í vörusöluna, þannig umreikn-
aða, hefur einnig verið deilt með fé-
lagsmannatölunni til að sjá, hvernig
vörusalan á félagsmann hefur
breytzt. Hefur þá verið miðað við
meðaltal félagsmanna á hverju ári
og árið 1938 tekið til samanburðar
(sett sama sem 100). Árinu 1940 hef-
ur verið sleppt úr þessum útreikn-
ingum, vegna þess að vísitölunni var
breytt á því ári.
103